Körfubolti

Keflavík upp að hlið KR á toppnum eftir sigur í Hólminum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brittanny Dinkins var iðin við stigaskorun að vanda
Brittanny Dinkins var iðin við stigaskorun að vanda Vísir/Bára
Keflavík vann sterkan útisigur á Snæfelli í uppgjöri liðanna sem sitja í öðru og þriðja sæti Domino's deildar kvenna í kvöld.

Liðin voru bæði með 22 stig, tveimur færri en topplið KR, fyrir leikinn í kvöld sem var sá fyrsti í 16. umferð.

Heimakonur í Snæfelli byrjuðu leikinn betur og leiddu með tveimur stigum eftir fyrsta leikhlutann. Þær komust mest upp í ellefu stiga forystu í öðrum leikhluta og var staðan 40-30 í hálfleik.

Snæfell byrjaði seinni hálfleikinn á að auka forskot sitt en Keflavíkurkonur kláruðu þriðja leikhluta á góðu áhlaupi og minnkuðu muninn niður í tvö stig fyrir loka fjórðunginn.

Um miðjan fjórða leikhluta náði Keflavík að jafna og taka svo forystuna. Leikurinn var æsi spennandi út síðasta fjórðunginn en Keflavík náði að halda á forskotinu og vann að lokum 78-82 sigur.

Keflvíkingar jafna þar með KR að stigum á toppi deildarinnar en KR á þó leik til góða.

Snæfell-Keflavík 78-82 (20-15, 22-15, 15-25, 21-27)

Snæfell:
Angelika Kowalska 27/5 fráköst, Kristen Denise McCarthy 25/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 6, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Katarina Matijevic 4/13 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3.

Keflavík: Brittanny Dinkins 41/14 fráköst/9 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 18, Bryndís Guðmundsdóttir 10/8 fráköst/8 stoðsendingar, Irena Sól Jónsdóttir 7/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, María Jónsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×