„Við munum sakna þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 12:30 Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir á eins og aðrar íslenska CrossFit konur eftir að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst en í ár er farin ný leið í baráttunni um laus sæti. Katrín Tanja var ekki með Dúbaí í desember og verður heldur ekki með á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Katrín Tanja vann Wodapalooza CrossFit mótið í fyrra en þá gaf það ekki sæti á heimsleikunum eins og nú. Það er ekki hægt að heyra annað á henni en að hún sakni þess að vera ekki aftur með í ár. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég svolítið leið yfir því að missa af heilsuræktarpartýinu um næstu helgi. Minnist þess í stað frábæra tíma og vænum skammt af adrennalíni undir flóðljósunum,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Mótshaldarar voru líka fljótir til að svara okkar konu á Instagram. Þeir deildu myndinni af henni og auglýstu eftir því hvort einhver önnur dóttir ætlaði að leika eftir afrek Katrínar Tönju frá því í fyrra. „Við munum sakna þín Katrín Tanja .. en mun ný dóttir standa efst upp á palli í ár?“ var svarið frá fólkinu sem sér um samfélagsmiðla Wodapalooza CrossFit mótsins í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja er þó ekkert að verða of sein því það er nóg af mótum eftir sem gefa farseðil á heimsleikana í Madison. Eftir mótið í Miami verða þrettán mót eftir sem gefa heimsleikasæti og eitt af þeim fer fram í Reykjavík í maímánuði. Samantha Briggs var fyrsta konan til að tryggja sér sæti á heimsleikunum en það gerði hún á mótinu í Dúbaí í desember. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þar í þriðja sæti og Sara ætlar að reyna aftur við sætið á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina. Hún er kannski dóttirinn sem Wodapalooza fólkið var að auglýsa eftir. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. View this post on InstagramWe will miss you.. but will a new Dottir stand atop the podium this year?! #Repost @katrintanja To be honest, I’m a little sad I am missing this one hell of a fitness party next weekend Throwback to good tiiiiiiimes & adrenaline under the bright lights! @thewodapalooza // Photo by: @jblaisphoto A post shared by Wodapalooza (@thewodapalooza) on Jan 13, 2019 at 3:00pm PST CrossFit Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir á eins og aðrar íslenska CrossFit konur eftir að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst en í ár er farin ný leið í baráttunni um laus sæti. Katrín Tanja var ekki með Dúbaí í desember og verður heldur ekki með á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Katrín Tanja vann Wodapalooza CrossFit mótið í fyrra en þá gaf það ekki sæti á heimsleikunum eins og nú. Það er ekki hægt að heyra annað á henni en að hún sakni þess að vera ekki aftur með í ár. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég svolítið leið yfir því að missa af heilsuræktarpartýinu um næstu helgi. Minnist þess í stað frábæra tíma og vænum skammt af adrennalíni undir flóðljósunum,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Mótshaldarar voru líka fljótir til að svara okkar konu á Instagram. Þeir deildu myndinni af henni og auglýstu eftir því hvort einhver önnur dóttir ætlaði að leika eftir afrek Katrínar Tönju frá því í fyrra. „Við munum sakna þín Katrín Tanja .. en mun ný dóttir standa efst upp á palli í ár?“ var svarið frá fólkinu sem sér um samfélagsmiðla Wodapalooza CrossFit mótsins í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja er þó ekkert að verða of sein því það er nóg af mótum eftir sem gefa farseðil á heimsleikana í Madison. Eftir mótið í Miami verða þrettán mót eftir sem gefa heimsleikasæti og eitt af þeim fer fram í Reykjavík í maímánuði. Samantha Briggs var fyrsta konan til að tryggja sér sæti á heimsleikunum en það gerði hún á mótinu í Dúbaí í desember. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þar í þriðja sæti og Sara ætlar að reyna aftur við sætið á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina. Hún er kannski dóttirinn sem Wodapalooza fólkið var að auglýsa eftir. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. View this post on InstagramWe will miss you.. but will a new Dottir stand atop the podium this year?! #Repost @katrintanja To be honest, I’m a little sad I am missing this one hell of a fitness party next weekend Throwback to good tiiiiiiimes & adrenaline under the bright lights! @thewodapalooza // Photo by: @jblaisphoto A post shared by Wodapalooza (@thewodapalooza) on Jan 13, 2019 at 3:00pm PST
CrossFit Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Sjá meira