Erlent

Söngvari Dr Hook er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ray Sawyer á sviði árið 1979.
Ray Sawyer á sviði árið 1979. Getty
Ray Sawyer, söngvari í bandarísku sveitinni Dr Hook & the Medicine Show, er látinn 81 árs að aldri.

Sveitin spilaði sálar- og rokktónlist og naut talsverðra vinsælda á áttunda áratugnum, meðal annars fyrir lagið When You're in Love with a Beautiful Woman frá árinu 1979.

Sawyer, sem skartaði jafnan kúrekahatti og lepp fyrir hægra auga, andaðist í Daytona í Flórída í gær eftir veikindi.

Sawyer gekk til liðs við Dr Hook árið 1969, tveimur árum eftir að hafa misst annað auga sitt í bílslysi. Hann sagði skilið við sveitina árið 1981 og spilaði mikið með sveitinni Dr Hook featuring Ray Sawyer eftir það. Hann hætti í tónlistinni fyrir um þremur árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×