Eigandi Kúrekanna borgaði meira fyrir nýju snekkjuna en fyrir félagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 23:00 Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys. Getty/Joe Robbins Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði. Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019. Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju. Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia). Jerry Jones's new superyacht boasts two helipads, a spa, gym, beach club and can accommodate 14 passengers and 20 crew members. It cost more than he paid for the Dallas Cowboys. https://t.co/TGz3BPLoTW — Post Sports (@PostSports) January 10, 2019 Það er líka allt til alls í lystisnekkjunni sem er 109 metrar á lengd. Á snekkjunni eru meðal annars tveir þyrlupallar, heilsulind, líkamsræktarstöð, sundlaug og strandklúbbur og hún getur tekið á móti fjórtán farþegum. Það þarf tuttugu manna starfslið í hverja ferð. Nú hafa menn grafið það upp að lystisnekkjan hafi verið dýrari en Dallas Cowboys liðið. Jerry Jones borgaði 150 milljónir dollara fyrir Kúrekana árið 1989 en það er reyndar eins og að borga 290 milljónir dollara fyrir það í dag. Forbes telur að Dallas Cowboys sé verðmætasta íþróttafélag heims í dag og metur það á rétt tæplega fimm milljarða dollara. Jones getur þó ekki búist við því að snekkjan hækki svo mikið í verði á næstu þrjátíu árum. Jerry Jones' new $250 million yacht costs more than what he paid for the Dallas Cowboys back in 1989: https://t.co/EhgyRP9yeapic.twitter.com/LiMoDMlpgs — ForbesLife (@ForbesLife) January 10, 2019 Eignir Jones telja um 6,8 milljarða dollara í dag að mati Forbes eða um 810 milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að kaupa sér 250 milljón dollara snekkju. Dallas Cowboys liðið spilar næst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina þegar liðið heimsækir Los Angeles Rams til LA. Það má bóka það að Jerry Jones verður á staðnum en ekki alveg en víst að hann ferðist til Los Angeles á snekkjunni sinni. Leikur Los Angeles Rams og Dallas Cowboys hefst klukkan korter yfir eitt aðfaranótt sunnudagsins og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Allir fjórir leikir úrslitakeppninnar um helgina verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.Leikir helgarinnar eru:Laugardagur klukkan 21:20 á S2 Sport Kansas City Chiefs - Indianapolis ColtsLaugardagur klukkan 1:05 á S2 Sport LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur klukkan 17:55 á S2 Sport 2 New England Patriots - LA ChargersSunnudagur klukkan 21:30 á S2 Sport 2 New Orleans Saints - Philadelphia Eagles NFL Ofurskálin Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Sjá meira
Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði. Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019. Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju. Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia). Jerry Jones's new superyacht boasts two helipads, a spa, gym, beach club and can accommodate 14 passengers and 20 crew members. It cost more than he paid for the Dallas Cowboys. https://t.co/TGz3BPLoTW — Post Sports (@PostSports) January 10, 2019 Það er líka allt til alls í lystisnekkjunni sem er 109 metrar á lengd. Á snekkjunni eru meðal annars tveir þyrlupallar, heilsulind, líkamsræktarstöð, sundlaug og strandklúbbur og hún getur tekið á móti fjórtán farþegum. Það þarf tuttugu manna starfslið í hverja ferð. Nú hafa menn grafið það upp að lystisnekkjan hafi verið dýrari en Dallas Cowboys liðið. Jerry Jones borgaði 150 milljónir dollara fyrir Kúrekana árið 1989 en það er reyndar eins og að borga 290 milljónir dollara fyrir það í dag. Forbes telur að Dallas Cowboys sé verðmætasta íþróttafélag heims í dag og metur það á rétt tæplega fimm milljarða dollara. Jones getur þó ekki búist við því að snekkjan hækki svo mikið í verði á næstu þrjátíu árum. Jerry Jones' new $250 million yacht costs more than what he paid for the Dallas Cowboys back in 1989: https://t.co/EhgyRP9yeapic.twitter.com/LiMoDMlpgs — ForbesLife (@ForbesLife) January 10, 2019 Eignir Jones telja um 6,8 milljarða dollara í dag að mati Forbes eða um 810 milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að kaupa sér 250 milljón dollara snekkju. Dallas Cowboys liðið spilar næst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina þegar liðið heimsækir Los Angeles Rams til LA. Það má bóka það að Jerry Jones verður á staðnum en ekki alveg en víst að hann ferðist til Los Angeles á snekkjunni sinni. Leikur Los Angeles Rams og Dallas Cowboys hefst klukkan korter yfir eitt aðfaranótt sunnudagsins og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Allir fjórir leikir úrslitakeppninnar um helgina verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.Leikir helgarinnar eru:Laugardagur klukkan 21:20 á S2 Sport Kansas City Chiefs - Indianapolis ColtsLaugardagur klukkan 1:05 á S2 Sport LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur klukkan 17:55 á S2 Sport 2 New England Patriots - LA ChargersSunnudagur klukkan 21:30 á S2 Sport 2 New Orleans Saints - Philadelphia Eagles
NFL Ofurskálin Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Sjá meira