Fækkaði um 1.400 hjá VLFA Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. janúar 2019 08:15 Frá samningafundi hjá ríkissáttasemjara. Vilhjálmur er fyrir miðri mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Þetta er algjört aukaatriði og skiptir engu máli en það virðist hafa verið ógurlegur titringur hjá SA út af þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), um fjölda félagsmanna sinna sem heyri undir kjaraviðræðurnar við SA. Ríkissáttasemjari kallaði eftir fjölda félagsmanna sem samningarnir ná til frá stéttarfélögunum. Samkvæmt upphaflegu svari VLFA voru félagsmenn alls 2.509 en samkvæmt leiðréttu svari eru þeir 1.102. „Ég sendi tölvupóst á SA og sagði að ef þetta væri nú það sem SA hefðu mestar áhyggjur af þá væru áhyggjurnar sem við þyrftum að hafa ekki miklar.“ Vilhjálmur segir að vegna misskilnings hafi verið tekinn saman listi þar sem einnig var að finna félagsmenn sem heyra undir sérkjarasamninga. Stærstur hluti þeirra starfar í stóriðju á Grundartanga. „Það fór vitlaus tala til Ríkissáttasemjara en ég er búinn að leiðrétta það. Við erum aldrei að spá í þetta fyrr en við þurfum að láta kjósa um verkfall eða samning. Þetta hefur aldrei verið gert á meðan viðræður eru í gangi þannig að þetta eru ný vinnubrögð hjá sáttasemjara.“ Vilhjálmur vill á móti vita hversu mörg fyrirtæki eigi aðild að SA. „Ég ætla að senda erindi og spyrja að því hvað það séu mörg fyrirtæki sem tengjast SA á mínu félagssvæði. Við höfum ekki hugmynd um það hvort fyrirtæki sem félagsmenn okkar vinna hjá tilheyra SA eða ekki. Ég kalla eftir þessum upplýsingum og að þetta verði greint niður á félagssvæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
„Þetta er algjört aukaatriði og skiptir engu máli en það virðist hafa verið ógurlegur titringur hjá SA út af þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), um fjölda félagsmanna sinna sem heyri undir kjaraviðræðurnar við SA. Ríkissáttasemjari kallaði eftir fjölda félagsmanna sem samningarnir ná til frá stéttarfélögunum. Samkvæmt upphaflegu svari VLFA voru félagsmenn alls 2.509 en samkvæmt leiðréttu svari eru þeir 1.102. „Ég sendi tölvupóst á SA og sagði að ef þetta væri nú það sem SA hefðu mestar áhyggjur af þá væru áhyggjurnar sem við þyrftum að hafa ekki miklar.“ Vilhjálmur segir að vegna misskilnings hafi verið tekinn saman listi þar sem einnig var að finna félagsmenn sem heyra undir sérkjarasamninga. Stærstur hluti þeirra starfar í stóriðju á Grundartanga. „Það fór vitlaus tala til Ríkissáttasemjara en ég er búinn að leiðrétta það. Við erum aldrei að spá í þetta fyrr en við þurfum að láta kjósa um verkfall eða samning. Þetta hefur aldrei verið gert á meðan viðræður eru í gangi þannig að þetta eru ný vinnubrögð hjá sáttasemjara.“ Vilhjálmur vill á móti vita hversu mörg fyrirtæki eigi aðild að SA. „Ég ætla að senda erindi og spyrja að því hvað það séu mörg fyrirtæki sem tengjast SA á mínu félagssvæði. Við höfum ekki hugmynd um það hvort fyrirtæki sem félagsmenn okkar vinna hjá tilheyra SA eða ekki. Ég kalla eftir þessum upplýsingum og að þetta verði greint niður á félagssvæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira