Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2019 16:38 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Vísir/Getty Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem unnin var að beiðni sjávarútvegsráðherra. Andstæðingar hvalveiða hafa löngum bent á að þær gætu haft slæm áhrif á ímynd Íslands erlendis og gætu haft það í för með sér að komum ferðamanna hingað til lands myndi fækka. Einn maður hefur haldið því lengi fram að svo sé ekki en það er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Kristján hefur kynnt sér innihald skýrslunnar en hann segir að niðurstöður hennar séu í takt við það sem hann reiknaði með. „Það hefði verið skrýtið hefði þetta verið öðruvísi,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Árið 2009 komu tæplega fimm hundruð þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Sama ár voru lög sett um hvalveiðar í atvinnuskyni. Kristján segir að frá árinu 2009 hafi Íslendingar veitt hvali, reyndar með hléum, en á þeim tíma hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið en rúmar tvær milljónir ferðamanna komu hingað til lands í fyrra. „Þeir sem eru á móti hvalveiðum héldu því fram að erlendir ferðamenn myndu fælast frá Íslandi. Þetta er hlægilegt af þessu fólki að láta svona,“ segir Kristján og bendir á að hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna í fyrra hafi numið 30 prósentum.Kristján sagði í heimildarmynd sem frumsýnd var á síðasta ári að fólk væri áhugasamt um að koma til Íslands að skoða hvali og smakka hvalkjöt.Vísir/GettyHann vill meina að allt tal um að hvalveiðar myndu hafa neikvæð áhrif á ferðamennsku hér á landi sé rökleysa og skýrslan og tölurnar tali sínu máli.Fjallað var um hvalveiðar Íslendinga í heimildarmynd sem kom út í fyrra en þar var rætt við Kristján sem fullyrti að rekja mætti fjölda ferðamanna hér á landi til hvalveiða. Sagði Kristján í myndinni að fólk sé áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fáist hvergi annarsstaðar í heiminum. „Er það eitthvað óraunhæft?“ spyr Kristján í samtali við Vísi í dag. Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofn en með því er í reynd verið að mæla með frekari hvalveiðum. Kristján tekur undir þetta og bendir á að það megi vel hefja veiðar á sandreyði en sá stofn sé upp á tíu til fimmtán þúsund dýr að mati Kristjáns sem sjáist mikið af í ágúst og september við Íslandsstrendur. Kristján segir áhugaverðustu niðurstöðu þessarar skýrslu vera að sjá hversu mikið hvalirnir taki til sín. Þeir gangi á aðra nytjastofna. „Allt þarf þetta að éta og þeir koma hérna á sumrin til að éta. Þeir eru ekkert í megrun, þetta tekur til sín og hefur áhrif á annað ef þeim fjölgar úr hófi fram. Sá kafli er eitthvað sem menn ættu að hafa áhyggjur af.“ Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem unnin var að beiðni sjávarútvegsráðherra. Andstæðingar hvalveiða hafa löngum bent á að þær gætu haft slæm áhrif á ímynd Íslands erlendis og gætu haft það í för með sér að komum ferðamanna hingað til lands myndi fækka. Einn maður hefur haldið því lengi fram að svo sé ekki en það er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Kristján hefur kynnt sér innihald skýrslunnar en hann segir að niðurstöður hennar séu í takt við það sem hann reiknaði með. „Það hefði verið skrýtið hefði þetta verið öðruvísi,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Árið 2009 komu tæplega fimm hundruð þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Sama ár voru lög sett um hvalveiðar í atvinnuskyni. Kristján segir að frá árinu 2009 hafi Íslendingar veitt hvali, reyndar með hléum, en á þeim tíma hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið en rúmar tvær milljónir ferðamanna komu hingað til lands í fyrra. „Þeir sem eru á móti hvalveiðum héldu því fram að erlendir ferðamenn myndu fælast frá Íslandi. Þetta er hlægilegt af þessu fólki að láta svona,“ segir Kristján og bendir á að hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna í fyrra hafi numið 30 prósentum.Kristján sagði í heimildarmynd sem frumsýnd var á síðasta ári að fólk væri áhugasamt um að koma til Íslands að skoða hvali og smakka hvalkjöt.Vísir/GettyHann vill meina að allt tal um að hvalveiðar myndu hafa neikvæð áhrif á ferðamennsku hér á landi sé rökleysa og skýrslan og tölurnar tali sínu máli.Fjallað var um hvalveiðar Íslendinga í heimildarmynd sem kom út í fyrra en þar var rætt við Kristján sem fullyrti að rekja mætti fjölda ferðamanna hér á landi til hvalveiða. Sagði Kristján í myndinni að fólk sé áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fáist hvergi annarsstaðar í heiminum. „Er það eitthvað óraunhæft?“ spyr Kristján í samtali við Vísi í dag. Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofn en með því er í reynd verið að mæla með frekari hvalveiðum. Kristján tekur undir þetta og bendir á að það megi vel hefja veiðar á sandreyði en sá stofn sé upp á tíu til fimmtán þúsund dýr að mati Kristjáns sem sjáist mikið af í ágúst og september við Íslandsstrendur. Kristján segir áhugaverðustu niðurstöðu þessarar skýrslu vera að sjá hversu mikið hvalirnir taki til sín. Þeir gangi á aðra nytjastofna. „Allt þarf þetta að éta og þeir koma hérna á sumrin til að éta. Þeir eru ekkert í megrun, þetta tekur til sín og hefur áhrif á annað ef þeim fjölgar úr hófi fram. Sá kafli er eitthvað sem menn ættu að hafa áhyggjur af.“
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00