Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 06:00 Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn. vísir/tom Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, þreytti frumraun sína á stórmóti fyrir rúmum áratug þegar að íslenska liðið vann silfur í Peking. Stórmótin hafa verið fjölmörg síðan þá hjá markverðinum og árin hafa hrannast upp. Hann er ekki lengur ungur og spenntur hvolpur heldur elsti og reynslumesti maður liðsins. Og hann fær ekki að gleyma því! „Tilfinningin er oftast svipuð fyrir stórmót en hún er aðeins öðruvísi núna. Ég er orðinn gamli kallinn og það er hrikalegur stimpill að fá á sig. Strákarnir eru líka mikið að minna mig á það. Þetta er erfiður biti að kyngja,“ segir Björgvin Páll. „Við erum með meðalaldur upp á 24 ár sem manni finnst eiginlega bara glórulaust. Það er bara geggjað að sjá hversu miklir svampar þessir ungu strákar eru hérna. Þeir éta allt í sig. Það er nýtt fyrir mig að vera gamli kallinn en ég tek því fagnandi,“ segir hann.Björgvin Páll hlustar á landsliðsþjálfarana fyrir æfinguna í dag.vísir/tomAlgjörir proffar Eins og Björgvin bendir á er meðalaldur liðsins ekki hár en nýliðunum verður öllum kasta beint út í djúpu laugina í dag þegar að liðið mætir Króatíu í fyrsta leik á HM 2019. „Það kemur ákveðin gredda með svona ungu liði og margir óvissuþættir sem geta farið vel og illa. Það er eitthvað sem við erum tilbúnir fyrir. Það sést á æfingum hversu tilbúnir þessir strákar eru og það fyllir mann sjálfstrausti. Þó að það er stórmót á hverju ár þá er eitthvað nýtt og öðruvísi við þetta hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Þetta er bara HM og menn koma inn í fyrsta leik sem er stórleikur á móti Króatíu,“ segir Björgvin. En, hvernig eru þessir ungu guttar? Hvernig leikmenn eru þetta og hvernig týpur? Björgvin er allavega mjög ánægður með þá og segir frá: „Þetta eru svampar. Þetta eru atvinnumenn þó svo þeir hafi ekki verið í atvinnumennsku. Þeir mæta hálftíma fyrr á allar æfingar og byrja að rúlla sig en í gamla daga stauluðust menn út úr klefanum rétt fyrir æfingu,“ segir Björgvin. „Manni líður bara illa að koma á æfingu 20 mínútum fyrr því þeir eru þá allir mættir, ferskir og klárir. Þessa nýja kynslóð sem er að koma upp eru bara proffar og gaurar sem vilja þetta. Þetta eru handboltanördar og að labba inn í svona mót fyrir þá er bara gulls ígildi.“Tomas Svensson, goðsögn og grýla, er markvarðaþjálfari landsliðsins.vísir/tomEkki að spila vel Markvarsla landsliðsins hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og Björgvin og kollegar hans fengið að heyra það. Björgvin er sjálfur í öldudal í Danmörku og fer ekkert í felur með það. Hann er samt alltaf brattur. „Ég er góður. Það er bara ákveðin rútína fyrir mig líka að heyra á hverju ári viku fyrir stórmót þessa umræðu um markvörsluna. Þetta er gömul tugga sem erfitt er að berja frá sér en ef hún á einhvern tíma rétt á sér er það kannski núna,“ segir hann. „Ég hef ekki spilað vel út í Danmörku síðustu mánuðina. Ég byrjaði vel þar en svo fór að halla undan fæti og ég fór að spila minna. Ég var með einhverja 30 prósent vörslu [á Noregsmótinu] þrátt fyrir 0-12 leikinn á móti Noregi þannig ég er bara að vinna í mínum málum og ég er með gott teymi í kringum mig í því. Ég verð bara klár í fyrsta leik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Allt viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Björgvin Páll - Er að vinna í mínum málum HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, þreytti frumraun sína á stórmóti fyrir rúmum áratug þegar að íslenska liðið vann silfur í Peking. Stórmótin hafa verið fjölmörg síðan þá hjá markverðinum og árin hafa hrannast upp. Hann er ekki lengur ungur og spenntur hvolpur heldur elsti og reynslumesti maður liðsins. Og hann fær ekki að gleyma því! „Tilfinningin er oftast svipuð fyrir stórmót en hún er aðeins öðruvísi núna. Ég er orðinn gamli kallinn og það er hrikalegur stimpill að fá á sig. Strákarnir eru líka mikið að minna mig á það. Þetta er erfiður biti að kyngja,“ segir Björgvin Páll. „Við erum með meðalaldur upp á 24 ár sem manni finnst eiginlega bara glórulaust. Það er bara geggjað að sjá hversu miklir svampar þessir ungu strákar eru hérna. Þeir éta allt í sig. Það er nýtt fyrir mig að vera gamli kallinn en ég tek því fagnandi,“ segir hann.Björgvin Páll hlustar á landsliðsþjálfarana fyrir æfinguna í dag.vísir/tomAlgjörir proffar Eins og Björgvin bendir á er meðalaldur liðsins ekki hár en nýliðunum verður öllum kasta beint út í djúpu laugina í dag þegar að liðið mætir Króatíu í fyrsta leik á HM 2019. „Það kemur ákveðin gredda með svona ungu liði og margir óvissuþættir sem geta farið vel og illa. Það er eitthvað sem við erum tilbúnir fyrir. Það sést á æfingum hversu tilbúnir þessir strákar eru og það fyllir mann sjálfstrausti. Þó að það er stórmót á hverju ár þá er eitthvað nýtt og öðruvísi við þetta hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Þetta er bara HM og menn koma inn í fyrsta leik sem er stórleikur á móti Króatíu,“ segir Björgvin. En, hvernig eru þessir ungu guttar? Hvernig leikmenn eru þetta og hvernig týpur? Björgvin er allavega mjög ánægður með þá og segir frá: „Þetta eru svampar. Þetta eru atvinnumenn þó svo þeir hafi ekki verið í atvinnumennsku. Þeir mæta hálftíma fyrr á allar æfingar og byrja að rúlla sig en í gamla daga stauluðust menn út úr klefanum rétt fyrir æfingu,“ segir Björgvin. „Manni líður bara illa að koma á æfingu 20 mínútum fyrr því þeir eru þá allir mættir, ferskir og klárir. Þessa nýja kynslóð sem er að koma upp eru bara proffar og gaurar sem vilja þetta. Þetta eru handboltanördar og að labba inn í svona mót fyrir þá er bara gulls ígildi.“Tomas Svensson, goðsögn og grýla, er markvarðaþjálfari landsliðsins.vísir/tomEkki að spila vel Markvarsla landsliðsins hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og Björgvin og kollegar hans fengið að heyra það. Björgvin er sjálfur í öldudal í Danmörku og fer ekkert í felur með það. Hann er samt alltaf brattur. „Ég er góður. Það er bara ákveðin rútína fyrir mig líka að heyra á hverju ári viku fyrir stórmót þessa umræðu um markvörsluna. Þetta er gömul tugga sem erfitt er að berja frá sér en ef hún á einhvern tíma rétt á sér er það kannski núna,“ segir hann. „Ég hef ekki spilað vel út í Danmörku síðustu mánuðina. Ég byrjaði vel þar en svo fór að halla undan fæti og ég fór að spila minna. Ég var með einhverja 30 prósent vörslu [á Noregsmótinu] þrátt fyrir 0-12 leikinn á móti Noregi þannig ég er bara að vinna í mínum málum og ég er með gott teymi í kringum mig í því. Ég verð bara klár í fyrsta leik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Allt viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Björgvin Páll - Er að vinna í mínum málum
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42
Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30
Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00