Játaði átta morð í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 15:54 Bruce McArthur. Garðyrkjumaðurinn Bruce McArthur hefur játað að hafa myrt átta menn í Toronto í Kanada. Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð hans í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. Saksóknarar segja hann hafa rænt einhverjum mannanna og brotið á þeim kynferðislega áður en hann myrti þá, bútaði niður og faldi í blómapottum. Saksóknar segja fórnarlömb hans hafa öll verið að mið-austurlenskum eða asískum uppruna og hafi lifað við jaðar samfélagsins í Toronto. Hvarf þeirra hafi í fyrstu ekki vakið mikla athygli, samkvæmt AP fréttaveitunni.Eitt fórnarlamba hans hafði falið samkynhneigð sína fyrir fjölskyldu sinni. Annar var nýlega fluttur til Kanada og kljáðist við fíkniefnavanda. Einn til viðbótar var heimilislaus og seldi sig. Fórnarlömb McArthur hétu Selim Esen, Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi and Kirushna Kanagaratnam, samkvæmt CBC News.Rannsókn hófst eftir að samfélag hinsegin fólks í Toronto tók eftir því að Andrew Kinsman sem hafði barist fyrir réttindum hinsegin fólks, starfaði sem barþjónn og var vinmargur, hvarf sporlaust. McArthur var handtekinn í byrjun árs í fyrra, um hálfu ári eftir að rannsóknin hófst. Hann hafði ráðið eitt fórnarlamba sinna, sem hvarf árið 2010, til vinnu. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti eins og skartgripi þeirra. Dómsuppkvaðning mun fara fram í næstu viku. Kanada Tengdar fréttir Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19 Grunaður raðmorðingi handtekinn í Toronto: Faldi sundurlimuð lík í blómakerjum Lögregla í Kanada rannsakar nú hvort að hinn 66 ára Bruce McArthur, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á fimm mönnum, hafi fleiri mannslíf á samviskunni. 30. janúar 2018 08:50 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Garðyrkjumaðurinn Bruce McArthur hefur játað að hafa myrt átta menn í Toronto í Kanada. Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð hans í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. Saksóknarar segja hann hafa rænt einhverjum mannanna og brotið á þeim kynferðislega áður en hann myrti þá, bútaði niður og faldi í blómapottum. Saksóknar segja fórnarlömb hans hafa öll verið að mið-austurlenskum eða asískum uppruna og hafi lifað við jaðar samfélagsins í Toronto. Hvarf þeirra hafi í fyrstu ekki vakið mikla athygli, samkvæmt AP fréttaveitunni.Eitt fórnarlamba hans hafði falið samkynhneigð sína fyrir fjölskyldu sinni. Annar var nýlega fluttur til Kanada og kljáðist við fíkniefnavanda. Einn til viðbótar var heimilislaus og seldi sig. Fórnarlömb McArthur hétu Selim Esen, Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi and Kirushna Kanagaratnam, samkvæmt CBC News.Rannsókn hófst eftir að samfélag hinsegin fólks í Toronto tók eftir því að Andrew Kinsman sem hafði barist fyrir réttindum hinsegin fólks, starfaði sem barþjónn og var vinmargur, hvarf sporlaust. McArthur var handtekinn í byrjun árs í fyrra, um hálfu ári eftir að rannsóknin hófst. Hann hafði ráðið eitt fórnarlamba sinna, sem hvarf árið 2010, til vinnu. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti eins og skartgripi þeirra. Dómsuppkvaðning mun fara fram í næstu viku.
Kanada Tengdar fréttir Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19 Grunaður raðmorðingi handtekinn í Toronto: Faldi sundurlimuð lík í blómakerjum Lögregla í Kanada rannsakar nú hvort að hinn 66 ára Bruce McArthur, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á fimm mönnum, hafi fleiri mannslíf á samviskunni. 30. janúar 2018 08:50 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19
Grunaður raðmorðingi handtekinn í Toronto: Faldi sundurlimuð lík í blómakerjum Lögregla í Kanada rannsakar nú hvort að hinn 66 ára Bruce McArthur, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á fimm mönnum, hafi fleiri mannslíf á samviskunni. 30. janúar 2018 08:50