Fjórðungur afplánar refsidóma utan veggja fangelsa hérlendis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. janúar 2019 06:00 Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að fangelsið á Hólmsheiði verði tekið í fulla notkun á árinu. Fréttablaðið/Anton Brink Rétt tæplega fjórðungur afplánunarfanga afplánaði dóma utan fangelsa í fyrra en hlutfall þeirra hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum vegna aukinna áherslna á afplánunarúrræði utan fangelsa eins og rafrænt eftirlit og samfélagsþjónustu. Þetta sýna tölur sem Fréttablaðið aflaði hjá Fangelsismálastofnun. „Að okkar mati er mikilvægt að loka einstaklinga eins stutt og mögulegt er inni í lokuðum fangelsum og að fangar fari þaðan í opin fangelsi, þá á áfangaheimili og loks ljúki þeir afplánun heima hjá sér með ökklaband,“ segir Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir það auka líkur á að einstaklingar aðlagist samfélaginu hægt en örugglega og geti frekar fótað sig eftir að afplánun lýkur. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið dregið úr fjölda þeirra sem bíða afplánunar og raunar hefur fjölgað jafnt og þétt á boðunarlista Fangelsismálastofnunar þannig að listinn nánast tvöfaldaðist á árunum 2010 til 2017 og fór úr 300 í 570 manns. Nokkuð fækkaði á boðunarlistanum árið 2018 í fyrsta skipti í áratug en í lok árs voru 536 á listanum. Aðspurður segir Páll að þótt rýmum í fangelsum hafi fjölgað er nýtt fangelsi var tekið í notkun árið 2016, segi það ekki alla söguna. „Í Hegningarhúsinu og Kópavogsfangelsinu voru alls 24 rými en þau eru 56 í nýju fangelsi á Hólmsheiði. Það er þó háð fjárveitingum hve mörg rými Fangelsismálastofnun getur nýtt á hverjum tíma í fangelsum landsins. Fangelsið á Hólmsheiði á að komast í fulla notkun á þessu ári.“Fleiri í gæsluvarðhaldi Þeim sem sitja í gæsluvarðhaldi á degi hverjum hefur fjölgað um 45 prósent á undanförnum fjórum árum og farið úr 17,5 á árunum 2015 og 2016 upp í 25 á dag að meðaltali á árunum 2016 og 2017. „Ég myndi halda að þetta sé bundið við einstök mál, þau hafa verið þung síðustu tvö ár og verða sífellt þyngri og flóknari,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vísar sérstaklega til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. Alda tekur þó fram að um getgátur sé að ræða, byggðar á hennar reynslu. Lögregluyfirvöld í hverju umdæmi og aðrir handhafar ákæruvalds beina kröfum til dómstóla um gæsluvarðhald yfir fólki. Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hefur verið tiltölulega stöðugur frá árinu 2008 og oftast á bilinu 15 til 20 fangar í gæsluvarðhaldi. Fjöldinn fór hins vegar upp í 24,1 að meðaltali á dag árið 2017 og upp í 25,7 í fyrra. Aðspurð segist Alda ekki telja þessa aukningu tilkomna vegna breyttra áherslna í málum sem varða heimilisofbeldi og kynferðisbrot þótt þar kunni að vera einhver aukning, en áherslubreyting í þeim málaflokki kom til nokkrum árum fyrir aukninguna. Að sögn Öldu er fjölgun í gæsluvarðhaldskröfum hjá embættinu á Suðurnesjum í takt við þessa aukningu en þar voru 139 kröfur um gæsluvarðhald gerðar í fyrra, samanborið við 98 kröfur árið 2016. Á móti þessari fjölgun kemur að hlutfall gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun hefur lækkað jafnt og þétt á undanförnum áratug og farið úr tæpum þrjátíu prósentum árið 2008 niður í rúm tíu prósent í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Rétt tæplega fjórðungur afplánunarfanga afplánaði dóma utan fangelsa í fyrra en hlutfall þeirra hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum vegna aukinna áherslna á afplánunarúrræði utan fangelsa eins og rafrænt eftirlit og samfélagsþjónustu. Þetta sýna tölur sem Fréttablaðið aflaði hjá Fangelsismálastofnun. „Að okkar mati er mikilvægt að loka einstaklinga eins stutt og mögulegt er inni í lokuðum fangelsum og að fangar fari þaðan í opin fangelsi, þá á áfangaheimili og loks ljúki þeir afplánun heima hjá sér með ökklaband,“ segir Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir það auka líkur á að einstaklingar aðlagist samfélaginu hægt en örugglega og geti frekar fótað sig eftir að afplánun lýkur. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið dregið úr fjölda þeirra sem bíða afplánunar og raunar hefur fjölgað jafnt og þétt á boðunarlista Fangelsismálastofnunar þannig að listinn nánast tvöfaldaðist á árunum 2010 til 2017 og fór úr 300 í 570 manns. Nokkuð fækkaði á boðunarlistanum árið 2018 í fyrsta skipti í áratug en í lok árs voru 536 á listanum. Aðspurður segir Páll að þótt rýmum í fangelsum hafi fjölgað er nýtt fangelsi var tekið í notkun árið 2016, segi það ekki alla söguna. „Í Hegningarhúsinu og Kópavogsfangelsinu voru alls 24 rými en þau eru 56 í nýju fangelsi á Hólmsheiði. Það er þó háð fjárveitingum hve mörg rými Fangelsismálastofnun getur nýtt á hverjum tíma í fangelsum landsins. Fangelsið á Hólmsheiði á að komast í fulla notkun á þessu ári.“Fleiri í gæsluvarðhaldi Þeim sem sitja í gæsluvarðhaldi á degi hverjum hefur fjölgað um 45 prósent á undanförnum fjórum árum og farið úr 17,5 á árunum 2015 og 2016 upp í 25 á dag að meðaltali á árunum 2016 og 2017. „Ég myndi halda að þetta sé bundið við einstök mál, þau hafa verið þung síðustu tvö ár og verða sífellt þyngri og flóknari,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vísar sérstaklega til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. Alda tekur þó fram að um getgátur sé að ræða, byggðar á hennar reynslu. Lögregluyfirvöld í hverju umdæmi og aðrir handhafar ákæruvalds beina kröfum til dómstóla um gæsluvarðhald yfir fólki. Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hefur verið tiltölulega stöðugur frá árinu 2008 og oftast á bilinu 15 til 20 fangar í gæsluvarðhaldi. Fjöldinn fór hins vegar upp í 24,1 að meðaltali á dag árið 2017 og upp í 25,7 í fyrra. Aðspurð segist Alda ekki telja þessa aukningu tilkomna vegna breyttra áherslna í málum sem varða heimilisofbeldi og kynferðisbrot þótt þar kunni að vera einhver aukning, en áherslubreyting í þeim málaflokki kom til nokkrum árum fyrir aukninguna. Að sögn Öldu er fjölgun í gæsluvarðhaldskröfum hjá embættinu á Suðurnesjum í takt við þessa aukningu en þar voru 139 kröfur um gæsluvarðhald gerðar í fyrra, samanborið við 98 kröfur árið 2016. Á móti þessari fjölgun kemur að hlutfall gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun hefur lækkað jafnt og þétt á undanförnum áratug og farið úr tæpum þrjátíu prósentum árið 2008 niður í rúm tíu prósent í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira