„Mennska Ken-dúkkan“ sögð verða fulltrúi San Marínó í Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 21:58 Rodrigo Alves hefur gengist undir fjölmargar lýtaaðgerðir til að fullkomna útlitið. Getty/Maria Moratti Rodrigo Alves, sem þekktastur er fyrir að líkjast Ken-dúkkunni frægu, hefur verið orðaður við þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi. Alves er sagður munu taka þátt í keppninni fyrir hönd San Marínó. Sanmarínóska ríkissjónvarpið SMRTV hefur ekki staðfest þátttöku Alves en orðrómar þess efnis hafa þó verið nokkuð þrálátir síðustu misseri, samkvæmt frétt Eurovision-vefsíðunnar ESC Bubble. Alves sjálfur virðist þó fullviss um þátttöku sína í keppninni ef marka má færslu sem hann birti á Instagram í dag. Þar hefur Alves skeytt saman mynd af sjálfum sér og opinberu merki San Marínó í Eurovision. Í texta við myndina lýsir Alves því yfir að „draumar rætist í raun og veru“ með hjálp kærleika, staðfestu og virðingar við náungann. View this post on InstagramDreams do come true !! With hard work, dedication, respect to one another and love we all can achieve our dreams ! #eurovision #rodrigoalves #sanmarino A post shared by Rodrigo Alves (@rodrigoalvesuk) on Jan 13, 2019 at 12:00pm PST Samkvæmt frétt ESC Bubble mun SMRTV tilkynna um þátttakandann sem orðið hefur fyrir valinu þann 21. janúar næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort Alves, betur þekktur undir nafninu „Mennska Ken-dúkkan“, stígi á svið í Tel Aviv í maí. Alves er fæddur í Brasilíu árið 1983 en öðlaðist frægð í Bretlandi fyrir sérkennilegt útlit sitt, sem hann hefur mótað eftir eigin höfði með hjálp lýtaaðgerða. Hann tók þátt í bresku raunveruleikaþáttaröðinni Celebrity Big Brother í fyrra en var rekinn úr þáttunum eftir að hann viðhafði orðalag þrungið kynþáttafordómum. San Marínó hefur tekið þátt í Eurovision síðan árið 2008 með hléum. Þar af hefur söngkonan Valentina Monetta tekið þátt fjórum sinnum. Eurovision Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Rodrigo Alves, sem þekktastur er fyrir að líkjast Ken-dúkkunni frægu, hefur verið orðaður við þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi. Alves er sagður munu taka þátt í keppninni fyrir hönd San Marínó. Sanmarínóska ríkissjónvarpið SMRTV hefur ekki staðfest þátttöku Alves en orðrómar þess efnis hafa þó verið nokkuð þrálátir síðustu misseri, samkvæmt frétt Eurovision-vefsíðunnar ESC Bubble. Alves sjálfur virðist þó fullviss um þátttöku sína í keppninni ef marka má færslu sem hann birti á Instagram í dag. Þar hefur Alves skeytt saman mynd af sjálfum sér og opinberu merki San Marínó í Eurovision. Í texta við myndina lýsir Alves því yfir að „draumar rætist í raun og veru“ með hjálp kærleika, staðfestu og virðingar við náungann. View this post on InstagramDreams do come true !! With hard work, dedication, respect to one another and love we all can achieve our dreams ! #eurovision #rodrigoalves #sanmarino A post shared by Rodrigo Alves (@rodrigoalvesuk) on Jan 13, 2019 at 12:00pm PST Samkvæmt frétt ESC Bubble mun SMRTV tilkynna um þátttakandann sem orðið hefur fyrir valinu þann 21. janúar næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort Alves, betur þekktur undir nafninu „Mennska Ken-dúkkan“, stígi á svið í Tel Aviv í maí. Alves er fæddur í Brasilíu árið 1983 en öðlaðist frægð í Bretlandi fyrir sérkennilegt útlit sitt, sem hann hefur mótað eftir eigin höfði með hjálp lýtaaðgerða. Hann tók þátt í bresku raunveruleikaþáttaröðinni Celebrity Big Brother í fyrra en var rekinn úr þáttunum eftir að hann viðhafði orðalag þrungið kynþáttafordómum. San Marínó hefur tekið þátt í Eurovision síðan árið 2008 með hléum. Þar af hefur söngkonan Valentina Monetta tekið þátt fjórum sinnum.
Eurovision Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira