Vinstriflokkurinn segist ekki ætla að greiða atkvæði með Löfven Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2019 12:05 Jonas Sjöstedt er formaður sænska Vinstriflokksins. Getty Jonas Sjöstedt, formaður sænska Vinstriflokksins, segir að flokkurinn muni ekki greiða atkvæði með því að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra landsins. Þetta þýðir að ekki er víst að nokkuð verði af ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir ætla sér að verja vantrausti. Greint var frá því um helgina að flokkarnir hafi náð saman um myndun nýrrar stjórnar. Sjöstedt greindi frá afstöðu sinni og Vinstriflokksins eftir fund hans og þingforsetans Andreas Norlén, en þingforsetinn fundar í dag með leiðtogum allra flokka. Búist er við að hann muni tilnefna einn þeirra, líklegast Löfven, sem næsta forsætisráðherra síðar í dag og mun þingið greiða atkvæði um hann á miðvikudag.Vinstriflokkurinn komist ekki á áhrifastöðu Í samstarfsyfirlýsingu Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra, sem birt var um helgina, er tekið fram að Vinstriflokkurinn skuli ekki hafa nein pólitísk áhrif á stefnu stjórnarinnar á kjörtímabilinu. Sjöstedt segist hins vegar ekki geta sætt sig við slíkt og mun flokkurinn því greiða atkvæði gegn Löfven.Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins.EPA/HENRIK MONTGOMERYMöguleg ríkisstjórn Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra er ekki með meirihluta á þingi og yrði því háð því að aðrir flokkar myndi verja hana vantrausti. Ólíklegt er að sá stuðningur kæmi frá hægrivængnum og þyrfti hún því að treysta á þingmenn Vinstriflokksins.Til í frekari viðræður Sjöstedt segist opinn fyrir því að semja frekar við Löfven til að tryggja einhvers konar áhrif Vinstriflokksins og segist Löfven sömuleiðis vera reiðubúinn til viðræðna við Vinstriflokkinn. Segir Löfven að Vinstriflokkurinn yrði ekki settur í sama flokk og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum. Miðflokkurinn og Frjálslyndir hafa lagt áherslu á að tryggja að Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn – flokkarnir yst á hægri/vinstriás stjórnmálanna – komist ekki í áhrifastöðu við myndun nýrrar stjórnar. 127 dagar eru nú liðnir frá kosningunum í Svíþjóð. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Jonas Sjöstedt, formaður sænska Vinstriflokksins, segir að flokkurinn muni ekki greiða atkvæði með því að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra landsins. Þetta þýðir að ekki er víst að nokkuð verði af ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir ætla sér að verja vantrausti. Greint var frá því um helgina að flokkarnir hafi náð saman um myndun nýrrar stjórnar. Sjöstedt greindi frá afstöðu sinni og Vinstriflokksins eftir fund hans og þingforsetans Andreas Norlén, en þingforsetinn fundar í dag með leiðtogum allra flokka. Búist er við að hann muni tilnefna einn þeirra, líklegast Löfven, sem næsta forsætisráðherra síðar í dag og mun þingið greiða atkvæði um hann á miðvikudag.Vinstriflokkurinn komist ekki á áhrifastöðu Í samstarfsyfirlýsingu Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra, sem birt var um helgina, er tekið fram að Vinstriflokkurinn skuli ekki hafa nein pólitísk áhrif á stefnu stjórnarinnar á kjörtímabilinu. Sjöstedt segist hins vegar ekki geta sætt sig við slíkt og mun flokkurinn því greiða atkvæði gegn Löfven.Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins.EPA/HENRIK MONTGOMERYMöguleg ríkisstjórn Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra er ekki með meirihluta á þingi og yrði því háð því að aðrir flokkar myndi verja hana vantrausti. Ólíklegt er að sá stuðningur kæmi frá hægrivængnum og þyrfti hún því að treysta á þingmenn Vinstriflokksins.Til í frekari viðræður Sjöstedt segist opinn fyrir því að semja frekar við Löfven til að tryggja einhvers konar áhrif Vinstriflokksins og segist Löfven sömuleiðis vera reiðubúinn til viðræðna við Vinstriflokkinn. Segir Löfven að Vinstriflokkurinn yrði ekki settur í sama flokk og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum. Miðflokkurinn og Frjálslyndir hafa lagt áherslu á að tryggja að Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn – flokkarnir yst á hægri/vinstriás stjórnmálanna – komist ekki í áhrifastöðu við myndun nýrrar stjórnar. 127 dagar eru nú liðnir frá kosningunum í Svíþjóð.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57