Húsleit hjá R. Kelly vegna meintra brota á byggingarreglugerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2019 11:04 R. Kelly er í vondum málum. Vísir/Getty Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum. Borgarstarfsmönnum Chicago grunar að upptökuverið hafi verið nýtt sem híbýli sem er óheimilt þar sem deiliskipulag svæðisins þar sem upptökuverið er staðsett gerir ekki ráð fyrir íbúðarhúsnæði á svæðinu. Þá fundu starfsmennirnir einnig merki um að ráðist hafi verið í framkvæmdir í upptökuverinu sem ekki hafi verið fengin heimild fyrir. Lögmaður R. Kelly segir að enginn hafi búið í upptökuverinu en það þurfi ekki að koma á óvart að rúm og annar svefnbúnaður hafi fundist þar, enda mikilvægt að rými sé í upptökuverum fyrir afslöppun. Yfirvöld í Chicago sem og í Atlanta hafa hafið nýjar rannsóknir á ásökunum kvenna sem koma fram í heimildarmyndinni Surviving R. Kelly sem sýnd var á dögunum. Í myndinni er rætt við fórnarlömb rapparans en hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað fjölda kvenna. Margar þeirra sem hafa stigið fram segja rapparann hafa haldið sér gegn vilja sínum í „sértrúarsöfnuði“ þar sem stúlkurnar voru neyddar til þess að stunda kynlíf með rapparanum og kalla hann „pabba“. Yngstu fórnarlömbin eru sögð hafa verið fjórtán ára gamlar. Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Þetta skrímsli er faðir minn“ Joann Kelly, dóttir rapparans R. Kelly, tjáði sig í fyrsta skipti um ásakanirnar í garð föður síns í Instagram-sögu sinni í gær. 12. janúar 2019 11:27 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum. Borgarstarfsmönnum Chicago grunar að upptökuverið hafi verið nýtt sem híbýli sem er óheimilt þar sem deiliskipulag svæðisins þar sem upptökuverið er staðsett gerir ekki ráð fyrir íbúðarhúsnæði á svæðinu. Þá fundu starfsmennirnir einnig merki um að ráðist hafi verið í framkvæmdir í upptökuverinu sem ekki hafi verið fengin heimild fyrir. Lögmaður R. Kelly segir að enginn hafi búið í upptökuverinu en það þurfi ekki að koma á óvart að rúm og annar svefnbúnaður hafi fundist þar, enda mikilvægt að rými sé í upptökuverum fyrir afslöppun. Yfirvöld í Chicago sem og í Atlanta hafa hafið nýjar rannsóknir á ásökunum kvenna sem koma fram í heimildarmyndinni Surviving R. Kelly sem sýnd var á dögunum. Í myndinni er rætt við fórnarlömb rapparans en hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað fjölda kvenna. Margar þeirra sem hafa stigið fram segja rapparann hafa haldið sér gegn vilja sínum í „sértrúarsöfnuði“ þar sem stúlkurnar voru neyddar til þess að stunda kynlíf með rapparanum og kalla hann „pabba“. Yngstu fórnarlömbin eru sögð hafa verið fjórtán ára gamlar.
Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Þetta skrímsli er faðir minn“ Joann Kelly, dóttir rapparans R. Kelly, tjáði sig í fyrsta skipti um ásakanirnar í garð föður síns í Instagram-sögu sinni í gær. 12. janúar 2019 11:27 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
„Þetta skrímsli er faðir minn“ Joann Kelly, dóttir rapparans R. Kelly, tjáði sig í fyrsta skipti um ásakanirnar í garð föður síns í Instagram-sögu sinni í gær. 12. janúar 2019 11:27
„R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33
Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24