Hafa ekki svarað boði á nefndarfund um sendiherrakapal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 08:33 Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru á meðal þeirra sem sátu á Klaustur bar. Vísir/Vilhelm Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður. Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði nefndarinnar. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á fundinn en til hans er boðað vegna Klaustursmálsins svokallaða. Á upptökum af Klaustur bar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra. Bæði Bjarni og Guðlaugur Þór hafa þvertekið fyrir það að Gunnar Bragi eigi eitthvað í þessa veru inni hjá Sjálfstæðismönnum en hafa staðfest að Sigmundur Davíð hafi greint þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Ekkert samkomulag hafi hins vegar legið fyrir um slíkt. Halda átti fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um málið fyrir jól en fundinum var frestað þar sem þeir Sigmundur og Gunnar Bragi höfðu ekki svarað ítrekuðum fundarboðum. Í kjölfarið var sett yfirlýsing á Facebook-síðu Miðflokksins þar sem fullyrt var að þeir sem voru boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvorki náðist í Gunnar Braga né Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður í beinni útsendingu á Vísi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira
Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður. Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði nefndarinnar. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á fundinn en til hans er boðað vegna Klaustursmálsins svokallaða. Á upptökum af Klaustur bar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra. Bæði Bjarni og Guðlaugur Þór hafa þvertekið fyrir það að Gunnar Bragi eigi eitthvað í þessa veru inni hjá Sjálfstæðismönnum en hafa staðfest að Sigmundur Davíð hafi greint þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Ekkert samkomulag hafi hins vegar legið fyrir um slíkt. Halda átti fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um málið fyrir jól en fundinum var frestað þar sem þeir Sigmundur og Gunnar Bragi höfðu ekki svarað ítrekuðum fundarboðum. Í kjölfarið var sett yfirlýsing á Facebook-síðu Miðflokksins þar sem fullyrt var að þeir sem voru boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvorki náðist í Gunnar Braga né Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður í beinni útsendingu á Vísi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira
Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47
Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00
Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49