Aðeins þriðja flugvélin sem hefur verið kyrrsett upp í skuld Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, við Dornier-skrúfuþotu félagsins á Reykjavíkurflugvelli í gær. Fréttablaðið/Ernir Kyrrsetning Isavia á Dornier-skrúfuþotu flugfélagsins Ernis á þriðjudag vegna skulda var þriðja skiptið sem félagið beitir því úrræði. Eigandi Ernis kvaðst hafa fengið aðgang að flugvélinni aftur í gær en að uppgjör væri í ferli. Gagnrýnir að vera kyrrsettur meðan aðrir virðist sleppa með mun hærri skuldir á bakinu. „Þetta verður leyst og vélin er að losna úr prísundinni núna á eftir. Við fáum að taka vélina til okkar og klára þá vinnu sem var í gangi,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, um kyrrsetninguna sem Fréttablaðið greindi fyrst frá í gær. Hann segir kyrrsetninguna vissulega hafa komið sér illa en helst vegna þess að félagið er með erlenda sérfræðinga á landinu sem ætluðu að þjálfa starfsmenn Ernis í viðhaldi hennar og umgengni. Ekki hafi staðið til að fljúga henni fyrr en í sumar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nemur skuld Ernis við Isavia vegna ógreiddra notenda- og flugleiðsögugjalda innanlands 98 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var ekki tilviljun að nýja vélin, sem ekki er í áætlunarflugi, varð fyrir valinu enda úrræðið ekki hugsað til að lama starfsemi flugfélagsins. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í Fréttablaðinu að Ernir þyrfti að gera upp skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir henni til að losa vélina. Hörður segir skuldamálin vera í ferli. „Það ferli er búið að taka nokkra mánuði. Þetta er lítil skuld, en auðvitað stór fyrir lítið fyrirtæki, en það eru önnur fyrirtæki sem skulda milljarða og er ekki búið að stoppa,“ segir Hörður og kveðst þar vísa til frétta af skuldum WOW air við Isavia sem Morgunblaðið greindi frá á dögunum. WOW air hefur aftur á móti vísað því á bug að hafa skuldað Isavia yfir tvo milljarða líkt og fullyrt var. „Það mátti ekki stoppa þá. Þá myndi krónan falla um 13 prósent og öll ferðaþjónustan færi á hliðina, sagði í fréttum. En það er líka ferðaþjónusta á landsbyggðinni og við erum að aðstoða hana með því að koma til hennar farþegum og fólki um allt land,“ segir Hörður.Frá kyrrsetningaraðgerðum Isavia á Reykjavíkurflugvelli. Fréttablaðið/StefánHann segir of mikla þjónustulund hafa sligað félagið. „Sannleikurinn er sá að við vorum með of mikla þjónustulund. Við keyrðum of margar ferðir á þessa staði og náðum ekki upp þeirri sætanýtingu sem við hefðum þurft sem gerði það að verkum að það varð of dýrt að halda úti vetrarsamgöngum.“ Kyrrsetning vélar, líkt og á þriðjudag, er lokaúrræði hjá Isavia en samkvæmt upplýsingum frá félaginu var þetta í þriðja skipti sem þessu úrræði er beitt. Síðast var það í október 2017 þegar vél þýska flugfélagsins Air Berlin var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna umtalsverðra vanskila eins og það var kallað. Var vélinni haldið í um tíu daga. Fyrsta kyrrsetning af hálfu Isavia var í október 2012, þegar vél tékknesks flugfélags, Holiday Czech Airlines, á vegum Iceland Express var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna ógreiddra lendingargjalda, aðeins nokkrum dögum áður en rekstur Iceland Express var seldur WOW air. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. 10. janúar 2019 19:30 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Kyrrsetning Isavia á Dornier-skrúfuþotu flugfélagsins Ernis á þriðjudag vegna skulda var þriðja skiptið sem félagið beitir því úrræði. Eigandi Ernis kvaðst hafa fengið aðgang að flugvélinni aftur í gær en að uppgjör væri í ferli. Gagnrýnir að vera kyrrsettur meðan aðrir virðist sleppa með mun hærri skuldir á bakinu. „Þetta verður leyst og vélin er að losna úr prísundinni núna á eftir. Við fáum að taka vélina til okkar og klára þá vinnu sem var í gangi,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, um kyrrsetninguna sem Fréttablaðið greindi fyrst frá í gær. Hann segir kyrrsetninguna vissulega hafa komið sér illa en helst vegna þess að félagið er með erlenda sérfræðinga á landinu sem ætluðu að þjálfa starfsmenn Ernis í viðhaldi hennar og umgengni. Ekki hafi staðið til að fljúga henni fyrr en í sumar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nemur skuld Ernis við Isavia vegna ógreiddra notenda- og flugleiðsögugjalda innanlands 98 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var ekki tilviljun að nýja vélin, sem ekki er í áætlunarflugi, varð fyrir valinu enda úrræðið ekki hugsað til að lama starfsemi flugfélagsins. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í Fréttablaðinu að Ernir þyrfti að gera upp skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir henni til að losa vélina. Hörður segir skuldamálin vera í ferli. „Það ferli er búið að taka nokkra mánuði. Þetta er lítil skuld, en auðvitað stór fyrir lítið fyrirtæki, en það eru önnur fyrirtæki sem skulda milljarða og er ekki búið að stoppa,“ segir Hörður og kveðst þar vísa til frétta af skuldum WOW air við Isavia sem Morgunblaðið greindi frá á dögunum. WOW air hefur aftur á móti vísað því á bug að hafa skuldað Isavia yfir tvo milljarða líkt og fullyrt var. „Það mátti ekki stoppa þá. Þá myndi krónan falla um 13 prósent og öll ferðaþjónustan færi á hliðina, sagði í fréttum. En það er líka ferðaþjónusta á landsbyggðinni og við erum að aðstoða hana með því að koma til hennar farþegum og fólki um allt land,“ segir Hörður.Frá kyrrsetningaraðgerðum Isavia á Reykjavíkurflugvelli. Fréttablaðið/StefánHann segir of mikla þjónustulund hafa sligað félagið. „Sannleikurinn er sá að við vorum með of mikla þjónustulund. Við keyrðum of margar ferðir á þessa staði og náðum ekki upp þeirri sætanýtingu sem við hefðum þurft sem gerði það að verkum að það varð of dýrt að halda úti vetrarsamgöngum.“ Kyrrsetning vélar, líkt og á þriðjudag, er lokaúrræði hjá Isavia en samkvæmt upplýsingum frá félaginu var þetta í þriðja skipti sem þessu úrræði er beitt. Síðast var það í október 2017 þegar vél þýska flugfélagsins Air Berlin var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna umtalsverðra vanskila eins og það var kallað. Var vélinni haldið í um tíu daga. Fyrsta kyrrsetning af hálfu Isavia var í október 2012, þegar vél tékknesks flugfélags, Holiday Czech Airlines, á vegum Iceland Express var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna ógreiddra lendingargjalda, aðeins nokkrum dögum áður en rekstur Iceland Express var seldur WOW air.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. 10. janúar 2019 19:30 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. 10. janúar 2019 19:30
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00