Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 17. janúar 2019 11:21 Arnór Þór fékk miða í gær en hér má sjá miða sem Elvar Örn Jónsson fékk eftir leikinn gegn Japan. vísir/getty/hsí Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var sáttur með sigurinn á Japan í gær en það reyndist erfiðara en margir bjuggust við að draga hann að landi. „Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði hörkuleikur. Við horfðum á allan leikinn þeirra með Spáni og eftir það horfðum við á klippur hjá Gumma. Þeir fengu hörku sjálfstraust eftir leikinn á móti Spáni,“ sagði Arnór Þór eftir leikinn í gær. „Mér finnst þeir bara góðir. Þeir eru ótrúlega snöggir á löppunum og erfitt að eiga við þá.“ Íslensku strákarnir hafa verið að fjúka svolítið út af með tvær mínútur og finnst Arnóri línan hans lin. „Mér persónlega finnst verið að dæma of mikið af tveimur mínútum. Svona er þetta bara samt. Við þurfum kannski að vera aðeins klókari og vera fljótari að sleppa þeim,“ sagði hann en nú er það Makedónía í dag. „Makedónía er með frábært lið. Þeir eru með Lazarov sem er frábær, Ristovski í markinu og Manaskov í horninu. Þetta er hörkulið og eru að spila sjö á sex þannig að við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Arnór hjálpaði fréttamönnum Vísis eftir leik og kallaði þá aftur inn á viðtalssvæðið þegar að þeir höfðu gleymt honum. Arnór vissi nefnilega að hann ætti að fara í viðtal við Vísi og Stöð 2. Kjartan Vídó, fjölmiðlafulltrúi HSÍ, tekur nefnilega við beiðnum pressunnar í gegn WhatsApp og lætur svo strákana fá það sem hann hefur í góðum húmor kallað „tossamiða“. „Kjartan Vídó lét mig fá blað sem á stendur Arnór, RÚV, Stöð 2, MBL. Takk fyrir takk,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson léttur að lokum og fór í sturtu.Klippa: Arnór - Verður erfiður leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var sáttur með sigurinn á Japan í gær en það reyndist erfiðara en margir bjuggust við að draga hann að landi. „Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði hörkuleikur. Við horfðum á allan leikinn þeirra með Spáni og eftir það horfðum við á klippur hjá Gumma. Þeir fengu hörku sjálfstraust eftir leikinn á móti Spáni,“ sagði Arnór Þór eftir leikinn í gær. „Mér finnst þeir bara góðir. Þeir eru ótrúlega snöggir á löppunum og erfitt að eiga við þá.“ Íslensku strákarnir hafa verið að fjúka svolítið út af með tvær mínútur og finnst Arnóri línan hans lin. „Mér persónlega finnst verið að dæma of mikið af tveimur mínútum. Svona er þetta bara samt. Við þurfum kannski að vera aðeins klókari og vera fljótari að sleppa þeim,“ sagði hann en nú er það Makedónía í dag. „Makedónía er með frábært lið. Þeir eru með Lazarov sem er frábær, Ristovski í markinu og Manaskov í horninu. Þetta er hörkulið og eru að spila sjö á sex þannig að við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Arnór hjálpaði fréttamönnum Vísis eftir leik og kallaði þá aftur inn á viðtalssvæðið þegar að þeir höfðu gleymt honum. Arnór vissi nefnilega að hann ætti að fara í viðtal við Vísi og Stöð 2. Kjartan Vídó, fjölmiðlafulltrúi HSÍ, tekur nefnilega við beiðnum pressunnar í gegn WhatsApp og lætur svo strákana fá það sem hann hefur í góðum húmor kallað „tossamiða“. „Kjartan Vídó lét mig fá blað sem á stendur Arnór, RÚV, Stöð 2, MBL. Takk fyrir takk,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson léttur að lokum og fór í sturtu.Klippa: Arnór - Verður erfiður leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00