Hallur Hallsson sækir um hjá Eflingu Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2019 13:17 Hallur hefur óvænt stigið fram sem stuðningsmaður Eflingar og hefur sótt um stöðu kynningarstjóra. Milli hans og Önnu Sólveigar er félagi Halls, Jón Kristinn Snæhólm úr þættinum Hrafnaþing. fbl/brink/visir/jbg Hallur Hallsson, sagnfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður greinir frá því að hann sé meðal umsækjenda um stöðu kynningarstjóra Eflingar. Umsóknin kemur á óvart. Hallur er á seinni árum og einkum kunnur af því að tilheyra þríeykinu Ingva Hrafni Jónssyni og Jóni Kristni Snæhólm í sjónvarpsþættinum Hrafnaþingi, sem nýverið hóf aftur göngu sína nú á sjónvarpi mbl.is eftir hlé. Þeir þremenningar eru grjótharðir hægri menn meðan hin nýja verkalýðsforysta hlýtur að teljast vel til vinstri. En, ef marka má Hall setur hann það ekki fyrir sig nema síður sé. Viðist telja þá staðreynd bitamun en ekki fjár. Hann telur sig reyndar hafa ýmislegt til brunns að bera sem ætti að styrkja stöðu hans í umsóknarferlinu. „Ásamt ýmsum pr-verkenum sem meðal annars birtust í hnotskurn á forsíðu DV fyrir margt löngu síðan undir fyrirsögninni „Kraftaverkamaðurinn“ fylgdi umsókn minni að ég hefði skrifað "Þeir létu Dæluna ganga,". Í bókinni er umfjöllun um Héðinn Valdimarsson, fyrsta formann Dagsbrúnar og stofnanda Olís. Einnig sagði ég þeim frá vináttu mína við Guðmund jaka Guðmundsson; samskiptum mínum við Óla Kr. Sigurðsson í Olís sem dreymdi um að feta í fótspor Héðins og æskuvinur minn Sigurður Bessason væri tilbúinn að gefa mér meðmæli,“ segir Hallur á Facebooksíðu sinni og kvartar undan því að hafa ekkert heyrt frá Capacent. Sigurður Bessason er fyrrverandi formaður Eflingar en kandídat hans og gömlu forystunnar mátti lúta í lægra haldi fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá lætur Hallur þess ógetið að nýverið kom fram í fréttum að hann hafi þegið milljónir í greiðslur frá Jónasi Garðarssyni og þeim hjá Sjómannafélagi Íslands fyrir ritun sögu þess umdeilda félags. Að sögn Sólveigar Önnu er ekki búið að ráða í stöðuna en það stendur til. Hún gat ekki sagt til um það hvenær nákvæmlega né hversu margir hafa sótt um. „Þetta er í skoðun.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hallur Hallsson, sagnfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður greinir frá því að hann sé meðal umsækjenda um stöðu kynningarstjóra Eflingar. Umsóknin kemur á óvart. Hallur er á seinni árum og einkum kunnur af því að tilheyra þríeykinu Ingva Hrafni Jónssyni og Jóni Kristni Snæhólm í sjónvarpsþættinum Hrafnaþingi, sem nýverið hóf aftur göngu sína nú á sjónvarpi mbl.is eftir hlé. Þeir þremenningar eru grjótharðir hægri menn meðan hin nýja verkalýðsforysta hlýtur að teljast vel til vinstri. En, ef marka má Hall setur hann það ekki fyrir sig nema síður sé. Viðist telja þá staðreynd bitamun en ekki fjár. Hann telur sig reyndar hafa ýmislegt til brunns að bera sem ætti að styrkja stöðu hans í umsóknarferlinu. „Ásamt ýmsum pr-verkenum sem meðal annars birtust í hnotskurn á forsíðu DV fyrir margt löngu síðan undir fyrirsögninni „Kraftaverkamaðurinn“ fylgdi umsókn minni að ég hefði skrifað "Þeir létu Dæluna ganga,". Í bókinni er umfjöllun um Héðinn Valdimarsson, fyrsta formann Dagsbrúnar og stofnanda Olís. Einnig sagði ég þeim frá vináttu mína við Guðmund jaka Guðmundsson; samskiptum mínum við Óla Kr. Sigurðsson í Olís sem dreymdi um að feta í fótspor Héðins og æskuvinur minn Sigurður Bessason væri tilbúinn að gefa mér meðmæli,“ segir Hallur á Facebooksíðu sinni og kvartar undan því að hafa ekkert heyrt frá Capacent. Sigurður Bessason er fyrrverandi formaður Eflingar en kandídat hans og gömlu forystunnar mátti lúta í lægra haldi fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá lætur Hallur þess ógetið að nýverið kom fram í fréttum að hann hafi þegið milljónir í greiðslur frá Jónasi Garðarssyni og þeim hjá Sjómannafélagi Íslands fyrir ritun sögu þess umdeilda félags. Að sögn Sólveigar Önnu er ekki búið að ráða í stöðuna en það stendur til. Hún gat ekki sagt til um það hvenær nákvæmlega né hversu margir hafa sótt um. „Þetta er í skoðun.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira