PewDiePie minnist Stefáns Karls í einu vinsælasta YouTube-myndbandi frá upphafi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 18:21 PewDiePie, sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg, og Stefán Karl Stefánsson. Mynd/Samsett YouTube-stjarnan PewDiePie minnist leikarans Stefáns Karls Stefánssonar í myndbandi sem er orðið það vinsælasta á vefsíðunni frá upphafi ef talið er í notendum sem stutt hafa á „like“-hnappinn. Myndbandið er eins konar yfirlit yfir það sem bar helst á YouTube árið 2018 og var birt á rás PewDiePie, sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg, þann 27. desember síðastliðinn. Um er að ræða túlkun PewDiePie sjálfs á hinu svokallaða „YouTube Rewind“, eða Youtube-endurliti, sem framleitt hefur verið á hverju ári síðan 2010.Sjá einnig: Stærsta YouTube-stjarna heims á Íslandi: PewDiePie og kærastan kolféllu fyrir landinuMikil óánægja greip um sig innan YouTube-samfélagsins vegna endurlitsins í ár en það þótti ekki fanga hinn sanna anda síðunnar nægilega vel. Þannig hafi stjórnendur YouTube t.d. gert Hollywood-stjörnum og tónlistarmönnum hátt undir höfði en hundsað raunverulega notendur síðunnar á borð við PewDiePie, Shane Dawson og Logan Paul. Myndbandið hefur nú hlotið þann vafasama heiður að vera það óvinsælasta í sögu YouTube en þegar þetta er ritað hafa um 15 milljón notendur ýtt á „dislike“-takkann. Endurlit PewDiePie hefur hins vegar hlotið öllu betri viðtökur og kennir þar ýmissa grasa. Hann tekur fyrir vinsæla notendur síðunnar og myndbönd sem vöktu athygli á árinu. Þá minnist hann einnig merkra einstaklinga sem létust á árinu, þar á meðal Stefáns Karls sem lést í ágúst 43 ára að aldri eftir langvinna baráttu við krabbamein. Minningarhluti myndbandsins hefst á mínútu 3:20. Auk Stefáns Karls eru fjórir einstaklingar teknir fyrir: plötusnúðurinn Avicii, myndasagnafrömuðurinn Stan Lee, Stephen Hillenburg, höfundur þáttanna um Svamp Sveinsson, og eðlisfræðingurinn Stephen Hawking.Stefán Karl naut mikilla vinsælla á Internetinu en yfir milljón notendur eru áskrifendur að YouTube-rás hans. Þá varð hann að óvæntri netstjörnu árið 2016 þegar milljónir horfðu á svokölluð „meme“ af honum í gervi Robbie Rotten, hins bandaríska Glanna Glæps úr Latabæ. PewDiePie er vinsælasta YouTube-stjarna heims en hann státar af um 80 milljónum áskrifenda á síðunni. Þá hefur endurlitsmyndband hans nú fengið flest „like“ af öllum YouTube-myndböndum sem ekki teljast til tónlistarmyndbanda en þegar þetta er ritað hafa 6,8 milljón notendur líkað við myndbandið. Hér að neðan má svo sjá hið opinbera, og umdeilda, YouTube-endurlit fyrir árið 2018. Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Flutningur Stefáns Karls á Latarbæjarlagi slær í gegn Myndband af Stefáni Karli hefur notið mikilla vinsælda á Twitter. 22. ágúst 2018 22:12 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
YouTube-stjarnan PewDiePie minnist leikarans Stefáns Karls Stefánssonar í myndbandi sem er orðið það vinsælasta á vefsíðunni frá upphafi ef talið er í notendum sem stutt hafa á „like“-hnappinn. Myndbandið er eins konar yfirlit yfir það sem bar helst á YouTube árið 2018 og var birt á rás PewDiePie, sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg, þann 27. desember síðastliðinn. Um er að ræða túlkun PewDiePie sjálfs á hinu svokallaða „YouTube Rewind“, eða Youtube-endurliti, sem framleitt hefur verið á hverju ári síðan 2010.Sjá einnig: Stærsta YouTube-stjarna heims á Íslandi: PewDiePie og kærastan kolféllu fyrir landinuMikil óánægja greip um sig innan YouTube-samfélagsins vegna endurlitsins í ár en það þótti ekki fanga hinn sanna anda síðunnar nægilega vel. Þannig hafi stjórnendur YouTube t.d. gert Hollywood-stjörnum og tónlistarmönnum hátt undir höfði en hundsað raunverulega notendur síðunnar á borð við PewDiePie, Shane Dawson og Logan Paul. Myndbandið hefur nú hlotið þann vafasama heiður að vera það óvinsælasta í sögu YouTube en þegar þetta er ritað hafa um 15 milljón notendur ýtt á „dislike“-takkann. Endurlit PewDiePie hefur hins vegar hlotið öllu betri viðtökur og kennir þar ýmissa grasa. Hann tekur fyrir vinsæla notendur síðunnar og myndbönd sem vöktu athygli á árinu. Þá minnist hann einnig merkra einstaklinga sem létust á árinu, þar á meðal Stefáns Karls sem lést í ágúst 43 ára að aldri eftir langvinna baráttu við krabbamein. Minningarhluti myndbandsins hefst á mínútu 3:20. Auk Stefáns Karls eru fjórir einstaklingar teknir fyrir: plötusnúðurinn Avicii, myndasagnafrömuðurinn Stan Lee, Stephen Hillenburg, höfundur þáttanna um Svamp Sveinsson, og eðlisfræðingurinn Stephen Hawking.Stefán Karl naut mikilla vinsælla á Internetinu en yfir milljón notendur eru áskrifendur að YouTube-rás hans. Þá varð hann að óvæntri netstjörnu árið 2016 þegar milljónir horfðu á svokölluð „meme“ af honum í gervi Robbie Rotten, hins bandaríska Glanna Glæps úr Latabæ. PewDiePie er vinsælasta YouTube-stjarna heims en hann státar af um 80 milljónum áskrifenda á síðunni. Þá hefur endurlitsmyndband hans nú fengið flest „like“ af öllum YouTube-myndböndum sem ekki teljast til tónlistarmyndbanda en þegar þetta er ritað hafa 6,8 milljón notendur líkað við myndbandið. Hér að neðan má svo sjá hið opinbera, og umdeilda, YouTube-endurlit fyrir árið 2018.
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Flutningur Stefáns Karls á Latarbæjarlagi slær í gegn Myndband af Stefáni Karli hefur notið mikilla vinsælda á Twitter. 22. ágúst 2018 22:12 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Flutningur Stefáns Karls á Latarbæjarlagi slær í gegn Myndband af Stefáni Karli hefur notið mikilla vinsælda á Twitter. 22. ágúst 2018 22:12
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00
Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00