Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 09:36 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísland, hefur verið borinn þungum sökum undanfarna daga. Vísir/GVA Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Aldís greindi frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en frásögnin er jafnframt staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum. Aldís telur að fyrstu nauðungarvistunina megi rekja til samtals sem hún átti við föður sinn árið 1992 eftir að gömul skólasystir hennar sagði Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega. Eftir að Aldís gekk á Jón Baldvin vegna málsins hafi hann boðað hana upp á Landspítala undir fölsku yfirskini. Þegar Aldís kom þangað hafi hún verið greind með maníu og alvarlegt þunglyndi án sinnar vitundar og haldið á spítalanum í mánuð, sem Aldís vill meina að hafi verið ólöglegt. Upplýsingar um greininguna og beiðnir um nauðungarvistunina hafi hún svo ekki fengið fyrr en árið 2013. Aldís Schram er dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Skráð sem aðstoð við erlent sendiráð Aldís lýsir því í samtali við Morgunútvarpið að Jón Baldvin virðist hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og þá hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Samtals var Aldís nauðungarvistuð fimm sinnum á geðdeild næstu ár. Morgunútvarpið staðfestir að sumar beiðnanna séu ritaðar á bréfsefni sendiráðsins í Washington og í öðrum tilvikum undirritar Jón Baldvin bréfin sem sendiherra. Árið 1998 hafi jafnframt ein nauðungaraðgerð, þar sem lögregla og læknar réðust inn á heimili Aldísar, verið skráð sem aðstoð við erlent sendiráð í lögregluskýrslu. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum undanfarið en fjallað hefur verið um frásagnir fjölda kvenna af kynferðislegri áreitni hans og ósæmilegri hegðun. Þannig spanna frásagnirnar um 30 ára tímabil en þær nýjustu eru frá því í fyrra. Þá eru hundruð kvenna í lokuðum #MeToo-hóp á Facebook þar sem frásögnum af Jóni Baldvin er deilt. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Aldís greindi frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en frásögnin er jafnframt staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum. Aldís telur að fyrstu nauðungarvistunina megi rekja til samtals sem hún átti við föður sinn árið 1992 eftir að gömul skólasystir hennar sagði Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega. Eftir að Aldís gekk á Jón Baldvin vegna málsins hafi hann boðað hana upp á Landspítala undir fölsku yfirskini. Þegar Aldís kom þangað hafi hún verið greind með maníu og alvarlegt þunglyndi án sinnar vitundar og haldið á spítalanum í mánuð, sem Aldís vill meina að hafi verið ólöglegt. Upplýsingar um greininguna og beiðnir um nauðungarvistunina hafi hún svo ekki fengið fyrr en árið 2013. Aldís Schram er dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Skráð sem aðstoð við erlent sendiráð Aldís lýsir því í samtali við Morgunútvarpið að Jón Baldvin virðist hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og þá hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Samtals var Aldís nauðungarvistuð fimm sinnum á geðdeild næstu ár. Morgunútvarpið staðfestir að sumar beiðnanna séu ritaðar á bréfsefni sendiráðsins í Washington og í öðrum tilvikum undirritar Jón Baldvin bréfin sem sendiherra. Árið 1998 hafi jafnframt ein nauðungaraðgerð, þar sem lögregla og læknar réðust inn á heimili Aldísar, verið skráð sem aðstoð við erlent sendiráð í lögregluskýrslu. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum undanfarið en fjallað hefur verið um frásagnir fjölda kvenna af kynferðislegri áreitni hans og ósæmilegri hegðun. Þannig spanna frásagnirnar um 30 ára tímabil en þær nýjustu eru frá því í fyrra. Þá eru hundruð kvenna í lokuðum #MeToo-hóp á Facebook þar sem frásögnum af Jóni Baldvin er deilt. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42
Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46
„Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51