Dómurinn staðfestur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. janúar 2019 10:15 Wa Lone eftir dómsuppkvaðningu í september. Nordicphotos/AFP Áfrýjunardómstóll í Mjanmar hafnaði því í gær að snúa við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamönnum Reuters sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Dómari sagði ekki næg sönnunargögn hafa verið lögð fram sem sýndu fram á sakleysi þeirra. „Refsingin sem þið hafið nú þegar fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing dómari. Blaðamennirnir geta þó áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar í höfuðborginni Naypyitaw. Félagarnir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din í Rakhine-ríki þar sem hermenn og almennir borgarar eru sagðir hafa myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið, sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir, var liður í ofsóknum hersins gegn Róhingjum. Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn blaðamannanna áherslu á að lögreglan hafi leitt blaðamennina í gildru og að sönnunargögnin fyrir því að glæpur hafi verið framinn væru lítil. Einnig hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt sönnunarbyrðina á verjendur en ekki saksóknara. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður áfrýjunardómstólsins væri enn eitt dæmið um það óréttlæti sem Lone og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af einfaldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga niður í þeim,“ sagði Adler. Ritstjórinn bætti því svo við að blaðamennska ætti aldrei að vera glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar teldist ekki neitt á meðan blaðamennirnir tveir væru í fangelsi og tilvist réttarríkis væri vafaatriði. Vesturlönd brugðust illa við ákvörðuninni í gær. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði að hún ylli vonbrigðum og í tilkynningu sagði að Bandaríkin efuðust um tjáningarfrelsið í landinu. „Við munum halda áfram að tala fyrir réttlátri lausn þessara hugrökku blaðamanna.“ Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu eftir því að Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skærist í leikinn og skoðaði hvort blaðamennirnir hefðu fengið sanngjarna og réttláta málsmeðferð. „Við hvetjum Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort málsmeðferðin hafi verið sanngjörn og að viðurkenna, sem manneskja er barðist fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti ekki að standa á sama um framtíð þessara tveggja hugrökku blaðamanna,“ sagði Jeremy Hunt utanríkisráðherra við BBC. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Fjórtán staðfest dauðsföll en frásagnir af mun fleirum Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Mjanmar hafnaði því í gær að snúa við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamönnum Reuters sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Dómari sagði ekki næg sönnunargögn hafa verið lögð fram sem sýndu fram á sakleysi þeirra. „Refsingin sem þið hafið nú þegar fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing dómari. Blaðamennirnir geta þó áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar í höfuðborginni Naypyitaw. Félagarnir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din í Rakhine-ríki þar sem hermenn og almennir borgarar eru sagðir hafa myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið, sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir, var liður í ofsóknum hersins gegn Róhingjum. Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn blaðamannanna áherslu á að lögreglan hafi leitt blaðamennina í gildru og að sönnunargögnin fyrir því að glæpur hafi verið framinn væru lítil. Einnig hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt sönnunarbyrðina á verjendur en ekki saksóknara. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður áfrýjunardómstólsins væri enn eitt dæmið um það óréttlæti sem Lone og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af einfaldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga niður í þeim,“ sagði Adler. Ritstjórinn bætti því svo við að blaðamennska ætti aldrei að vera glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar teldist ekki neitt á meðan blaðamennirnir tveir væru í fangelsi og tilvist réttarríkis væri vafaatriði. Vesturlönd brugðust illa við ákvörðuninni í gær. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði að hún ylli vonbrigðum og í tilkynningu sagði að Bandaríkin efuðust um tjáningarfrelsið í landinu. „Við munum halda áfram að tala fyrir réttlátri lausn þessara hugrökku blaðamanna.“ Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu eftir því að Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skærist í leikinn og skoðaði hvort blaðamennirnir hefðu fengið sanngjarna og réttláta málsmeðferð. „Við hvetjum Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort málsmeðferðin hafi verið sanngjörn og að viðurkenna, sem manneskja er barðist fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti ekki að standa á sama um framtíð þessara tveggja hugrökku blaðamanna,“ sagði Jeremy Hunt utanríkisráðherra við BBC.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Fjórtán staðfest dauðsföll en frásagnir af mun fleirum Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira