Tónlistarhátíð gegn skammdegisþunglyndi Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. janúar 2019 08:30 Stelpurnar í Cyber eru alltaf hressar og kátar, jafnvel þótt þær séu að fjalla um hrylling og skrifstofur. Það er gífurlega mikill janúar akkúrat núna og eins og allir vita eru janúar og febrúar leiðinlegustu mánuðir ársins; útgáfa á tónlist, bíómyndum og öðru afþreyingarefni liggur í dvala – janúar og febrúar eru kallaðir „dump months“ í kvikmyndaheiminum til dæmis því að þangað „dömpa“ framleiðslufyrirtækin slöppustu myndunum sínum. Blaðamenn sitja sveittir alla daga við að reyna að finna fréttir enda er þetta líka svokölluð gúrkutíð. Alvarlegra mál er svo að þetta plús veðurharkan og skammdegið hefur neikvæð áhrif á geðheilsu fólks. Red Bull á Íslandi veit þetta og efnir því til tónlistarhátíðar í byrjun febrúar á skemmtistaðnum Paloma – S.A.D. festival. Flóni, Alvia, Cyber, Elli Grill, Ragga Holm og fleiri munu þar gera sitt besta til að lækna fólk af skammdegisþunglyndinu. „Þarna verður í boði sérvalin tónlist gegn D-vítamínskorti og skammdegisþunglyndi,“ segir Einar Stefánsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, en S.A.D. stendur fyrir „seasonal affective disorder“ eins og skammdegisþunglyndi kallast á ensku. „Allir þessir listamenn tækla sorgina í tónlistinni sinni, hver á sinn einstaka hátt, og því fannst okkur nauðsynlegt að fá þau til að spila á festivali á þessum erfiða tíma,“ segir Einar aðspurður hvernig þau hafi valið listamenn á festivalið. Flóni er einn fyrsti rapparinn á Íslandi til að gefa út tónlist í neo-emo rappstílnum sem hefur orðið nokkuð stór vestanhafs á síðustu árum og verið gerður vinsæll af röppurum eins og lil uzi vert og Juice WRLD. Alvia er svakalega litríkur tónlistarmaður, bæði bókstaflega litrík í útliti en gerir líka einstaklega hressandi músík sem kætir. Cyber hefur bæði kafað í hrylling með plötunni Horror en líka í litríka fantasíu um fyrirtækjarekstur á plötunni Bizness. Elli Grill hefur aldrei ekki verið brosandi og bara röddin í honum gæti komið manni í gott skap og Ragga Holm gerir drífandi „bangera“ sem ætti að rífa flesta upp. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Það er gífurlega mikill janúar akkúrat núna og eins og allir vita eru janúar og febrúar leiðinlegustu mánuðir ársins; útgáfa á tónlist, bíómyndum og öðru afþreyingarefni liggur í dvala – janúar og febrúar eru kallaðir „dump months“ í kvikmyndaheiminum til dæmis því að þangað „dömpa“ framleiðslufyrirtækin slöppustu myndunum sínum. Blaðamenn sitja sveittir alla daga við að reyna að finna fréttir enda er þetta líka svokölluð gúrkutíð. Alvarlegra mál er svo að þetta plús veðurharkan og skammdegið hefur neikvæð áhrif á geðheilsu fólks. Red Bull á Íslandi veit þetta og efnir því til tónlistarhátíðar í byrjun febrúar á skemmtistaðnum Paloma – S.A.D. festival. Flóni, Alvia, Cyber, Elli Grill, Ragga Holm og fleiri munu þar gera sitt besta til að lækna fólk af skammdegisþunglyndinu. „Þarna verður í boði sérvalin tónlist gegn D-vítamínskorti og skammdegisþunglyndi,“ segir Einar Stefánsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, en S.A.D. stendur fyrir „seasonal affective disorder“ eins og skammdegisþunglyndi kallast á ensku. „Allir þessir listamenn tækla sorgina í tónlistinni sinni, hver á sinn einstaka hátt, og því fannst okkur nauðsynlegt að fá þau til að spila á festivali á þessum erfiða tíma,“ segir Einar aðspurður hvernig þau hafi valið listamenn á festivalið. Flóni er einn fyrsti rapparinn á Íslandi til að gefa út tónlist í neo-emo rappstílnum sem hefur orðið nokkuð stór vestanhafs á síðustu árum og verið gerður vinsæll af röppurum eins og lil uzi vert og Juice WRLD. Alvia er svakalega litríkur tónlistarmaður, bæði bókstaflega litrík í útliti en gerir líka einstaklega hressandi músík sem kætir. Cyber hefur bæði kafað í hrylling með plötunni Horror en líka í litríka fantasíu um fyrirtækjarekstur á plötunni Bizness. Elli Grill hefur aldrei ekki verið brosandi og bara röddin í honum gæti komið manni í gott skap og Ragga Holm gerir drífandi „bangera“ sem ætti að rífa flesta upp.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“