Sigurður Ragnar sækir um stóra stöðu í Singapúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 12:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Vísir/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Kína, stefnir á frekari ævintýri í Asíu ef marka má fréttir frá Singapúr. Sigurður Ragnar hefur nefnilega sótt um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Singapúr en Siggi Raggi talar um starfið í viðtali við The Straits Times sem er stærsta blaðið í Singapúr. Sigurður talar þar meðal annars um það að Ísland og velgengni landsliða okkar geti verið fyrirmynd fyrir land eins og Singapúr. Ísland telur 350 þúsund og hefur farið með bæði karla- og kvennalandsliðið á fleira en eitt stórmót á síðustu árum en 5,6 milljónir búa í Singapúr. Belginn Michael Sablon hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Singapúr í lok desember en þessi 71 árs gamli Belgi hafði verið í starfinu síðan í apríl 2015 eða í tvö og hálft ár. Landsliðum Singapúr hafði gengið illa í mörgum aldursflokkum og umræða hafði verið um framtíð Sablon þegar hann hætti. Nú horfi menn til framtíðar hjá knattspyrnusambandi Singapúr og vilja fá mann með sterka framtíðarsýn. Knattspyrnusamband Singapúr var stofnað fyrir 127 árum síðan en það fékk þó ekki inngöngu í FIFA fyrr en árið 1952. Singapúr hefur aldrei komist á HM og bara einu sinni í Asíubikarinn en það var árið 1984. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var síðast með kvennalandslið Kína frá 2017 til 2018 en hann hætti í maí 2018 þegar kínverska knattspyrnusambandið ákvað að endurnýja ekki samning hans. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í sjö ár frá 2006 til 2013 og eftir það hafði hann þjálfað karlalið ÍBV, verið astoðarþjálfari Lilleström og þjálfari kínverska kvennaliðsins Jiangsu Suning sem hann gerði að bikarmeisturum 2017. Fótbolti Singapúr Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Kína, stefnir á frekari ævintýri í Asíu ef marka má fréttir frá Singapúr. Sigurður Ragnar hefur nefnilega sótt um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Singapúr en Siggi Raggi talar um starfið í viðtali við The Straits Times sem er stærsta blaðið í Singapúr. Sigurður talar þar meðal annars um það að Ísland og velgengni landsliða okkar geti verið fyrirmynd fyrir land eins og Singapúr. Ísland telur 350 þúsund og hefur farið með bæði karla- og kvennalandsliðið á fleira en eitt stórmót á síðustu árum en 5,6 milljónir búa í Singapúr. Belginn Michael Sablon hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Singapúr í lok desember en þessi 71 árs gamli Belgi hafði verið í starfinu síðan í apríl 2015 eða í tvö og hálft ár. Landsliðum Singapúr hafði gengið illa í mörgum aldursflokkum og umræða hafði verið um framtíð Sablon þegar hann hætti. Nú horfi menn til framtíðar hjá knattspyrnusambandi Singapúr og vilja fá mann með sterka framtíðarsýn. Knattspyrnusamband Singapúr var stofnað fyrir 127 árum síðan en það fékk þó ekki inngöngu í FIFA fyrr en árið 1952. Singapúr hefur aldrei komist á HM og bara einu sinni í Asíubikarinn en það var árið 1984. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var síðast með kvennalandslið Kína frá 2017 til 2018 en hann hætti í maí 2018 þegar kínverska knattspyrnusambandið ákvað að endurnýja ekki samning hans. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í sjö ár frá 2006 til 2013 og eftir það hafði hann þjálfað karlalið ÍBV, verið astoðarþjálfari Lilleström og þjálfari kínverska kvennaliðsins Jiangsu Suning sem hann gerði að bikarmeisturum 2017.
Fótbolti Singapúr Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira