Norska stelpan fékk sama vaxtarhormón og Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 12:00 Lionel Messi og Helene Marie Fossesholm. Mynd/Samsett/Getty og Instagram hjá Helene Marie Fossesholm Lionel Messi er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar. Honum var gefið vaxtarhormón þegar hann var ungur og hafði án þeirra aldrei náð þangað sem hann er kominn í dag. Norðmenn benda á þessa staðreynd í umræðunni um framtíðarstjörnu sína í skíðagöngunni. Dagbladet segir frá. Norska skíðasambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að hin 17 ára gamla Helene Marie Fossesholm hefði fengið vaxtarhormón í þrjú ár. Helene Marie Fossesholm þurfti, eins og Lionel Messi, á þessum vaxtarhormínum að halda þar sem hún var mjög smávaxin í kringum ellefu ára aldurinn. Þegar Lionel Messi skrifaði undir fyrsta samning sinn við Barcelona aðeins þrettán ára gamall þá lofaði Barcelona að greiða fyrir umrædda hormónagjöf Messi. Félag Messi í Argentínu, Newell's Old Boys, var ekki tilbúið að greiða fyrir meðferðina. Loforð Barcelona þýddi að fjölskyldan flutti til Spánar og hann óx og dafnaði í La Masiu þeirra Börsunga. Fjölskyldu Fossesholm þótti það erfitt að þurfa að segja opinberlega frá meðferð stelpunnar en í tilkynningu norska sambandsins kom fram að farið var eftir öllum reglugerðum Alþjóðlyfjaeftirlitsins. WADE gefur undanþágur í tilfellum eins og þeim hjá Helene Marie Fossesholm og Lionel Messi. Lionel Messi náði á endanum 170 sentimetrum en Helene Marie Fossesholm er enn „bara“ 151 sentimetri á hæð. Hún var aftur á móti aðeins 137,5 sentimetrar á hæð þegar hún var þrettán og hálfs árs. Fossesholm þykir vera efnilegasta skíðagöngukona Norðmanna í áratug og margir hafa líkt henni við hina sigursælu Marit Björgen sem vann fimmtán verðlaun á Ólympíuleikum þar af átta gull. Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Spænski boltinn Tengdar fréttir Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Lionel Messi er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar. Honum var gefið vaxtarhormón þegar hann var ungur og hafði án þeirra aldrei náð þangað sem hann er kominn í dag. Norðmenn benda á þessa staðreynd í umræðunni um framtíðarstjörnu sína í skíðagöngunni. Dagbladet segir frá. Norska skíðasambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að hin 17 ára gamla Helene Marie Fossesholm hefði fengið vaxtarhormón í þrjú ár. Helene Marie Fossesholm þurfti, eins og Lionel Messi, á þessum vaxtarhormínum að halda þar sem hún var mjög smávaxin í kringum ellefu ára aldurinn. Þegar Lionel Messi skrifaði undir fyrsta samning sinn við Barcelona aðeins þrettán ára gamall þá lofaði Barcelona að greiða fyrir umrædda hormónagjöf Messi. Félag Messi í Argentínu, Newell's Old Boys, var ekki tilbúið að greiða fyrir meðferðina. Loforð Barcelona þýddi að fjölskyldan flutti til Spánar og hann óx og dafnaði í La Masiu þeirra Börsunga. Fjölskyldu Fossesholm þótti það erfitt að þurfa að segja opinberlega frá meðferð stelpunnar en í tilkynningu norska sambandsins kom fram að farið var eftir öllum reglugerðum Alþjóðlyfjaeftirlitsins. WADE gefur undanþágur í tilfellum eins og þeim hjá Helene Marie Fossesholm og Lionel Messi. Lionel Messi náði á endanum 170 sentimetrum en Helene Marie Fossesholm er enn „bara“ 151 sentimetri á hæð. Hún var aftur á móti aðeins 137,5 sentimetrar á hæð þegar hún var þrettán og hálfs árs. Fossesholm þykir vera efnilegasta skíðagöngukona Norðmanna í áratug og margir hafa líkt henni við hina sigursælu Marit Björgen sem vann fimmtán verðlaun á Ólympíuleikum þar af átta gull.
Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Spænski boltinn Tengdar fréttir Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. 15. janúar 2019 10:30