Íslenskt sprotafyrirtæki tryggði 110 milljóna fjármögnun til lyfjaþróunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 13:50 Tveir af aðstandendum Epiendo, Friðrik Rúnar Garðarsson og Finnur Friðrik Einarsson. epiendo EpiEndo, sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun, lauk í gær 110 milljón króna fjármögnun. Fjármögnunin mun gera fyrirtækinu kleift að ljúka for-klínískum rannsóknum á lyfi gegn langvinnri lungateppu (e. Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)). Vonir standa til að lyfið verði komið á markað eftir um 6 til 8 ár, að loknum ítarlegum prófunum. Fram kemur í tilkynningu frá EpiEndo að um 70 milljón manns kljáist við sjúkdóminn í heiminum í dag en að engin lækning sé enn til við sjúkdómnum. Lyfið sem EpiEndo er með í þróun mun tilheyra nýjum flokki lyfja sem skilgreind verða sem „þekjueflandi“ (e. barriolides). Til útskýringar segir fyrirtækið að fyrsta lyf EpiEndo sé „azithromycin-afleiða“ sem drepur ekki sýkla. „Rannsóknir hafa sýnt að langtímanotkun azithromycin fækkar innlögnum COPD sjúklinga um 30% til 50% en fjölgar á sama tíma tilfellum fjölónæmra baktería og því hefur ekki verið hægt að nota azithromycin til að meðhöndla COPD sjúklinga. Okkar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að efnin okkar hafi betri virkni en azithromycin.“ EpiEndo er sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun sem var stofnað í janúar 2014 af Friðriki Rúnari Garðarssyni. Hann er meðal annars sagður hafa byggt hugmynd sína á þekjueflandi lyfjum á rannsóknum sem unnar voru í Háskóla Íslands í kringum 2006. EpiEndo hafði fyrir fyrrnefnda fjármögnun aflað sér tæpra 300 milljón króna í hlutafé frá stofnun. Þá hefur fyrirtækið jafnframt hlotið styrki úr sjóðum Rannís. Verðmætasta eign EpiEndo er fyrsta einkaleyfi þess, sem birt var í nóvember árið 2016 og gildir hið minnsta í 20 ár frá útgáfudegi. EpiEndo stefnir á að ljúka for-klínískum þróunum, þ.e. tilraunum á rannsóknarstofu og dýrum, í mars 2019. Megnið af rannsóknum fyrirtækisins hafa hingað til verið unnar í Lífvísindasetri Háskóla Íslands, auk þess sem dýrarannsóknir EpiEndo. hafa verið unnar í ArticLas í Reykjavík Nánari upplýsingar, auk fréttatilkynningarinnar á ensku, má nálgast á vefsíðu EpiEndo. Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
EpiEndo, sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun, lauk í gær 110 milljón króna fjármögnun. Fjármögnunin mun gera fyrirtækinu kleift að ljúka for-klínískum rannsóknum á lyfi gegn langvinnri lungateppu (e. Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)). Vonir standa til að lyfið verði komið á markað eftir um 6 til 8 ár, að loknum ítarlegum prófunum. Fram kemur í tilkynningu frá EpiEndo að um 70 milljón manns kljáist við sjúkdóminn í heiminum í dag en að engin lækning sé enn til við sjúkdómnum. Lyfið sem EpiEndo er með í þróun mun tilheyra nýjum flokki lyfja sem skilgreind verða sem „þekjueflandi“ (e. barriolides). Til útskýringar segir fyrirtækið að fyrsta lyf EpiEndo sé „azithromycin-afleiða“ sem drepur ekki sýkla. „Rannsóknir hafa sýnt að langtímanotkun azithromycin fækkar innlögnum COPD sjúklinga um 30% til 50% en fjölgar á sama tíma tilfellum fjölónæmra baktería og því hefur ekki verið hægt að nota azithromycin til að meðhöndla COPD sjúklinga. Okkar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að efnin okkar hafi betri virkni en azithromycin.“ EpiEndo er sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun sem var stofnað í janúar 2014 af Friðriki Rúnari Garðarssyni. Hann er meðal annars sagður hafa byggt hugmynd sína á þekjueflandi lyfjum á rannsóknum sem unnar voru í Háskóla Íslands í kringum 2006. EpiEndo hafði fyrir fyrrnefnda fjármögnun aflað sér tæpra 300 milljón króna í hlutafé frá stofnun. Þá hefur fyrirtækið jafnframt hlotið styrki úr sjóðum Rannís. Verðmætasta eign EpiEndo er fyrsta einkaleyfi þess, sem birt var í nóvember árið 2016 og gildir hið minnsta í 20 ár frá útgáfudegi. EpiEndo stefnir á að ljúka for-klínískum þróunum, þ.e. tilraunum á rannsóknarstofu og dýrum, í mars 2019. Megnið af rannsóknum fyrirtækisins hafa hingað til verið unnar í Lífvísindasetri Háskóla Íslands, auk þess sem dýrarannsóknir EpiEndo. hafa verið unnar í ArticLas í Reykjavík Nánari upplýsingar, auk fréttatilkynningarinnar á ensku, má nálgast á vefsíðu EpiEndo.
Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira