ÖBÍ furðar sig á stjórnsýslu TR Baldur Guðmundsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Tryggingastofnun. Fréttablaðið/Pjetur Öryrkjabandalag Íslands segir að Tryggingastofnun fari ekki að lögum sem gengu í gildi um áramótin. Þetta kemur fram á vefsíðu bandalagsins. Afleiðingarnar séu neikvæðar fyrir marga lífeyrisþega. Á vefnum segir að lögum samkvæmt eigi uppbætur vegna reksturs bifreiðar og uppbætur á lífeyri að vera undanþegnar skattskyldu frá og með 1. janúar á þessu ári. „Ljóst er að þetta hefur áhrif á fjölda manns og skerðir afkomu þeirra í þessum fyrsta mánuði ársins.“ Vísað er í svar Tryggingastofnunar við fyrirspurn Öryrkjabandalagsins. Þar hafi stofnunin haldið því fram að hún hafi ekki vitað af skattabreytingunni fyrr en rétt fyrir jól. „Við þurfum að gera breytingar á greiðslukerfi okkar. Það náðist ekki að breyta greiðslum fyrir 1. janúar,“ er haft eftir Tryggingastofnun. Stofnunin muni ekki framfylgja lögunum um skattleysi þessara uppbóta fyrr en í febrúar. „Þetta er vægast sagt undarleg – satt að segja ótrúleg – stjórnsýsla.“ Fullyrt er að Tryggingastofnun hafi vitað af lagabreytingunni, sem samþykkt var á Alþingi 7. desember, með góðum fyrirvara. Stofnunin hafi verið á meðal þeirra sem hafi verið boðið að veita umsögn á meðan málið var til umfjöllunar á Alþingi. „Það er ekki eins og TR hafi skort tíma til að framkvæma lögin og það stenst enga skoðun að þetta hafi komið Tryggingastofnun á óvart.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands segir að Tryggingastofnun fari ekki að lögum sem gengu í gildi um áramótin. Þetta kemur fram á vefsíðu bandalagsins. Afleiðingarnar séu neikvæðar fyrir marga lífeyrisþega. Á vefnum segir að lögum samkvæmt eigi uppbætur vegna reksturs bifreiðar og uppbætur á lífeyri að vera undanþegnar skattskyldu frá og með 1. janúar á þessu ári. „Ljóst er að þetta hefur áhrif á fjölda manns og skerðir afkomu þeirra í þessum fyrsta mánuði ársins.“ Vísað er í svar Tryggingastofnunar við fyrirspurn Öryrkjabandalagsins. Þar hafi stofnunin haldið því fram að hún hafi ekki vitað af skattabreytingunni fyrr en rétt fyrir jól. „Við þurfum að gera breytingar á greiðslukerfi okkar. Það náðist ekki að breyta greiðslum fyrir 1. janúar,“ er haft eftir Tryggingastofnun. Stofnunin muni ekki framfylgja lögunum um skattleysi þessara uppbóta fyrr en í febrúar. „Þetta er vægast sagt undarleg – satt að segja ótrúleg – stjórnsýsla.“ Fullyrt er að Tryggingastofnun hafi vitað af lagabreytingunni, sem samþykkt var á Alþingi 7. desember, með góðum fyrirvara. Stofnunin hafi verið á meðal þeirra sem hafi verið boðið að veita umsögn á meðan málið var til umfjöllunar á Alþingi. „Það er ekki eins og TR hafi skort tíma til að framkvæma lögin og það stenst enga skoðun að þetta hafi komið Tryggingastofnun á óvart.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira