Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 09:00 Artur Pawel Wisocki í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki er sakaður um að hafa ráðist með grófum hætti á dyravörð. Árásin vakti mikla athygli síðastliðið sumar þegar ráðist var á dyravörð við fyrrnefndan næturklúbb í Austurstræti. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega. Artur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn fyrir utan næturklúbbinn Shooters í Austurstræti sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina.Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkJátar hnefahögg en neitar öðru Artur hefur játað að hafa reitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan. Hrinti hann honum þannig að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls.Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirÖnnur árás á sama stað sama kvöld Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00 Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki er sakaður um að hafa ráðist með grófum hætti á dyravörð. Árásin vakti mikla athygli síðastliðið sumar þegar ráðist var á dyravörð við fyrrnefndan næturklúbb í Austurstræti. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega. Artur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn fyrir utan næturklúbbinn Shooters í Austurstræti sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina.Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkJátar hnefahögg en neitar öðru Artur hefur játað að hafa reitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan. Hrinti hann honum þannig að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls.Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirÖnnur árás á sama stað sama kvöld Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00 Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00
Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36