Hallur Hallsson sækir um hjá Eflingu Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2019 13:17 Hallur hefur óvænt stigið fram sem stuðningsmaður Eflingar og hefur sótt um stöðu kynningarstjóra. Milli hans og Önnu Sólveigar er félagi Halls, Jón Kristinn Snæhólm úr þættinum Hrafnaþing. fbl/brink/visir/jbg Hallur Hallsson, sagnfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður greinir frá því að hann sé meðal umsækjenda um stöðu kynningarstjóra Eflingar. Umsóknin kemur á óvart. Hallur er á seinni árum og einkum kunnur af því að tilheyra þríeykinu Ingva Hrafni Jónssyni og Jóni Kristni Snæhólm í sjónvarpsþættinum Hrafnaþingi, sem nýverið hóf aftur göngu sína nú á sjónvarpi mbl.is eftir hlé. Þeir þremenningar eru grjótharðir hægri menn meðan hin nýja verkalýðsforysta hlýtur að teljast vel til vinstri. En, ef marka má Hall setur hann það ekki fyrir sig nema síður sé. Viðist telja þá staðreynd bitamun en ekki fjár. Hann telur sig reyndar hafa ýmislegt til brunns að bera sem ætti að styrkja stöðu hans í umsóknarferlinu. „Ásamt ýmsum pr-verkenum sem meðal annars birtust í hnotskurn á forsíðu DV fyrir margt löngu síðan undir fyrirsögninni „Kraftaverkamaðurinn“ fylgdi umsókn minni að ég hefði skrifað "Þeir létu Dæluna ganga,". Í bókinni er umfjöllun um Héðinn Valdimarsson, fyrsta formann Dagsbrúnar og stofnanda Olís. Einnig sagði ég þeim frá vináttu mína við Guðmund jaka Guðmundsson; samskiptum mínum við Óla Kr. Sigurðsson í Olís sem dreymdi um að feta í fótspor Héðins og æskuvinur minn Sigurður Bessason væri tilbúinn að gefa mér meðmæli,“ segir Hallur á Facebooksíðu sinni og kvartar undan því að hafa ekkert heyrt frá Capacent. Sigurður Bessason er fyrrverandi formaður Eflingar en kandídat hans og gömlu forystunnar mátti lúta í lægra haldi fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá lætur Hallur þess ógetið að nýverið kom fram í fréttum að hann hafi þegið milljónir í greiðslur frá Jónasi Garðarssyni og þeim hjá Sjómannafélagi Íslands fyrir ritun sögu þess umdeilda félags. Að sögn Sólveigar Önnu er ekki búið að ráða í stöðuna en það stendur til. Hún gat ekki sagt til um það hvenær nákvæmlega né hversu margir hafa sótt um. „Þetta er í skoðun.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Hallur Hallsson, sagnfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður greinir frá því að hann sé meðal umsækjenda um stöðu kynningarstjóra Eflingar. Umsóknin kemur á óvart. Hallur er á seinni árum og einkum kunnur af því að tilheyra þríeykinu Ingva Hrafni Jónssyni og Jóni Kristni Snæhólm í sjónvarpsþættinum Hrafnaþingi, sem nýverið hóf aftur göngu sína nú á sjónvarpi mbl.is eftir hlé. Þeir þremenningar eru grjótharðir hægri menn meðan hin nýja verkalýðsforysta hlýtur að teljast vel til vinstri. En, ef marka má Hall setur hann það ekki fyrir sig nema síður sé. Viðist telja þá staðreynd bitamun en ekki fjár. Hann telur sig reyndar hafa ýmislegt til brunns að bera sem ætti að styrkja stöðu hans í umsóknarferlinu. „Ásamt ýmsum pr-verkenum sem meðal annars birtust í hnotskurn á forsíðu DV fyrir margt löngu síðan undir fyrirsögninni „Kraftaverkamaðurinn“ fylgdi umsókn minni að ég hefði skrifað "Þeir létu Dæluna ganga,". Í bókinni er umfjöllun um Héðinn Valdimarsson, fyrsta formann Dagsbrúnar og stofnanda Olís. Einnig sagði ég þeim frá vináttu mína við Guðmund jaka Guðmundsson; samskiptum mínum við Óla Kr. Sigurðsson í Olís sem dreymdi um að feta í fótspor Héðins og æskuvinur minn Sigurður Bessason væri tilbúinn að gefa mér meðmæli,“ segir Hallur á Facebooksíðu sinni og kvartar undan því að hafa ekkert heyrt frá Capacent. Sigurður Bessason er fyrrverandi formaður Eflingar en kandídat hans og gömlu forystunnar mátti lúta í lægra haldi fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá lætur Hallur þess ógetið að nýverið kom fram í fréttum að hann hafi þegið milljónir í greiðslur frá Jónasi Garðarssyni og þeim hjá Sjómannafélagi Íslands fyrir ritun sögu þess umdeilda félags. Að sögn Sólveigar Önnu er ekki búið að ráða í stöðuna en það stendur til. Hún gat ekki sagt til um það hvenær nákvæmlega né hversu margir hafa sótt um. „Þetta er í skoðun.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira