Vinstriflokkurinn segist ekki ætla að greiða atkvæði með Löfven Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2019 12:05 Jonas Sjöstedt er formaður sænska Vinstriflokksins. Getty Jonas Sjöstedt, formaður sænska Vinstriflokksins, segir að flokkurinn muni ekki greiða atkvæði með því að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra landsins. Þetta þýðir að ekki er víst að nokkuð verði af ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir ætla sér að verja vantrausti. Greint var frá því um helgina að flokkarnir hafi náð saman um myndun nýrrar stjórnar. Sjöstedt greindi frá afstöðu sinni og Vinstriflokksins eftir fund hans og þingforsetans Andreas Norlén, en þingforsetinn fundar í dag með leiðtogum allra flokka. Búist er við að hann muni tilnefna einn þeirra, líklegast Löfven, sem næsta forsætisráðherra síðar í dag og mun þingið greiða atkvæði um hann á miðvikudag.Vinstriflokkurinn komist ekki á áhrifastöðu Í samstarfsyfirlýsingu Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra, sem birt var um helgina, er tekið fram að Vinstriflokkurinn skuli ekki hafa nein pólitísk áhrif á stefnu stjórnarinnar á kjörtímabilinu. Sjöstedt segist hins vegar ekki geta sætt sig við slíkt og mun flokkurinn því greiða atkvæði gegn Löfven.Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins.EPA/HENRIK MONTGOMERYMöguleg ríkisstjórn Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra er ekki með meirihluta á þingi og yrði því háð því að aðrir flokkar myndi verja hana vantrausti. Ólíklegt er að sá stuðningur kæmi frá hægrivængnum og þyrfti hún því að treysta á þingmenn Vinstriflokksins.Til í frekari viðræður Sjöstedt segist opinn fyrir því að semja frekar við Löfven til að tryggja einhvers konar áhrif Vinstriflokksins og segist Löfven sömuleiðis vera reiðubúinn til viðræðna við Vinstriflokkinn. Segir Löfven að Vinstriflokkurinn yrði ekki settur í sama flokk og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum. Miðflokkurinn og Frjálslyndir hafa lagt áherslu á að tryggja að Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn – flokkarnir yst á hægri/vinstriás stjórnmálanna – komist ekki í áhrifastöðu við myndun nýrrar stjórnar. 127 dagar eru nú liðnir frá kosningunum í Svíþjóð. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Jonas Sjöstedt, formaður sænska Vinstriflokksins, segir að flokkurinn muni ekki greiða atkvæði með því að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra landsins. Þetta þýðir að ekki er víst að nokkuð verði af ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir ætla sér að verja vantrausti. Greint var frá því um helgina að flokkarnir hafi náð saman um myndun nýrrar stjórnar. Sjöstedt greindi frá afstöðu sinni og Vinstriflokksins eftir fund hans og þingforsetans Andreas Norlén, en þingforsetinn fundar í dag með leiðtogum allra flokka. Búist er við að hann muni tilnefna einn þeirra, líklegast Löfven, sem næsta forsætisráðherra síðar í dag og mun þingið greiða atkvæði um hann á miðvikudag.Vinstriflokkurinn komist ekki á áhrifastöðu Í samstarfsyfirlýsingu Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra, sem birt var um helgina, er tekið fram að Vinstriflokkurinn skuli ekki hafa nein pólitísk áhrif á stefnu stjórnarinnar á kjörtímabilinu. Sjöstedt segist hins vegar ekki geta sætt sig við slíkt og mun flokkurinn því greiða atkvæði gegn Löfven.Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins.EPA/HENRIK MONTGOMERYMöguleg ríkisstjórn Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra er ekki með meirihluta á þingi og yrði því háð því að aðrir flokkar myndi verja hana vantrausti. Ólíklegt er að sá stuðningur kæmi frá hægrivængnum og þyrfti hún því að treysta á þingmenn Vinstriflokksins.Til í frekari viðræður Sjöstedt segist opinn fyrir því að semja frekar við Löfven til að tryggja einhvers konar áhrif Vinstriflokksins og segist Löfven sömuleiðis vera reiðubúinn til viðræðna við Vinstriflokkinn. Segir Löfven að Vinstriflokkurinn yrði ekki settur í sama flokk og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum. Miðflokkurinn og Frjálslyndir hafa lagt áherslu á að tryggja að Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn – flokkarnir yst á hægri/vinstriás stjórnmálanna – komist ekki í áhrifastöðu við myndun nýrrar stjórnar. 127 dagar eru nú liðnir frá kosningunum í Svíþjóð.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57