Störukeppni er til lítils Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2019 06:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. vísir/vilhelm „Það er til lítils að vera í viðræðum sem ekkert þokast áfram á meðan launþegar tapa segir formaður VR. Til greina kemur að stéttarfélögin fjögur, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, muni slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef enginn árangur næst á sáttafundi á morgun. „Það hljóta allir að gera sér grein fyrir því að ef ekkert þokast í viðræðunum þá verðum við að gera eitthvað til að ýta þeim áfram,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Verði það niðurstaðan að fundi loknum að lítið hafi þokast munu félögin skoða það alvarlega að slíta viðræðunum formlega. Ragnar segir að það liggi í hlutarins eðli að lagt verði upp með aðgerðaáætlun um það hvernig hægt sé að þrýsta á að „kröfum um mannsæmandi lífskjör verði mætt“. Þegar samningaviðræður stóðu yfir fyrir þremur árum samþykkti félagið verkfall en ekki kom til þess. Aðspurður hvort ekki sé fullsnemmt að slíta sáttaviðræðum formlega segir Ragnar Þór að það hafi ekkert upp á sig að standa í viðræðum sem ekkert þokast áfram. Mikilvægt sé að fá hreyfingu á þær. „Það eru engin átök í kortunum nema félagsmenn ákveði og samþykki að fara í slíkt. Það er ekki ákvörðun formanna eða samninganefnda. Við vinnum eftir kröfum sem félagsmenn samþykktu en enn sem komið er höfum við ekki fengið sýnileg viðbrögð. Það er til lítils að standa í einhverri störukeppni,“ segir Ragnar. Formaðurinn segir að með hverjum mánuði sem samningar dragast verði launþegar af þremur til fjórum milljörðum. Sú tala miðast við kröfugerðir félaganna. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Sjá meira
„Það er til lítils að vera í viðræðum sem ekkert þokast áfram á meðan launþegar tapa segir formaður VR. Til greina kemur að stéttarfélögin fjögur, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, muni slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef enginn árangur næst á sáttafundi á morgun. „Það hljóta allir að gera sér grein fyrir því að ef ekkert þokast í viðræðunum þá verðum við að gera eitthvað til að ýta þeim áfram,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Verði það niðurstaðan að fundi loknum að lítið hafi þokast munu félögin skoða það alvarlega að slíta viðræðunum formlega. Ragnar segir að það liggi í hlutarins eðli að lagt verði upp með aðgerðaáætlun um það hvernig hægt sé að þrýsta á að „kröfum um mannsæmandi lífskjör verði mætt“. Þegar samningaviðræður stóðu yfir fyrir þremur árum samþykkti félagið verkfall en ekki kom til þess. Aðspurður hvort ekki sé fullsnemmt að slíta sáttaviðræðum formlega segir Ragnar Þór að það hafi ekkert upp á sig að standa í viðræðum sem ekkert þokast áfram. Mikilvægt sé að fá hreyfingu á þær. „Það eru engin átök í kortunum nema félagsmenn ákveði og samþykki að fara í slíkt. Það er ekki ákvörðun formanna eða samninganefnda. Við vinnum eftir kröfum sem félagsmenn samþykktu en enn sem komið er höfum við ekki fengið sýnileg viðbrögð. Það er til lítils að standa í einhverri störukeppni,“ segir Ragnar. Formaðurinn segir að með hverjum mánuði sem samningar dragast verði launþegar af þremur til fjórum milljörðum. Sú tala miðast við kröfugerðir félaganna.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Sjá meira