Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2019 19:30 Hörður Guðmundsson við Dornier-vélina á Reykjavíkurflugvelli í dag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Dornier-skrúfuþota Ernis, sem Isavia kyrrsetti í fyrradag vegna vanskila, var ræst á ný í dag. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Isavia kyrrsetti þetta flaggskip Ernis vegna vanskila á lendingargjöldum og öðrum þjónustugjöldum. Flugvélin var þó leyst úr prísundinni í hádeginu í dag. Formlegri kyrrsetningu hefur samt ekki verið aflétt en Ernir fékk heimild til að keyra upp hreyflana vegna viðhalds. Við spurðum Hörð hvort hann væri að fara á hausinn: „Nei, það er öðru nær. Þetta fyrirtæki er sterkt, á góða markaðshlutdeild, og það er ekkert í farvatninu með neitt slíkt.“ -En reyndust kaupin á Dornier-vélinni félaginu erfið? „Nei, kaupin voru mjög létt. En skráningarferlið tók töluverðan tíma og við misstum af sumrinu, sem gerði það að verkum að lausafjárstaðan varð verri en ætlað var.“Dornier-skrúfuþotan kom til Reykjavíkur 23. maí á nýliðnu ári. Hún komst ekki í áætlunarflug fyrr en 5. desember síðastliðinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður og Isavia munu eiga viðræður næstu daga um uppgjör skuldarinnar, sem hann segir nema 98 milljónum króna. Þetta sé tímabundið. „Við erum með öll okkar lán og allt í skilum allsstaðar. Við höfum greitt Isavia og forverum þeirra allar skuldir og öll gjöld í nærri því fimmtíu ár. Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að vél sé stöðvuð. En það er í sjálfu sér engin vá, ef svo má segja, fyrir dyrum, þó að vél stoppi einhvern tíma. En slæm umræða sem gæti skapast þegar svona aðgerðir eru gerðar þær geta skaðað fyrirtækið meira heldur en þó að vél stoppi einhvern tíma.“ Hann segist raunar sjá fram á mikil verkefni fyrir Dornier-vélina næsta sumar. „Og vonandi verður komin önnur slík að vori.“ -Ertu að stefna á það? „Já, ég er að stefna á það. Og hún er til boða,“ svarar Hörður. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Dornier-skrúfuþota Ernis, sem Isavia kyrrsetti í fyrradag vegna vanskila, var ræst á ný í dag. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Isavia kyrrsetti þetta flaggskip Ernis vegna vanskila á lendingargjöldum og öðrum þjónustugjöldum. Flugvélin var þó leyst úr prísundinni í hádeginu í dag. Formlegri kyrrsetningu hefur samt ekki verið aflétt en Ernir fékk heimild til að keyra upp hreyflana vegna viðhalds. Við spurðum Hörð hvort hann væri að fara á hausinn: „Nei, það er öðru nær. Þetta fyrirtæki er sterkt, á góða markaðshlutdeild, og það er ekkert í farvatninu með neitt slíkt.“ -En reyndust kaupin á Dornier-vélinni félaginu erfið? „Nei, kaupin voru mjög létt. En skráningarferlið tók töluverðan tíma og við misstum af sumrinu, sem gerði það að verkum að lausafjárstaðan varð verri en ætlað var.“Dornier-skrúfuþotan kom til Reykjavíkur 23. maí á nýliðnu ári. Hún komst ekki í áætlunarflug fyrr en 5. desember síðastliðinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður og Isavia munu eiga viðræður næstu daga um uppgjör skuldarinnar, sem hann segir nema 98 milljónum króna. Þetta sé tímabundið. „Við erum með öll okkar lán og allt í skilum allsstaðar. Við höfum greitt Isavia og forverum þeirra allar skuldir og öll gjöld í nærri því fimmtíu ár. Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að vél sé stöðvuð. En það er í sjálfu sér engin vá, ef svo má segja, fyrir dyrum, þó að vél stoppi einhvern tíma. En slæm umræða sem gæti skapast þegar svona aðgerðir eru gerðar þær geta skaðað fyrirtækið meira heldur en þó að vél stoppi einhvern tíma.“ Hann segist raunar sjá fram á mikil verkefni fyrir Dornier-vélina næsta sumar. „Og vonandi verður komin önnur slík að vori.“ -Ertu að stefna á það? „Já, ég er að stefna á það. Og hún er til boða,“ svarar Hörður.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45
Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00