Komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 19:45 Maður sem komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi við Grandagarð í gær missti nær allar eigur sínar í brunanum. Hann hefur búið í hjólhýsinu í fjórtán ár og segir brunann mikið áfall. Á fimmta tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um bruna í hjólhýsi og bíl. Var umferð lokað um svæðið og hröðuðu slökkviliðsbílar sér á vettvang. Eigandi hjólhýsisins var inni í því þegar eldur blossaði upp, en hjólhýsið hefur verið heimili hans í 14 ár.Haukur Tómasson hefur búið í hjólhýsinu í 14 árSkjáskot úr frétt„Rafmagnið fór af og þá blossaði eldur fyrir aftan mig. Það kviknaði út frá rafmagni, það var ekkert annað,“ sagði Haukur Tómasson, eigandi hjólhýsisins. Haukur sat í rólegheitum og horfði á enska boltann þegar eldurinn blossaði upp fyrir aftan hann. Hann sagðist vera heppinn að hafa náð að hraða sér út því skömmu seinna fuðraði hjólhýsið upp. Sem betur fer komst Haukur í tæka tíð út úr hjólhýsinu. Þó reyndi hann að skríða aftur inn til að bjarga eigum sínum en varð fljótt ljóst að sú tilraun yrði ekki líkleg til árangurs, því í sömu andrá var hjólhýsið orðið alelda. Það eina sem bjargaðist voru bíllyklar sem fyrir einskæra hepppni voru í buxnavasa Hauks. „Það fór allt saman, allir lyklar. Það fór allt. Ég hafði ekki tíma til að koma eignum í burtu. Ég ætlaði inn aftur en það var ekki séns,“ sagði Haukur. Slysavarnarfélagið lánaði Hauki föt til að klæðast og fékk hann lánað greiðslukort til að verða sér úti um lyf þar sem allar eigur Hauks urðu eldinum að bráð.Hvað tekur við? „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að átta mig á því enn hvað ég geri. Þetta var mikið áfall, geysilega mikið áfall,“ sagði Haukur. Slökkvilið Tengdar fréttir Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43 Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Maður sem komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi við Grandagarð í gær missti nær allar eigur sínar í brunanum. Hann hefur búið í hjólhýsinu í fjórtán ár og segir brunann mikið áfall. Á fimmta tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um bruna í hjólhýsi og bíl. Var umferð lokað um svæðið og hröðuðu slökkviliðsbílar sér á vettvang. Eigandi hjólhýsisins var inni í því þegar eldur blossaði upp, en hjólhýsið hefur verið heimili hans í 14 ár.Haukur Tómasson hefur búið í hjólhýsinu í 14 árSkjáskot úr frétt„Rafmagnið fór af og þá blossaði eldur fyrir aftan mig. Það kviknaði út frá rafmagni, það var ekkert annað,“ sagði Haukur Tómasson, eigandi hjólhýsisins. Haukur sat í rólegheitum og horfði á enska boltann þegar eldurinn blossaði upp fyrir aftan hann. Hann sagðist vera heppinn að hafa náð að hraða sér út því skömmu seinna fuðraði hjólhýsið upp. Sem betur fer komst Haukur í tæka tíð út úr hjólhýsinu. Þó reyndi hann að skríða aftur inn til að bjarga eigum sínum en varð fljótt ljóst að sú tilraun yrði ekki líkleg til árangurs, því í sömu andrá var hjólhýsið orðið alelda. Það eina sem bjargaðist voru bíllyklar sem fyrir einskæra hepppni voru í buxnavasa Hauks. „Það fór allt saman, allir lyklar. Það fór allt. Ég hafði ekki tíma til að koma eignum í burtu. Ég ætlaði inn aftur en það var ekki séns,“ sagði Haukur. Slysavarnarfélagið lánaði Hauki föt til að klæðast og fékk hann lánað greiðslukort til að verða sér úti um lyf þar sem allar eigur Hauks urðu eldinum að bráð.Hvað tekur við? „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að átta mig á því enn hvað ég geri. Þetta var mikið áfall, geysilega mikið áfall,“ sagði Haukur.
Slökkvilið Tengdar fréttir Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43 Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43
Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33
Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07