Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2019 16:38 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Vísir/Getty Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem unnin var að beiðni sjávarútvegsráðherra. Andstæðingar hvalveiða hafa löngum bent á að þær gætu haft slæm áhrif á ímynd Íslands erlendis og gætu haft það í för með sér að komum ferðamanna hingað til lands myndi fækka. Einn maður hefur haldið því lengi fram að svo sé ekki en það er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Kristján hefur kynnt sér innihald skýrslunnar en hann segir að niðurstöður hennar séu í takt við það sem hann reiknaði með. „Það hefði verið skrýtið hefði þetta verið öðruvísi,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Árið 2009 komu tæplega fimm hundruð þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Sama ár voru lög sett um hvalveiðar í atvinnuskyni. Kristján segir að frá árinu 2009 hafi Íslendingar veitt hvali, reyndar með hléum, en á þeim tíma hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið en rúmar tvær milljónir ferðamanna komu hingað til lands í fyrra. „Þeir sem eru á móti hvalveiðum héldu því fram að erlendir ferðamenn myndu fælast frá Íslandi. Þetta er hlægilegt af þessu fólki að láta svona,“ segir Kristján og bendir á að hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna í fyrra hafi numið 30 prósentum.Kristján sagði í heimildarmynd sem frumsýnd var á síðasta ári að fólk væri áhugasamt um að koma til Íslands að skoða hvali og smakka hvalkjöt.Vísir/GettyHann vill meina að allt tal um að hvalveiðar myndu hafa neikvæð áhrif á ferðamennsku hér á landi sé rökleysa og skýrslan og tölurnar tali sínu máli.Fjallað var um hvalveiðar Íslendinga í heimildarmynd sem kom út í fyrra en þar var rætt við Kristján sem fullyrti að rekja mætti fjölda ferðamanna hér á landi til hvalveiða. Sagði Kristján í myndinni að fólk sé áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fáist hvergi annarsstaðar í heiminum. „Er það eitthvað óraunhæft?“ spyr Kristján í samtali við Vísi í dag. Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofn en með því er í reynd verið að mæla með frekari hvalveiðum. Kristján tekur undir þetta og bendir á að það megi vel hefja veiðar á sandreyði en sá stofn sé upp á tíu til fimmtán þúsund dýr að mati Kristjáns sem sjáist mikið af í ágúst og september við Íslandsstrendur. Kristján segir áhugaverðustu niðurstöðu þessarar skýrslu vera að sjá hversu mikið hvalirnir taki til sín. Þeir gangi á aðra nytjastofna. „Allt þarf þetta að éta og þeir koma hérna á sumrin til að éta. Þeir eru ekkert í megrun, þetta tekur til sín og hefur áhrif á annað ef þeim fjölgar úr hófi fram. Sá kafli er eitthvað sem menn ættu að hafa áhyggjur af.“ Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem unnin var að beiðni sjávarútvegsráðherra. Andstæðingar hvalveiða hafa löngum bent á að þær gætu haft slæm áhrif á ímynd Íslands erlendis og gætu haft það í för með sér að komum ferðamanna hingað til lands myndi fækka. Einn maður hefur haldið því lengi fram að svo sé ekki en það er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Kristján hefur kynnt sér innihald skýrslunnar en hann segir að niðurstöður hennar séu í takt við það sem hann reiknaði með. „Það hefði verið skrýtið hefði þetta verið öðruvísi,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Árið 2009 komu tæplega fimm hundruð þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Sama ár voru lög sett um hvalveiðar í atvinnuskyni. Kristján segir að frá árinu 2009 hafi Íslendingar veitt hvali, reyndar með hléum, en á þeim tíma hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið en rúmar tvær milljónir ferðamanna komu hingað til lands í fyrra. „Þeir sem eru á móti hvalveiðum héldu því fram að erlendir ferðamenn myndu fælast frá Íslandi. Þetta er hlægilegt af þessu fólki að láta svona,“ segir Kristján og bendir á að hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna í fyrra hafi numið 30 prósentum.Kristján sagði í heimildarmynd sem frumsýnd var á síðasta ári að fólk væri áhugasamt um að koma til Íslands að skoða hvali og smakka hvalkjöt.Vísir/GettyHann vill meina að allt tal um að hvalveiðar myndu hafa neikvæð áhrif á ferðamennsku hér á landi sé rökleysa og skýrslan og tölurnar tali sínu máli.Fjallað var um hvalveiðar Íslendinga í heimildarmynd sem kom út í fyrra en þar var rætt við Kristján sem fullyrti að rekja mætti fjölda ferðamanna hér á landi til hvalveiða. Sagði Kristján í myndinni að fólk sé áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fáist hvergi annarsstaðar í heiminum. „Er það eitthvað óraunhæft?“ spyr Kristján í samtali við Vísi í dag. Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofn en með því er í reynd verið að mæla með frekari hvalveiðum. Kristján tekur undir þetta og bendir á að það megi vel hefja veiðar á sandreyði en sá stofn sé upp á tíu til fimmtán þúsund dýr að mati Kristjáns sem sjáist mikið af í ágúst og september við Íslandsstrendur. Kristján segir áhugaverðustu niðurstöðu þessarar skýrslu vera að sjá hversu mikið hvalirnir taki til sín. Þeir gangi á aðra nytjastofna. „Allt þarf þetta að éta og þeir koma hérna á sumrin til að éta. Þeir eru ekkert í megrun, þetta tekur til sín og hefur áhrif á annað ef þeim fjölgar úr hófi fram. Sá kafli er eitthvað sem menn ættu að hafa áhyggjur af.“
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00