Næstu skref Framsýnar í kjaramálum skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. janúar 2019 06:00 Framsýn er enn með í samfloti félaga innan SGS. Fréttablaðið/Auðunn „Ég ber þá von í brjósti að stéttarfélögin innan Starfsgreinasambandsins muni öll vísa núna fyrir miðjan janúar ef fer sem horfir og það gerist ekkert. Framsýn mun aldrei sætta sig við að sitja við eitthvert eldhúsborð og drekka kaffi. Við viljum vera við sjálft samningaborðið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Samþykkt var á fjölmennum fundi félagsmanna fyrir helgi að veita Aðalsteini umboð til þess að draga samningsumboðið til baka frá SGS komist ekki skriður á kjaraviðræður nú í byrjun janúar eða SGS verði ekki þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þetta mun skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins. Við ætlum að gefa þessu þann tíma vegna þess að það er búið að setja upp stífa dagskrá og svo sjáum við hvernig staðan verður þá. Það er samt alveg ljóst að Framsýn er í startholunum með þetta.“ Aðalsteinn segir að draumur Framsýnar hafi orðið að veruleika þegar ljóst varð að Starfsgreinasambandið færi fram sem ein heild. „Við börðumst mikið fyrir því en síðan kemur á daginn að innan okkar raða eru aðilar sem eru herskárri en aðrir. Það vildu sjö félög vísa til ríkissáttasemjara fyrir jól til að reyna að fá verkstjórn á þetta og láta þetta ganga. Því miður brást það.“ Hann segist ekki vera svartsýnn á framhaldið þótt leiðir hafi skilið milli aðila innan SGS en Efling og Verkalýðsfélag Akraness drógu sig út úr samstarfi SGS fyrir jól og hafa tekið upp samstarf við VR. „Ég fagna harðari verkalýðsbaráttu. Ástæðan fyrir því að okkar fólk er svona illa statt í dag er sú að það hefur vantað meiri hörku í íslenska verkalýðsbaráttu. Ég hef fulla trú á því að ef SGS vísar núna um miðjan mánuðinn þá muni þessir aðilar vinna mjög náið saman í sérmálum og öðrum sem tengjast ekki beint launaliðnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Ég ber þá von í brjósti að stéttarfélögin innan Starfsgreinasambandsins muni öll vísa núna fyrir miðjan janúar ef fer sem horfir og það gerist ekkert. Framsýn mun aldrei sætta sig við að sitja við eitthvert eldhúsborð og drekka kaffi. Við viljum vera við sjálft samningaborðið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Samþykkt var á fjölmennum fundi félagsmanna fyrir helgi að veita Aðalsteini umboð til þess að draga samningsumboðið til baka frá SGS komist ekki skriður á kjaraviðræður nú í byrjun janúar eða SGS verði ekki þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þetta mun skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins. Við ætlum að gefa þessu þann tíma vegna þess að það er búið að setja upp stífa dagskrá og svo sjáum við hvernig staðan verður þá. Það er samt alveg ljóst að Framsýn er í startholunum með þetta.“ Aðalsteinn segir að draumur Framsýnar hafi orðið að veruleika þegar ljóst varð að Starfsgreinasambandið færi fram sem ein heild. „Við börðumst mikið fyrir því en síðan kemur á daginn að innan okkar raða eru aðilar sem eru herskárri en aðrir. Það vildu sjö félög vísa til ríkissáttasemjara fyrir jól til að reyna að fá verkstjórn á þetta og láta þetta ganga. Því miður brást það.“ Hann segist ekki vera svartsýnn á framhaldið þótt leiðir hafi skilið milli aðila innan SGS en Efling og Verkalýðsfélag Akraness drógu sig út úr samstarfi SGS fyrir jól og hafa tekið upp samstarf við VR. „Ég fagna harðari verkalýðsbaráttu. Ástæðan fyrir því að okkar fólk er svona illa statt í dag er sú að það hefur vantað meiri hörku í íslenska verkalýðsbaráttu. Ég hef fulla trú á því að ef SGS vísar núna um miðjan mánuðinn þá muni þessir aðilar vinna mjög náið saman í sérmálum og öðrum sem tengjast ekki beint launaliðnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira