Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2019 08:08 Framkvæmdir við göngin tóku á sjötta ár. Vísir/Tryggvi Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í tæpar tvær vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. Stök ferð á fólksbíl kostar 1500 krónur en 6000 krónur fyrir stærri bíla. Gjöldin eru greidd rafrænt en mælt er með því að skrá bílinn á veggjald.is og þá skuldfærist af korti í hvert skipti sem ekið er um göngin. Skráðum notendum bjóðast afsláttarkjör. Því fleiri ferðir sem eru keyptar greiðist lægri upphæð. Tíu ferðir á fólksbíl kosta þannig 12.500 krónur eða 1250 krónur hver ferð. Hægt er að kaupa 100 ferðir á 70 þúsund krónur sem svarar til 700 krónu gjalds á ferð. Þeir sem eru sjaldan á ferð um göngin geta líka keypt staka ferð á veggjald.is eða í símaappi innan við þremur tímum áður en ekið er í gegn eða þremur tímum eftir. Ef ekið er í gegnum göngin án greiðslu er gjaldið innheimt af eiganda eða umráðamanni ökutækisins, svo sem bílaleigu sem þannig rukkar erlenda ferðamenn.Á Facebook-síðu Vaðlaheiðarganga eru Húsvíkingar minnt á það að Ljótu hálfvitarnir eru að spila á Græna hattinum á Akureyri þann 4. janúar. Er þar vísað til atriðis í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins þar sem starfsmaður fullra efasemda um göngin vegna mikils kostnaðar var minntur á að hljómsveitin spilaði reglulega á Akureyri. Vaðlaheiðargöng Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í tæpar tvær vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. Stök ferð á fólksbíl kostar 1500 krónur en 6000 krónur fyrir stærri bíla. Gjöldin eru greidd rafrænt en mælt er með því að skrá bílinn á veggjald.is og þá skuldfærist af korti í hvert skipti sem ekið er um göngin. Skráðum notendum bjóðast afsláttarkjör. Því fleiri ferðir sem eru keyptar greiðist lægri upphæð. Tíu ferðir á fólksbíl kosta þannig 12.500 krónur eða 1250 krónur hver ferð. Hægt er að kaupa 100 ferðir á 70 þúsund krónur sem svarar til 700 krónu gjalds á ferð. Þeir sem eru sjaldan á ferð um göngin geta líka keypt staka ferð á veggjald.is eða í símaappi innan við þremur tímum áður en ekið er í gegn eða þremur tímum eftir. Ef ekið er í gegnum göngin án greiðslu er gjaldið innheimt af eiganda eða umráðamanni ökutækisins, svo sem bílaleigu sem þannig rukkar erlenda ferðamenn.Á Facebook-síðu Vaðlaheiðarganga eru Húsvíkingar minnt á það að Ljótu hálfvitarnir eru að spila á Græna hattinum á Akureyri þann 4. janúar. Er þar vísað til atriðis í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins þar sem starfsmaður fullra efasemda um göngin vegna mikils kostnaðar var minntur á að hljómsveitin spilaði reglulega á Akureyri.
Vaðlaheiðargöng Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira