Tónlistarhátíð gegn skammdegisþunglyndi Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. janúar 2019 08:30 Stelpurnar í Cyber eru alltaf hressar og kátar, jafnvel þótt þær séu að fjalla um hrylling og skrifstofur. Það er gífurlega mikill janúar akkúrat núna og eins og allir vita eru janúar og febrúar leiðinlegustu mánuðir ársins; útgáfa á tónlist, bíómyndum og öðru afþreyingarefni liggur í dvala – janúar og febrúar eru kallaðir „dump months“ í kvikmyndaheiminum til dæmis því að þangað „dömpa“ framleiðslufyrirtækin slöppustu myndunum sínum. Blaðamenn sitja sveittir alla daga við að reyna að finna fréttir enda er þetta líka svokölluð gúrkutíð. Alvarlegra mál er svo að þetta plús veðurharkan og skammdegið hefur neikvæð áhrif á geðheilsu fólks. Red Bull á Íslandi veit þetta og efnir því til tónlistarhátíðar í byrjun febrúar á skemmtistaðnum Paloma – S.A.D. festival. Flóni, Alvia, Cyber, Elli Grill, Ragga Holm og fleiri munu þar gera sitt besta til að lækna fólk af skammdegisþunglyndinu. „Þarna verður í boði sérvalin tónlist gegn D-vítamínskorti og skammdegisþunglyndi,“ segir Einar Stefánsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, en S.A.D. stendur fyrir „seasonal affective disorder“ eins og skammdegisþunglyndi kallast á ensku. „Allir þessir listamenn tækla sorgina í tónlistinni sinni, hver á sinn einstaka hátt, og því fannst okkur nauðsynlegt að fá þau til að spila á festivali á þessum erfiða tíma,“ segir Einar aðspurður hvernig þau hafi valið listamenn á festivalið. Flóni er einn fyrsti rapparinn á Íslandi til að gefa út tónlist í neo-emo rappstílnum sem hefur orðið nokkuð stór vestanhafs á síðustu árum og verið gerður vinsæll af röppurum eins og lil uzi vert og Juice WRLD. Alvia er svakalega litríkur tónlistarmaður, bæði bókstaflega litrík í útliti en gerir líka einstaklega hressandi músík sem kætir. Cyber hefur bæði kafað í hrylling með plötunni Horror en líka í litríka fantasíu um fyrirtækjarekstur á plötunni Bizness. Elli Grill hefur aldrei ekki verið brosandi og bara röddin í honum gæti komið manni í gott skap og Ragga Holm gerir drífandi „bangera“ sem ætti að rífa flesta upp. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira
Það er gífurlega mikill janúar akkúrat núna og eins og allir vita eru janúar og febrúar leiðinlegustu mánuðir ársins; útgáfa á tónlist, bíómyndum og öðru afþreyingarefni liggur í dvala – janúar og febrúar eru kallaðir „dump months“ í kvikmyndaheiminum til dæmis því að þangað „dömpa“ framleiðslufyrirtækin slöppustu myndunum sínum. Blaðamenn sitja sveittir alla daga við að reyna að finna fréttir enda er þetta líka svokölluð gúrkutíð. Alvarlegra mál er svo að þetta plús veðurharkan og skammdegið hefur neikvæð áhrif á geðheilsu fólks. Red Bull á Íslandi veit þetta og efnir því til tónlistarhátíðar í byrjun febrúar á skemmtistaðnum Paloma – S.A.D. festival. Flóni, Alvia, Cyber, Elli Grill, Ragga Holm og fleiri munu þar gera sitt besta til að lækna fólk af skammdegisþunglyndinu. „Þarna verður í boði sérvalin tónlist gegn D-vítamínskorti og skammdegisþunglyndi,“ segir Einar Stefánsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, en S.A.D. stendur fyrir „seasonal affective disorder“ eins og skammdegisþunglyndi kallast á ensku. „Allir þessir listamenn tækla sorgina í tónlistinni sinni, hver á sinn einstaka hátt, og því fannst okkur nauðsynlegt að fá þau til að spila á festivali á þessum erfiða tíma,“ segir Einar aðspurður hvernig þau hafi valið listamenn á festivalið. Flóni er einn fyrsti rapparinn á Íslandi til að gefa út tónlist í neo-emo rappstílnum sem hefur orðið nokkuð stór vestanhafs á síðustu árum og verið gerður vinsæll af röppurum eins og lil uzi vert og Juice WRLD. Alvia er svakalega litríkur tónlistarmaður, bæði bókstaflega litrík í útliti en gerir líka einstaklega hressandi músík sem kætir. Cyber hefur bæði kafað í hrylling með plötunni Horror en líka í litríka fantasíu um fyrirtækjarekstur á plötunni Bizness. Elli Grill hefur aldrei ekki verið brosandi og bara röddin í honum gæti komið manni í gott skap og Ragga Holm gerir drífandi „bangera“ sem ætti að rífa flesta upp.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira