Erlent

Fyrrverandi forseti sýknaður af ákæru um stríðsglæpi

Atli Ísleifsson skrifar
Laurent Gbagbo var forseti Fílabeinsstrandarinnar á árunum 2000 til 2011.
Laurent Gbagbo var forseti Fílabeinsstrandarinnar á árunum 2000 til 2011. Getty
Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag sýknaði í morgun Laurent Gbagbo, fyrrverandi forseta Fílabeinsstrandarinnar, af ákæru um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Gbagbo skal sleppt þegar í stað.

Ákæran á hendur Gbagbo var í fjórum liðum og sneru að meintum brotum sem áttu sér stað í borgarastríðinu á Fílabeinsströndinni á árunum 2010 til 2011 þar sem um þrjú þúsund manns fórust. Stríðið stóð í um fimm mánuði.

Gbagbo var fyrsti þjóðhöfðinginn sem hefur verið framseldur til dómstólsins, en réttarhöld hafa staðið í málinu frá árinu 2016.

Í ákæru sagði að Gbagbo hafi beitt öllum brögðum til að halda völdum í landinu eftir að hafa beðið lægri hlut í kosningum gegn Alassane Ouattara.

Í dómsorðum segir að ekki hafi verið lögð fram nein sönnunargögn sem sýni fram á að forsetinn hafi verið með áætlun sem viðhélt ofbeldisöldunni.


Tengdar fréttir

Gbagbo tekinn höndum

Laurent Gbagbo fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar hefur verið tekinn höndum í forsetahöllinni í Abidjan. Gbabgo hefur neitað að láta af völdum í landinu þrátt fyrir að hafa tapað í forsetakosningum og hafa hersveitir hliðhollir honum barist við hersveitir Alessane Outtara, sigurvegara kosninganna. Síðustu daga hafði Gbabgo komið sér fyrir ásamt mönnum sínum í kjallarara forsetahallarinnar en í dag réðust franskir sérsveitarmenn inn í höllina og tóku hann höndum.

Gbagbo enn í byrginu sínu

Enn ríkir óvissuástand á Fílabeinsströndinni þó Alassane Ouattara virðist hafa náð yfirráðum í landinu eftir fjögurra mánaða deilur í kjölfar forsetakosninga. Laurent Gbagbo, fráfarandi forseti, er enn í felum í neðanjarðarbyrgi undir forsetahöllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×