Telur laun og gengi íslensku krónunnar hafa mestu áhrifin Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Fréttablaðið/Ernir Umferð til og frá Gullfossi jókst um þrjú prósent á árinu 2018 miðað við fyrra ár. Er þetta mun minni aukning en sést hefur frá því straumur ferðamanna jókst hér skyndilega eftir hrun efnahagslífsins árið 2008.Jóhannes Þ. Skúlason.Að meðaltali fóru um veginn við Gullfoss rétt rúmlega 2.300 bifreiðar á sólarhring í fyrra og hefur umferðin fimmfaldast um svæðið á tíu árum. Gullfoss og Geysir í Haukadal eru einhverjir fjölsóttustu ferðamannastaðirnir hér á landi. En fjölgun ferðamanna til landsins virðist vera að ná einhverjum stöðugleika og var nú mun minni en fjölgunin árin á undan. „Umferðartölurnar sýna í raun sömu mynd og tölur Ferðamálastofu, um 5,5 prósent fjölgun ferðamanna 2018 miðað við fyrri ár. Það er einmitt í samræmi við alþjóðlega þróun í fjölgun ferðamanna á heimsvísu, sem er um sex prósent á árinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Stóra tækifærið í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar liggur í því að ná jafnvægi í fjölgun ferðamanna á þeim slóðum þannig að ferðaþjónustan verði áfram burðaratvinnugrein í efnahagslífinu og lífskjarauppbyggingu á Íslandi. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og það er engin ástæða til að ætla að ferðamennirnir hverfi skyndilega eins og síldin forðum. Það er af og frá.“ Jóhannes sér þrjár stórar áskoranir sem geta haldið aftur af þróun greinarinnar og haft áhrif á samkeppnishæfni hennar. Innlendir aðilar og þættir hér heima hafa að hans mati mest um það að segja hvernig greinin þróast.Rólegt var um að lítast á bílastæðinu á Þingvöllum þegar ljósmyndara bar þar að garði. Fréttablaðið/Aðsent„Þar má nefna háan launakostnað, en launavísitala hefur hækkað um 44 prósent frá 2012, hátt gengi gjaldmiðilsins sem hefur haft mjög neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja undanfarin ár, og starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja sem ríkisvaldið getur haft mikil áhrif á með ákvörðunum sínum,“ segir Jóhannes Þór. „Ef það tekst að hafa hemil á kostnaði sem hlýst af þessum þremur þáttum mun það hjálpa ferðaþjónustufyrirtækjum mjög við að færa þjóðarbúinu aukin verðmæti inn í framtíðina.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Umferð til og frá Gullfossi jókst um þrjú prósent á árinu 2018 miðað við fyrra ár. Er þetta mun minni aukning en sést hefur frá því straumur ferðamanna jókst hér skyndilega eftir hrun efnahagslífsins árið 2008.Jóhannes Þ. Skúlason.Að meðaltali fóru um veginn við Gullfoss rétt rúmlega 2.300 bifreiðar á sólarhring í fyrra og hefur umferðin fimmfaldast um svæðið á tíu árum. Gullfoss og Geysir í Haukadal eru einhverjir fjölsóttustu ferðamannastaðirnir hér á landi. En fjölgun ferðamanna til landsins virðist vera að ná einhverjum stöðugleika og var nú mun minni en fjölgunin árin á undan. „Umferðartölurnar sýna í raun sömu mynd og tölur Ferðamálastofu, um 5,5 prósent fjölgun ferðamanna 2018 miðað við fyrri ár. Það er einmitt í samræmi við alþjóðlega þróun í fjölgun ferðamanna á heimsvísu, sem er um sex prósent á árinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Stóra tækifærið í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar liggur í því að ná jafnvægi í fjölgun ferðamanna á þeim slóðum þannig að ferðaþjónustan verði áfram burðaratvinnugrein í efnahagslífinu og lífskjarauppbyggingu á Íslandi. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og það er engin ástæða til að ætla að ferðamennirnir hverfi skyndilega eins og síldin forðum. Það er af og frá.“ Jóhannes sér þrjár stórar áskoranir sem geta haldið aftur af þróun greinarinnar og haft áhrif á samkeppnishæfni hennar. Innlendir aðilar og þættir hér heima hafa að hans mati mest um það að segja hvernig greinin þróast.Rólegt var um að lítast á bílastæðinu á Þingvöllum þegar ljósmyndara bar þar að garði. Fréttablaðið/Aðsent„Þar má nefna háan launakostnað, en launavísitala hefur hækkað um 44 prósent frá 2012, hátt gengi gjaldmiðilsins sem hefur haft mjög neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja undanfarin ár, og starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja sem ríkisvaldið getur haft mikil áhrif á með ákvörðunum sínum,“ segir Jóhannes Þór. „Ef það tekst að hafa hemil á kostnaði sem hlýst af þessum þremur þáttum mun það hjálpa ferðaþjónustufyrirtækjum mjög við að færa þjóðarbúinu aukin verðmæti inn í framtíðina.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira