Segir samhljóm með áherslum BSRB og Alþýðusambandsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. janúar 2019 09:00 Sonja Ýr, sem hér sést ávarpa þing ASÍ, segir margt sameiginlegt í áherslum BSRB og ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það er ljóst að okkar áherslur verða í skattamálum og húsnæðismálum. Svo eru ýmis sérmál okkar eins og jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og áframhaldandi launaþróunartrygging. Við leggjum líka mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um komandi kjaraviðræður. Alls losna 152 kjarasamningar í lok mars næstkomandi en þar eru undir flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt lögum þurfa aðilar að skila viðræðuáætlunum til ríkissáttasemjara tíu vikum fyrir þann tíma og rann sá frestur út í gær. Um hádegi í gær höfðu embættinu borist 14 áætlanir en taka skal fram að heildarsamtök geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín aðildarfélög. Í svari frá ríkissáttasemjara kemur fram að von sé á fleiri áætlunum eftir helgi en ekki liggi fyrir hversu margar þær verði. Sonja segir að stutt sé í að kröfur aðildarfélaga BSRB verði klárar. „Þetta er farið að skýrast. Það eru búnir að vera fundir hjá aðildarfélögunum og samningseiningum BSRB þar sem við erum að ræða hverjar verða sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum og viðsemjendum.“ Félagsmenn BSRB eru um 21 þúsund talsins og losna samningar meginþorra þeirra í lok mars. „Það er okkar stefna að tryggja lægstu launin þannig að það er samstaða með aðildarfélögum ASÍ hvað það varðar. Svo eru áherslur okkar svipaðar í skatta- og húsnæðismálum,“ segir Sonja. Varðandi samráð við stjórnvöld bendir Sonja á að von sé á tillögum átakshóps um húsnæðismál vonandi í næstu viku. „Það er auðvitað mikilvægt að taka það samtal og það er tilraunarinnar virði að fá fólk til að sameinast um tillögur. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn.“ Umræðan um skattamálin sé hins vegar svolítið á eftir. „Þau eru á dagskrá í samtali við stjórnvöld næsta þriðjudag og það verður áhugavert að heyra af því. Þau mál verða samt auðvitað ekki kláruð á einum degi.“ Kjaramál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Sjá meira
„Það er ljóst að okkar áherslur verða í skattamálum og húsnæðismálum. Svo eru ýmis sérmál okkar eins og jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og áframhaldandi launaþróunartrygging. Við leggjum líka mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um komandi kjaraviðræður. Alls losna 152 kjarasamningar í lok mars næstkomandi en þar eru undir flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt lögum þurfa aðilar að skila viðræðuáætlunum til ríkissáttasemjara tíu vikum fyrir þann tíma og rann sá frestur út í gær. Um hádegi í gær höfðu embættinu borist 14 áætlanir en taka skal fram að heildarsamtök geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín aðildarfélög. Í svari frá ríkissáttasemjara kemur fram að von sé á fleiri áætlunum eftir helgi en ekki liggi fyrir hversu margar þær verði. Sonja segir að stutt sé í að kröfur aðildarfélaga BSRB verði klárar. „Þetta er farið að skýrast. Það eru búnir að vera fundir hjá aðildarfélögunum og samningseiningum BSRB þar sem við erum að ræða hverjar verða sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum og viðsemjendum.“ Félagsmenn BSRB eru um 21 þúsund talsins og losna samningar meginþorra þeirra í lok mars. „Það er okkar stefna að tryggja lægstu launin þannig að það er samstaða með aðildarfélögum ASÍ hvað það varðar. Svo eru áherslur okkar svipaðar í skatta- og húsnæðismálum,“ segir Sonja. Varðandi samráð við stjórnvöld bendir Sonja á að von sé á tillögum átakshóps um húsnæðismál vonandi í næstu viku. „Það er auðvitað mikilvægt að taka það samtal og það er tilraunarinnar virði að fá fólk til að sameinast um tillögur. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn.“ Umræðan um skattamálin sé hins vegar svolítið á eftir. „Þau eru á dagskrá í samtali við stjórnvöld næsta þriðjudag og það verður áhugavert að heyra af því. Þau mál verða samt auðvitað ekki kláruð á einum degi.“
Kjaramál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Sjá meira