Einungis 1968 klukkustundir til stefnu til að rifja upp Game of Thrones Stöð 2 kynnir 21. janúar 2019 08:30 Það styttist í Jon Snow. HBO Game of Thrones hefur göngu sína á Stöð 2 eftir 82 daga en nýja serían verður eins og áður heimsfrumsýnd á Stöð 2, á sama tíma og hjá HBO, klukkan 1 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl. Þetta verður áttunda serían sem fer í loftið svo þeir sem ætla sér að rifja upp þurfa að renna yfir sjö þáttaraðir eða 67 þætti í allt. Hver þáttur er rétt tæpur klukkutími að lengd svo við erum að tala um 67 klukkutíma! Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur dýpri innsýn í Game of Thrones en margur annar þar sem hann þýðir þættina fyrir Stöð 2. Hann segir nauðsynlegt að rifja upp.Oddur J. Jónasson þýðir Game of Thrones fyrir Stöð 2. Hann segir nauðsynlegt að rifja upp söguna.Vísir/Vilhelm„Það er svo langt liðið frá síðustu seríu, meira en ár! Í það minnsta verður fólk að horfa á lokaþátt síðustu seríu áður en nýja serían hefst. Sá þáttur var líka mjög hressilegur. En ég myndi samt segja nauðsynlegt að yfirferðin nái yfir allar seríurnar,“ segir Oddur. Ómögulegt sé fyrir þá, sem hafa af einhverjum ástæðum ekki séð einn einasta þátt, að „detta bara inn í söguna“ í áttundu seríunni. „Það gengur ekki, forsagan er of mikil,“ segir Oddur. En ekkert stress, allar þáttaraðir Game of Thrones eru inni á Stöð 2 Maraþon og 82 dagar telja um það bil 1968 klukkutíma. Enn er því enn nógur tími til að horfa á alla þættina. Það þarf bara smá skipulag. Á síðunni cnet.com er búið að reikna út eftirfarandi tímaplan:Hægt og bítandiEinn þáttur á dag: Hefja áhorf 6. febrúar. Tveir þættir á dag: Hefja áhorf 11. mars. Þrír þættir á dag: Hefja áhorf 23. mars. Fimm þættir á dag: Hefja áhorf 1. apríl. Í litlum lotumFimm þættir á viku: Hefja áhorf 14 janúar. Sjö þættir á viku: Hefja áhorf 4. febrúar. Heil þáttaröð á viku: Hefja áhorf 25. febrúar. HelgarloturSex þættir yfir helgi: Hefja áhorf 26. janúar. Tíu þættir yfir helgi: Hefja áhorf 2. mars. Heila þáttaröð yfir helgi: Hefja áhorf 23. febrúar.Drekamóðirin Daenerys Targaryen.HBOEn hvað ef fólk lendir í tímahraki, nú eða vill stytta sér leið inn í forsöguna? „Höfundur Game of Thrones er ekki fyrirsjáanlegur og sagan tekur iðulega óvænta stefnu. En, það er þó hægt að stikla á stóru til að ná helstu vendipunktum sögunnar,“ segir Oddur. „Ég get til dæmis mælt með samantekt News Bytes á helstu þáttum til að komast inn í söguna.Þar er meðal annars mælt með 9. þætti í seríu 1, 2, 3 og 5 en oft verða miklar sviftingar í sögunni einmitt í 9. og næst síðasta þætti hverrar seríu,“ segir Oddur og finnst varla hægt að komast upp með að fylgjast ekki með Game of Thrones. „Það er hæpið. Á þessum árstíma er Game of Thrones það sem talað er um á kaffistofunum. Á mínum vinnustað var til dæmis gripið til þess ráðs að horfa saman á þáttinn á mánudagsmorgnum, til þess að geta hreinlega talað saman yfir daginn,“ segir Oddur. Sjálfur þurfti hann oft að sitja á sér en starfs síns vegna var hann alltaf löngu búinn að horfa á undan öllum öðrum. „Það gat tekið verulega á. Sem betur fer vorum við tvö, ég og sú sem sá um að kóða. Þegar spennan var of mikil gátum við stundum lokað okkur af og farið yfir málin,“ segir Oddur sposkur.Systkinin Jon Snow, Sansa Stark og Arya Stark eru í aðalhlutverki í stiklu sem nýlega var birt fyrir síðustu þáttaröðina.HBOVinsældir þáttanna eru með ólíkindum og öryggiskröfur framleiðenda þar af leiðandi miklar. „Allt í kringum þessa þætti er leynikóðað svo ekkert leki út og miklar öryggisráðstafanir gerðar varðandi handrit og öll gögn. Það þekki ég ekki með aðrar sjónvarpsseríur,“ segir Oddur og leiðist ekki í vinnunni. „Ég hef alltaf verið fantasíunörd og GOT er algjör draumur nörda. Ég leyfi mér að nördast alla leið í þýðingunum og íslenska til dæmis nöfn á bæjum og borgum. Þetta er svo skemmtilegt efni en kannski ekki fyrir fjölskylduna að horfa á saman. GOT er fullorðins,“ segir Oddur og rifjar upp vandræðalegt augnablik þegar hann horfði á Game of Thrones í flugvél um miðja nótt. „Ég ýtti á pásu þegar flugfreyjan kom að bjóða mér drykk í og myndin fraus í miðri ástarsenu tveggja karla.“ Væntanleg sería Game of Thrones verður sú síðasta. Hvað gera eldheitir aðdáendur þá? „Úff, þá leggst ég bara í hýði, þá fyrst kemur veturinn!" Nýju þættirnir verða aðgengilegir á tímaflakki og frelsi eftir 15. apríl og verða endursýndir á mánudagskvöldum. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2 Maraþon á stod2.is – hún kostar einungis 2.490 krónur á mánuði og hægt er að horfa í gegnum myndlykil, Apple TV, iOS og Android tæki eða í tölvunni. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu kitluna fyrir þættina, brot af því sem áhorfendur eiga von á eftir 1968 klukkustundir.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Stöð 2.Klippa: Game of Thrones - kitla fyrir síðustu þáttaröðina Bíó og sjónvarp Game of Thrones Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Game of Thrones hefur göngu sína á Stöð 2 eftir 82 daga en nýja serían verður eins og áður heimsfrumsýnd á Stöð 2, á sama tíma og hjá HBO, klukkan 1 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl. Þetta verður áttunda serían sem fer í loftið svo þeir sem ætla sér að rifja upp þurfa að renna yfir sjö þáttaraðir eða 67 þætti í allt. Hver þáttur er rétt tæpur klukkutími að lengd svo við erum að tala um 67 klukkutíma! Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur dýpri innsýn í Game of Thrones en margur annar þar sem hann þýðir þættina fyrir Stöð 2. Hann segir nauðsynlegt að rifja upp.Oddur J. Jónasson þýðir Game of Thrones fyrir Stöð 2. Hann segir nauðsynlegt að rifja upp söguna.Vísir/Vilhelm„Það er svo langt liðið frá síðustu seríu, meira en ár! Í það minnsta verður fólk að horfa á lokaþátt síðustu seríu áður en nýja serían hefst. Sá þáttur var líka mjög hressilegur. En ég myndi samt segja nauðsynlegt að yfirferðin nái yfir allar seríurnar,“ segir Oddur. Ómögulegt sé fyrir þá, sem hafa af einhverjum ástæðum ekki séð einn einasta þátt, að „detta bara inn í söguna“ í áttundu seríunni. „Það gengur ekki, forsagan er of mikil,“ segir Oddur. En ekkert stress, allar þáttaraðir Game of Thrones eru inni á Stöð 2 Maraþon og 82 dagar telja um það bil 1968 klukkutíma. Enn er því enn nógur tími til að horfa á alla þættina. Það þarf bara smá skipulag. Á síðunni cnet.com er búið að reikna út eftirfarandi tímaplan:Hægt og bítandiEinn þáttur á dag: Hefja áhorf 6. febrúar. Tveir þættir á dag: Hefja áhorf 11. mars. Þrír þættir á dag: Hefja áhorf 23. mars. Fimm þættir á dag: Hefja áhorf 1. apríl. Í litlum lotumFimm þættir á viku: Hefja áhorf 14 janúar. Sjö þættir á viku: Hefja áhorf 4. febrúar. Heil þáttaröð á viku: Hefja áhorf 25. febrúar. HelgarloturSex þættir yfir helgi: Hefja áhorf 26. janúar. Tíu þættir yfir helgi: Hefja áhorf 2. mars. Heila þáttaröð yfir helgi: Hefja áhorf 23. febrúar.Drekamóðirin Daenerys Targaryen.HBOEn hvað ef fólk lendir í tímahraki, nú eða vill stytta sér leið inn í forsöguna? „Höfundur Game of Thrones er ekki fyrirsjáanlegur og sagan tekur iðulega óvænta stefnu. En, það er þó hægt að stikla á stóru til að ná helstu vendipunktum sögunnar,“ segir Oddur. „Ég get til dæmis mælt með samantekt News Bytes á helstu þáttum til að komast inn í söguna.Þar er meðal annars mælt með 9. þætti í seríu 1, 2, 3 og 5 en oft verða miklar sviftingar í sögunni einmitt í 9. og næst síðasta þætti hverrar seríu,“ segir Oddur og finnst varla hægt að komast upp með að fylgjast ekki með Game of Thrones. „Það er hæpið. Á þessum árstíma er Game of Thrones það sem talað er um á kaffistofunum. Á mínum vinnustað var til dæmis gripið til þess ráðs að horfa saman á þáttinn á mánudagsmorgnum, til þess að geta hreinlega talað saman yfir daginn,“ segir Oddur. Sjálfur þurfti hann oft að sitja á sér en starfs síns vegna var hann alltaf löngu búinn að horfa á undan öllum öðrum. „Það gat tekið verulega á. Sem betur fer vorum við tvö, ég og sú sem sá um að kóða. Þegar spennan var of mikil gátum við stundum lokað okkur af og farið yfir málin,“ segir Oddur sposkur.Systkinin Jon Snow, Sansa Stark og Arya Stark eru í aðalhlutverki í stiklu sem nýlega var birt fyrir síðustu þáttaröðina.HBOVinsældir þáttanna eru með ólíkindum og öryggiskröfur framleiðenda þar af leiðandi miklar. „Allt í kringum þessa þætti er leynikóðað svo ekkert leki út og miklar öryggisráðstafanir gerðar varðandi handrit og öll gögn. Það þekki ég ekki með aðrar sjónvarpsseríur,“ segir Oddur og leiðist ekki í vinnunni. „Ég hef alltaf verið fantasíunörd og GOT er algjör draumur nörda. Ég leyfi mér að nördast alla leið í þýðingunum og íslenska til dæmis nöfn á bæjum og borgum. Þetta er svo skemmtilegt efni en kannski ekki fyrir fjölskylduna að horfa á saman. GOT er fullorðins,“ segir Oddur og rifjar upp vandræðalegt augnablik þegar hann horfði á Game of Thrones í flugvél um miðja nótt. „Ég ýtti á pásu þegar flugfreyjan kom að bjóða mér drykk í og myndin fraus í miðri ástarsenu tveggja karla.“ Væntanleg sería Game of Thrones verður sú síðasta. Hvað gera eldheitir aðdáendur þá? „Úff, þá leggst ég bara í hýði, þá fyrst kemur veturinn!" Nýju þættirnir verða aðgengilegir á tímaflakki og frelsi eftir 15. apríl og verða endursýndir á mánudagskvöldum. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2 Maraþon á stod2.is – hún kostar einungis 2.490 krónur á mánuði og hægt er að horfa í gegnum myndlykil, Apple TV, iOS og Android tæki eða í tölvunni. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu kitluna fyrir þættina, brot af því sem áhorfendur eiga von á eftir 1968 klukkustundir.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Stöð 2.Klippa: Game of Thrones - kitla fyrir síðustu þáttaröðina
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira