Næstu skref Framsýnar í kjaramálum skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. janúar 2019 06:00 Framsýn er enn með í samfloti félaga innan SGS. Fréttablaðið/Auðunn „Ég ber þá von í brjósti að stéttarfélögin innan Starfsgreinasambandsins muni öll vísa núna fyrir miðjan janúar ef fer sem horfir og það gerist ekkert. Framsýn mun aldrei sætta sig við að sitja við eitthvert eldhúsborð og drekka kaffi. Við viljum vera við sjálft samningaborðið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Samþykkt var á fjölmennum fundi félagsmanna fyrir helgi að veita Aðalsteini umboð til þess að draga samningsumboðið til baka frá SGS komist ekki skriður á kjaraviðræður nú í byrjun janúar eða SGS verði ekki þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þetta mun skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins. Við ætlum að gefa þessu þann tíma vegna þess að það er búið að setja upp stífa dagskrá og svo sjáum við hvernig staðan verður þá. Það er samt alveg ljóst að Framsýn er í startholunum með þetta.“ Aðalsteinn segir að draumur Framsýnar hafi orðið að veruleika þegar ljóst varð að Starfsgreinasambandið færi fram sem ein heild. „Við börðumst mikið fyrir því en síðan kemur á daginn að innan okkar raða eru aðilar sem eru herskárri en aðrir. Það vildu sjö félög vísa til ríkissáttasemjara fyrir jól til að reyna að fá verkstjórn á þetta og láta þetta ganga. Því miður brást það.“ Hann segist ekki vera svartsýnn á framhaldið þótt leiðir hafi skilið milli aðila innan SGS en Efling og Verkalýðsfélag Akraness drógu sig út úr samstarfi SGS fyrir jól og hafa tekið upp samstarf við VR. „Ég fagna harðari verkalýðsbaráttu. Ástæðan fyrir því að okkar fólk er svona illa statt í dag er sú að það hefur vantað meiri hörku í íslenska verkalýðsbaráttu. Ég hef fulla trú á því að ef SGS vísar núna um miðjan mánuðinn þá muni þessir aðilar vinna mjög náið saman í sérmálum og öðrum sem tengjast ekki beint launaliðnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Sjá meira
„Ég ber þá von í brjósti að stéttarfélögin innan Starfsgreinasambandsins muni öll vísa núna fyrir miðjan janúar ef fer sem horfir og það gerist ekkert. Framsýn mun aldrei sætta sig við að sitja við eitthvert eldhúsborð og drekka kaffi. Við viljum vera við sjálft samningaborðið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Samþykkt var á fjölmennum fundi félagsmanna fyrir helgi að veita Aðalsteini umboð til þess að draga samningsumboðið til baka frá SGS komist ekki skriður á kjaraviðræður nú í byrjun janúar eða SGS verði ekki þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þetta mun skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins. Við ætlum að gefa þessu þann tíma vegna þess að það er búið að setja upp stífa dagskrá og svo sjáum við hvernig staðan verður þá. Það er samt alveg ljóst að Framsýn er í startholunum með þetta.“ Aðalsteinn segir að draumur Framsýnar hafi orðið að veruleika þegar ljóst varð að Starfsgreinasambandið færi fram sem ein heild. „Við börðumst mikið fyrir því en síðan kemur á daginn að innan okkar raða eru aðilar sem eru herskárri en aðrir. Það vildu sjö félög vísa til ríkissáttasemjara fyrir jól til að reyna að fá verkstjórn á þetta og láta þetta ganga. Því miður brást það.“ Hann segist ekki vera svartsýnn á framhaldið þótt leiðir hafi skilið milli aðila innan SGS en Efling og Verkalýðsfélag Akraness drógu sig út úr samstarfi SGS fyrir jól og hafa tekið upp samstarf við VR. „Ég fagna harðari verkalýðsbaráttu. Ástæðan fyrir því að okkar fólk er svona illa statt í dag er sú að það hefur vantað meiri hörku í íslenska verkalýðsbaráttu. Ég hef fulla trú á því að ef SGS vísar núna um miðjan mánuðinn þá muni þessir aðilar vinna mjög náið saman í sérmálum og öðrum sem tengjast ekki beint launaliðnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Sjá meira