Bubbi feginn að enginn eigi að leika hann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2019 19:00 Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. Vinnuheiti söngleiksins er Níu líf-sögur af landi en Ólafur Egill Egilsson er handritshöfundur. Hann ætlar að tengja saman tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar við síðustu áratugi. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segir von á fyrsta uppkasti söngleiksins bráðlega en hugmyndin að verkinu fæddist í samstarfi við Ólaf Egil. „Saga Bubba er samofin sögu þjóðarinnar síðastliðin 40 ár. Þetta er nálgun sem við vildum fara af stað með,“ segir Kristín. Hún segir eftir að ákveða hvort að Bubbi sjálfur taki þátt í sýningunni. Tónlistamaðurinn segir að það sé alveg möguleiki. „Það væri rosa gaman að fá að spila svona eins og eitt lag. Ég var hins vegar afar feginn þegar ég heyrði að það ætti enginn að leika mig, það yrði alltof mikil klisja,“ segir Bubbi Morthens. Aðspurður um hvort hann hefði verið samþykkur slíkri sýningu á þeim árum sem hann var pönkari svarar Bubbi. „Svona söngleikur hefði ekki verið til umræðu hjá mér á þeim árum. Því þegar Bubbi var pönkari var annað líf, önnur tilvera og önnur vídd. Það eru mörg líf í einu lífi og ég er búinn að lifa svo mörg líf í þessu lífi að það er ekki fræðilegur möguleiki að setja sig þangað,“ segir Bubbi. Hann segist vera á mjög góðum stað í dag. „Ég er þakklátur og finnst stórkostlegt að vera lifandi. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að draga andann, girða sig vel og reima skóna,“ segir Bubbi sposkur á svip. Bubbi er fullur tilhlökkunar fyrir ferlinu framundan og frumsýningu söngleiksins sem er áætluð eftir um það bil ár. „Þetta er eins og að fara í laxveiði þú veist ekki hvað er í hylnum en þetta er alveg geggjað og þú ert með væntingar um að það sé 30 pundari væntanlegur“ segir Bubbi að lokum. Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. Vinnuheiti söngleiksins er Níu líf-sögur af landi en Ólafur Egill Egilsson er handritshöfundur. Hann ætlar að tengja saman tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar við síðustu áratugi. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segir von á fyrsta uppkasti söngleiksins bráðlega en hugmyndin að verkinu fæddist í samstarfi við Ólaf Egil. „Saga Bubba er samofin sögu þjóðarinnar síðastliðin 40 ár. Þetta er nálgun sem við vildum fara af stað með,“ segir Kristín. Hún segir eftir að ákveða hvort að Bubbi sjálfur taki þátt í sýningunni. Tónlistamaðurinn segir að það sé alveg möguleiki. „Það væri rosa gaman að fá að spila svona eins og eitt lag. Ég var hins vegar afar feginn þegar ég heyrði að það ætti enginn að leika mig, það yrði alltof mikil klisja,“ segir Bubbi Morthens. Aðspurður um hvort hann hefði verið samþykkur slíkri sýningu á þeim árum sem hann var pönkari svarar Bubbi. „Svona söngleikur hefði ekki verið til umræðu hjá mér á þeim árum. Því þegar Bubbi var pönkari var annað líf, önnur tilvera og önnur vídd. Það eru mörg líf í einu lífi og ég er búinn að lifa svo mörg líf í þessu lífi að það er ekki fræðilegur möguleiki að setja sig þangað,“ segir Bubbi. Hann segist vera á mjög góðum stað í dag. „Ég er þakklátur og finnst stórkostlegt að vera lifandi. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að draga andann, girða sig vel og reima skóna,“ segir Bubbi sposkur á svip. Bubbi er fullur tilhlökkunar fyrir ferlinu framundan og frumsýningu söngleiksins sem er áætluð eftir um það bil ár. „Þetta er eins og að fara í laxveiði þú veist ekki hvað er í hylnum en þetta er alveg geggjað og þú ert með væntingar um að það sé 30 pundari væntanlegur“ segir Bubbi að lokum.
Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið