Leita að góðum draugasögum fyrir nýjan þátt: "Verð ekki í Ghostbustersgalla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2019 10:30 Ragnar Eyþórsson og Pétur koma saman að þáttunum. vísir/vilhelm Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson munu síðar í vetur fara í loftið með nýjan sjónvarpsþátt á Stöð 2 og er um að ræða einskonar draugaþátt sem ekki hefur endanlega fengið nafn. Pétur verður í aðalhlutverki í þáttunum og Ragnar framleiðir. Nú leita þeir að góðum tökustöðum um land allt og hvetja landsmenn til að senda inn ábendingar um draugahús eða eyðibýli úti á landi þar sem Pétur getur gist yfir nótt. Fyrirkomulagið verður á þá leið að Pétur Jóhann mun gista með landsþekktum Íslendingi í draugahúsi yfir nótt og verður leitað að draugum. Ábendingar um skemmtilega tökustaði má senda á draugar@stod2.is og hefjast tökur í febrúar. Pétur mun styðjast við lýsingar landsmanna og þeirra sem senda inn ábendingar.Gera má ráð fyrir því að aðstæður verði sirka svona í þáttunum.vísir„Draugar eru ekki til, það er bara þannig fyrir mér,“ segir Pétur Jóhann. „Ég er mjög svona ónæmur maður á svona framhaldslíf og hef aldrei upplifað draugagang og eitthvað sem fólk telur vera yfirnáttúrulegt,“ segir Pétur og hlakkar nokkuð til verkefnisins. „Það er svolítið vegferðin sem ég er að fara í og spurning hvort ég eigi eftir að upplifa einhvern draugagang, í fyrsta sinn á ævinni.“ Pétur Jóhann segir að Ragnar Eyþórsson, framleiðandi, sé aftur á móti frekar næmur á svona hluti. „Ég fór að segja honum frá að mig langaði að gista á eyðibýli þar sem enginn er búinn að búa í mörg ár og helst að fólk hefði hrakist í burtu. Ég bara með svefnpoka og kertaljós. Það er það sem er að fara gerast, ég í eina nótt með gesti. Raggi telur sig hafa upplifað svona hluti en ég verð ekki í Ghostbustersgalla í þessum þáttum, eða líklega ekki,“ segir Pétur léttur að lokum. Bíó og sjónvarp Næturgestir Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson munu síðar í vetur fara í loftið með nýjan sjónvarpsþátt á Stöð 2 og er um að ræða einskonar draugaþátt sem ekki hefur endanlega fengið nafn. Pétur verður í aðalhlutverki í þáttunum og Ragnar framleiðir. Nú leita þeir að góðum tökustöðum um land allt og hvetja landsmenn til að senda inn ábendingar um draugahús eða eyðibýli úti á landi þar sem Pétur getur gist yfir nótt. Fyrirkomulagið verður á þá leið að Pétur Jóhann mun gista með landsþekktum Íslendingi í draugahúsi yfir nótt og verður leitað að draugum. Ábendingar um skemmtilega tökustaði má senda á draugar@stod2.is og hefjast tökur í febrúar. Pétur mun styðjast við lýsingar landsmanna og þeirra sem senda inn ábendingar.Gera má ráð fyrir því að aðstæður verði sirka svona í þáttunum.vísir„Draugar eru ekki til, það er bara þannig fyrir mér,“ segir Pétur Jóhann. „Ég er mjög svona ónæmur maður á svona framhaldslíf og hef aldrei upplifað draugagang og eitthvað sem fólk telur vera yfirnáttúrulegt,“ segir Pétur og hlakkar nokkuð til verkefnisins. „Það er svolítið vegferðin sem ég er að fara í og spurning hvort ég eigi eftir að upplifa einhvern draugagang, í fyrsta sinn á ævinni.“ Pétur Jóhann segir að Ragnar Eyþórsson, framleiðandi, sé aftur á móti frekar næmur á svona hluti. „Ég fór að segja honum frá að mig langaði að gista á eyðibýli þar sem enginn er búinn að búa í mörg ár og helst að fólk hefði hrakist í burtu. Ég bara með svefnpoka og kertaljós. Það er það sem er að fara gerast, ég í eina nótt með gesti. Raggi telur sig hafa upplifað svona hluti en ég verð ekki í Ghostbustersgalla í þessum þáttum, eða líklega ekki,“ segir Pétur léttur að lokum.
Bíó og sjónvarp Næturgestir Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira