Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. janúar 2019 08:30 Seðlabankinn á mikið málverkasafn en nekt líkt og á meðfylgjandi mynd eftir Gunnlaug Blöndal fær ekki að prýða veggi bankans. Fréttablaðið/Anton Brink Ákvörðun hefur verið tekin um að fjarlægja alfarið nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum Seðlabanka Íslands. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að gerð var athugasemd við hina ósæmilegu nekt. Fréttablaðið fjallaði um það síðastliðið sumar að til skoðunar væri með hvaða hætti ætti að bregðast við kvörtun starfsmanns sem var misboðið af málverkunum sem innihalda nekt. Fréttin vakti verðskuldaða athygli og sitt sýndist hverjum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar skoðunar og var hún að myndirnar skyldu fjúka. „Ákveðið var að þessi málverk yrðu ekki á almennum vinnusvæðum eða á skrifstofum yfirmanna, þ.e. á þeim svæðum þar sem almennir starfsmenn vinna eða þurfa að leita með erindi,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins um lyktir málsins.Stúlka með greiðu. Eitt af verkum Gunnlaugs Blöndal.Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkurt safn klassískra myndlistarverka eftir meðal annars marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í júní gerði starfsmaður athugasemd við myndirnar, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin kom í kjölfar mikillar MeToo-umræðu í þjóðfélaginu og var hún tekin föstum tökum af stjórnendum bankans sem settu málið í ferli til að ákveða örlög nektarverkanna. Ljóst er að listunnendur munu margir súpa hveljur yfir morgunkaffinu í dag yfir svörum Stefáns Jóhanns. „Þau eru um þessar mundir í geymslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðra notkun þeirra.“Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands.Listamaðurinn og prófessorinn, Guðmundur Oddur Magnússon, oft kallaður Goddur, gagnrýnir það sem hann kallar púrítanastefnu Seðlabankans í þessu máli. „Þá mætti alveg eins pakka hálfri listasögunni ofan í geymslu. Mannslíkaminn, bæði karla og kvenna, hefur lengi verið viðfangsefni listamanna,“ segir Goddur og fer á flug. Hann viti til þess að það séu styttur af berum karlmanni eftir Bertel Thorvaldsen í borginni, fullt af brjóstum í verkum Ásmundar Sveinssonar líka. „Það þarf aldeilis að taka hér til. Við þurfum að gerast aftur alvöru púritanar og fara með hálft listasafn þjóðarinnar og allra þjóða og læsa það í geymslum! Ég styð púrítanisma. Lengi hann lifi!“ segir listspekúlantinn kaldhæðinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Seðlabankinn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin um að fjarlægja alfarið nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum Seðlabanka Íslands. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að gerð var athugasemd við hina ósæmilegu nekt. Fréttablaðið fjallaði um það síðastliðið sumar að til skoðunar væri með hvaða hætti ætti að bregðast við kvörtun starfsmanns sem var misboðið af málverkunum sem innihalda nekt. Fréttin vakti verðskuldaða athygli og sitt sýndist hverjum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar skoðunar og var hún að myndirnar skyldu fjúka. „Ákveðið var að þessi málverk yrðu ekki á almennum vinnusvæðum eða á skrifstofum yfirmanna, þ.e. á þeim svæðum þar sem almennir starfsmenn vinna eða þurfa að leita með erindi,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins um lyktir málsins.Stúlka með greiðu. Eitt af verkum Gunnlaugs Blöndal.Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkurt safn klassískra myndlistarverka eftir meðal annars marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í júní gerði starfsmaður athugasemd við myndirnar, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin kom í kjölfar mikillar MeToo-umræðu í þjóðfélaginu og var hún tekin föstum tökum af stjórnendum bankans sem settu málið í ferli til að ákveða örlög nektarverkanna. Ljóst er að listunnendur munu margir súpa hveljur yfir morgunkaffinu í dag yfir svörum Stefáns Jóhanns. „Þau eru um þessar mundir í geymslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðra notkun þeirra.“Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands.Listamaðurinn og prófessorinn, Guðmundur Oddur Magnússon, oft kallaður Goddur, gagnrýnir það sem hann kallar púrítanastefnu Seðlabankans í þessu máli. „Þá mætti alveg eins pakka hálfri listasögunni ofan í geymslu. Mannslíkaminn, bæði karla og kvenna, hefur lengi verið viðfangsefni listamanna,“ segir Goddur og fer á flug. Hann viti til þess að það séu styttur af berum karlmanni eftir Bertel Thorvaldsen í borginni, fullt af brjóstum í verkum Ásmundar Sveinssonar líka. „Það þarf aldeilis að taka hér til. Við þurfum að gerast aftur alvöru púritanar og fara með hálft listasafn þjóðarinnar og allra þjóða og læsa það í geymslum! Ég styð púrítanisma. Lengi hann lifi!“ segir listspekúlantinn kaldhæðinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Seðlabankinn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira