Innlent

Kæra meint fisktegundasvindl til lögreglu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
MAST hefur vísað málinu til lögreglu.
MAST hefur vísað málinu til lögreglu. Fréttablaðið/Anton
Matvælastofnun hefur óskað eftir því að lögregla hefji rannsókn á meintu tegundasvindli með fisk til útflutnings en þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Þar segir að íslenskt fiskvinnslufyrirtæki sé grunað um að hafa selt íslenskri umboðsverslun með fisk og fiskafurðir verðlitlar fiskafurðir, það er keilu, sem verðmeiri vöru, það er steinbít, á árunum 2010 og 2011. Framseldi umboðsverslunin svo afurðirnar erlendum kaupendum.

Í tilkynningunni segir að málið hafi byrjað þegar MAST barst ábending um meint brot. Hafi rannsókn stofnunarinnar bent til þess að ábendingin ætti við rök að styðjast og var málinu því vísað til lögreglu. Brotið varðar blekkingarákvæði matvælalaga og almenn hegningarlög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×