Gríðarleg uppbygging íbúðarhúsnæðis áætluð á Suðurlandsbraut Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2019 19:00 Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. Fasteignafélagið Reitir hyggst byggja að lágmarki 45.000 fermetra á lóðinni við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31. Borgarstjóri og forstjóri Reita skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbygginguna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verkefnið tengjast borgarlínu beint. „Hérna beint fyrir utan verður Borgarlínustöð samkvæmt hugmyndum um verkefnið. Við sjáum fyrir okkur að það verði þróunarás frá Hlemmi að Suðurlandsbraut, Skeifu og Ártúnshöfða þar sem muni fjölga íbúðum á spennandi stöðum en Borgarlínan verður beintengd við svæðið,“ segir Dagur. Arkitektar verða fengnir til að endurskoða deiliskipulag fyrir svæðið að sögn Dags. „Það er stefnt að því að framkvæmdir hefjist innan við tveimur árum eftir að framkvæmdir liggja fyrir. Vonir mínar eru að þessi uppbygging fari af stað á næstu misserum,“ segir Dagur. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að áætlað sé að byggingarkostnaður á hvern fermetra sé um þrjúhundruð og fimmtíu þúsund krónur og því má ætla að kostnaðurinn við uppbygginguna verði tæpir sextán milljarða króna. „Þetta er gríðarmikil fjárfesting en hún er ætluð til langstíma,“ segir Guðjón. Fimmtán prósent íbúða á lóðinni verða leiguíbúðir, íbúðir Félagsbústaða og eða búseturéttaríbúðir en eftir á að ákveða til hvaða annarra markhópa verður höfðað með restina. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. Fasteignafélagið Reitir hyggst byggja að lágmarki 45.000 fermetra á lóðinni við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31. Borgarstjóri og forstjóri Reita skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbygginguna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verkefnið tengjast borgarlínu beint. „Hérna beint fyrir utan verður Borgarlínustöð samkvæmt hugmyndum um verkefnið. Við sjáum fyrir okkur að það verði þróunarás frá Hlemmi að Suðurlandsbraut, Skeifu og Ártúnshöfða þar sem muni fjölga íbúðum á spennandi stöðum en Borgarlínan verður beintengd við svæðið,“ segir Dagur. Arkitektar verða fengnir til að endurskoða deiliskipulag fyrir svæðið að sögn Dags. „Það er stefnt að því að framkvæmdir hefjist innan við tveimur árum eftir að framkvæmdir liggja fyrir. Vonir mínar eru að þessi uppbygging fari af stað á næstu misserum,“ segir Dagur. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að áætlað sé að byggingarkostnaður á hvern fermetra sé um þrjúhundruð og fimmtíu þúsund krónur og því má ætla að kostnaðurinn við uppbygginguna verði tæpir sextán milljarða króna. „Þetta er gríðarmikil fjárfesting en hún er ætluð til langstíma,“ segir Guðjón. Fimmtán prósent íbúða á lóðinni verða leiguíbúðir, íbúðir Félagsbústaða og eða búseturéttaríbúðir en eftir á að ákveða til hvaða annarra markhópa verður höfðað með restina.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira