Harden óstöðvandi í jólamánuðinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2019 07:00 James Harden hefur skorað 40 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Houston Rockets. Vísir/Getty Það eru engin gífuryrði að segja að James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hafi farið mikinn í desember. Raunar héldu manninum með skeggið engin bönd. Í síðasta leik Houston á árinu 2018, 113-101 sigri á Memphis Grizzlies var Harden með þrefalda tvennu; skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr átta skotum utan af velli og tapaði boltanum níu sinnum en skoraði 21 stig af vítalínunni. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Harden skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu Houston sem skorar 40 stig eða meira í fjórum leikjum í röð. „Ég veit ekki hvernig er hægt að spila betur en hann er að gera,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Houston, um Harden eftir sigurinn á Memphis. „Hann stelur boltum og nær þreföldum tvennum eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er á allt öðru plani en hjá öðrum.“ Harden lék 15 leiki í desember. Í þeim skoraði hann 36,4 stig að meðaltali, tók 5,9 fráköst og gaf 7,9 stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Houston á árinu 2018 skoraði Harden 40,8 stig að meðaltali, tók 6,8 fráköst og gaf 8,9 stoðsendingar. Samkvæmt tölfræðingum vestanhafs er Harden þriðji leikmaðurinn í NBA á síðustu 30 árum sem skorar a.m.k. 400 stig yfir tíu leikja tímabil. Hinir eru Michael Jordan og Kobe Bryant. Í síðustu átta leikjum Houston hefur Harden skorað a.m.k. 35 stig og gefið fimm stoðsendingar. Með því sló hann met sem var í eigu Oscars Robertson. Á ýmsu hefur gengið hjá Houston á þessu tímabili. Í fyrra var liðið með besta árangurinn í NBA; vann 65 leiki og setti í leiðinni félagsmet. Houston komst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warriors í oddaleik. Harden lék stórvel í fyrra og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP). Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópi Houston í sumar og liðið fór illa af stað. Fimm af fyrstu sex leikjunum töpuðust og í byrjun desember var Houston með ellefu sigra og 14 töp og við botninn í Vesturdeildinni. En þá fór Harden á flug og gengi Houston tók stakkaskiptum. Liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og er komið í baráttuna um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Harden er líka kominn inn í umræðuna um verðmætasta leikmann tímabilsins. Hann hefur borið lið Houston á herðum sér og snúið gengi þess algjörlega við á síðustu vikum. Harden er með 33,3 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Clint Capela er næststigahæstur hjá Houston með 17,0 stig að meðaltali í leik. Harden er ekki bara langstigahæsti leikmaður Houston á tímabilinu heldur einnig langstigahæsti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, kemur næstur með 28,7 stig að meðaltali í leik. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Það eru engin gífuryrði að segja að James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hafi farið mikinn í desember. Raunar héldu manninum með skeggið engin bönd. Í síðasta leik Houston á árinu 2018, 113-101 sigri á Memphis Grizzlies var Harden með þrefalda tvennu; skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr átta skotum utan af velli og tapaði boltanum níu sinnum en skoraði 21 stig af vítalínunni. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Harden skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu Houston sem skorar 40 stig eða meira í fjórum leikjum í röð. „Ég veit ekki hvernig er hægt að spila betur en hann er að gera,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Houston, um Harden eftir sigurinn á Memphis. „Hann stelur boltum og nær þreföldum tvennum eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er á allt öðru plani en hjá öðrum.“ Harden lék 15 leiki í desember. Í þeim skoraði hann 36,4 stig að meðaltali, tók 5,9 fráköst og gaf 7,9 stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Houston á árinu 2018 skoraði Harden 40,8 stig að meðaltali, tók 6,8 fráköst og gaf 8,9 stoðsendingar. Samkvæmt tölfræðingum vestanhafs er Harden þriðji leikmaðurinn í NBA á síðustu 30 árum sem skorar a.m.k. 400 stig yfir tíu leikja tímabil. Hinir eru Michael Jordan og Kobe Bryant. Í síðustu átta leikjum Houston hefur Harden skorað a.m.k. 35 stig og gefið fimm stoðsendingar. Með því sló hann met sem var í eigu Oscars Robertson. Á ýmsu hefur gengið hjá Houston á þessu tímabili. Í fyrra var liðið með besta árangurinn í NBA; vann 65 leiki og setti í leiðinni félagsmet. Houston komst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warriors í oddaleik. Harden lék stórvel í fyrra og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP). Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópi Houston í sumar og liðið fór illa af stað. Fimm af fyrstu sex leikjunum töpuðust og í byrjun desember var Houston með ellefu sigra og 14 töp og við botninn í Vesturdeildinni. En þá fór Harden á flug og gengi Houston tók stakkaskiptum. Liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og er komið í baráttuna um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Harden er líka kominn inn í umræðuna um verðmætasta leikmann tímabilsins. Hann hefur borið lið Houston á herðum sér og snúið gengi þess algjörlega við á síðustu vikum. Harden er með 33,3 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Clint Capela er næststigahæstur hjá Houston með 17,0 stig að meðaltali í leik. Harden er ekki bara langstigahæsti leikmaður Houston á tímabilinu heldur einnig langstigahæsti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, kemur næstur með 28,7 stig að meðaltali í leik.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum