Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 10:30 Helene Marie Fossesholm Mynd/Skíðasamband Noregs Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. Marit Björgen hefur unnið flest verðlaun allra á vetrarólympíuleikum eða fimmtán en hún bætti þeim fimm síðustu við á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í fyrra. Marit Björgen hefur nú lagt keppnisskíðin á hilluna og nú horfa margir Norðmenn til Helenu Marie Fossesholm til að taka við af henni sem framtíðardrottning skíðagönguheimsins.Helene Marie Fossesholm har fått dopingklassat preparat Dette her er ein familiesak for og hjelpe ein liten pike til og vokse. Sett dere inn i saken før dere før dere prøver og anngripe Norge https://t.co/UmY61NKWh1 — Åge Sem-Johansen (@geSemJohansen) January 14, 2019Sérfræðingurinn Petter Skinstad talaði um það við norska fjölmiðla í lok síðasta árs að Helene Marie Fossesholm væri mesta efnið sem hann hefði séð í tíu ár. Helena á sér aftur á móti umdeilda forsögu og lyfjagjöf hennar á unglingsaldri kallaði á sérstaka fréttatilkynningu frá norska skíðasambandinu. Norska skíðasambandið hefur nú sent frá sér slíka yfirlýsingu þar sem sem kemur fram að þessu næsta mögulega súperstjarna Norðmanna hafi fengið vaxtarhormón í tæp þrjú ár. „Frá desember 2014 til september 2017 þá fékk Helene Marie Fossesholm vaxtarhormón. Helena hefur gengið í gegnum rannsóknir á spítölum frá því að hún var 8 til 9 ára gömul af því hún var svo lágvaxin. Þegar hún var þrettán og hálfs árs þá var hún aðeins 137,5 sentimetrar á hæð. Henni voru þá gefin vaxtarhormón og Helena er nú 151 sentimetrar á hæð,“ segir í yfirlýsingu frá norska sambandinu.Fossesholm om ryktene: – Alltid noen som ikke ønsker alle godt https://t.co/Xmhtmq4MeE#2vinter — TV 2 Sporten (@2sporten) January 14, 2019Það kemur einnig fram í tilkynningunni að Helene Marie Fossesholm hafi þarna fengið vaxtarhormón sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA. Það eru hinsvegar gefnar undirtekningar ef viðkomandi íþróttamaður þurfu heilsu sinnar vegna að fá slík lyf og norska sambandið segir að Fossesholm hafi fengið slíkt leyfi hjá WADA. Hennar kringumstæður féllu undir slíka undanþágu. Helene Marie Fossesholm er nú á leiðinni á HM unglinga í Lahti í Finnlandi sem fer fram 20. til 27. janúar næstkomandi. Hennar fyrstu Ólympíuleikar gætu síðan orðið í Peking árið 2022. Ólympíuleikar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira
Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. Marit Björgen hefur unnið flest verðlaun allra á vetrarólympíuleikum eða fimmtán en hún bætti þeim fimm síðustu við á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í fyrra. Marit Björgen hefur nú lagt keppnisskíðin á hilluna og nú horfa margir Norðmenn til Helenu Marie Fossesholm til að taka við af henni sem framtíðardrottning skíðagönguheimsins.Helene Marie Fossesholm har fått dopingklassat preparat Dette her er ein familiesak for og hjelpe ein liten pike til og vokse. Sett dere inn i saken før dere før dere prøver og anngripe Norge https://t.co/UmY61NKWh1 — Åge Sem-Johansen (@geSemJohansen) January 14, 2019Sérfræðingurinn Petter Skinstad talaði um það við norska fjölmiðla í lok síðasta árs að Helene Marie Fossesholm væri mesta efnið sem hann hefði séð í tíu ár. Helena á sér aftur á móti umdeilda forsögu og lyfjagjöf hennar á unglingsaldri kallaði á sérstaka fréttatilkynningu frá norska skíðasambandinu. Norska skíðasambandið hefur nú sent frá sér slíka yfirlýsingu þar sem sem kemur fram að þessu næsta mögulega súperstjarna Norðmanna hafi fengið vaxtarhormón í tæp þrjú ár. „Frá desember 2014 til september 2017 þá fékk Helene Marie Fossesholm vaxtarhormón. Helena hefur gengið í gegnum rannsóknir á spítölum frá því að hún var 8 til 9 ára gömul af því hún var svo lágvaxin. Þegar hún var þrettán og hálfs árs þá var hún aðeins 137,5 sentimetrar á hæð. Henni voru þá gefin vaxtarhormón og Helena er nú 151 sentimetrar á hæð,“ segir í yfirlýsingu frá norska sambandinu.Fossesholm om ryktene: – Alltid noen som ikke ønsker alle godt https://t.co/Xmhtmq4MeE#2vinter — TV 2 Sporten (@2sporten) January 14, 2019Það kemur einnig fram í tilkynningunni að Helene Marie Fossesholm hafi þarna fengið vaxtarhormón sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA. Það eru hinsvegar gefnar undirtekningar ef viðkomandi íþróttamaður þurfu heilsu sinnar vegna að fá slík lyf og norska sambandið segir að Fossesholm hafi fengið slíkt leyfi hjá WADA. Hennar kringumstæður féllu undir slíka undanþágu. Helene Marie Fossesholm er nú á leiðinni á HM unglinga í Lahti í Finnlandi sem fer fram 20. til 27. janúar næstkomandi. Hennar fyrstu Ólympíuleikar gætu síðan orðið í Peking árið 2022.
Ólympíuleikar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira