Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, minnist Sáms, hundsins síns sem er allur. Sámur rataði í fréttirnar í október í fyrra þegar Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og eiginmaður Dorritar, greindi frá því að Dorrit hefði ákveðið að láta klóna hundinn Sám sem fylgdi þeim í forsetatíð þeirra.
Ólafur sagði sýni hafa verið tekin úr Sámi og sent til fyrirtækis í Texas og þannig væri hægt að klóna Sám hvenær sem er. Greindi Ólafur frá því í viðtali við Rás 2 í fyrra að Sámur væri ellefu ára gamall.
Dorrit deildi færslu á Instagram i morgun þar sem hún kveður Sám. „Þú varst og verður alltaf ástin í lífi mínu.“
Ólafur Ragnar sjálfur minntist Sáms á Twitter fyrr í morgun.
Dorrit syrgir Sám sáran
Tengdar fréttir
Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“
Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því.
Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi
Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna.