Ekki rétt að bankinn birti eigin spá Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. janúar 2019 07:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar. Breytingar hafa verið gerðar á starfsreglum nefndarinnar. Fréttablaðið/Stefán Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur ekki rétt að bankinn birti eigin stýrivaxtaspá líkt og starfshópur um ramma peningastefnunnar lagði til síðasta sumar. Nefndin segir að birting spárinnar geti verið afvegaleiðandi og hjálpi ekki til við að upplýsa fjárfesta og almenning um líklega þróun stýrivaxta bankans. Til viðbótar geti birting spár af hálfu sérfræðinga Seðlabankans, sem er í grundvallaratriðum ólík sýn meirihluta peningastefnunefndar, skapað aukna óvissu á fjármálamörkuðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðbrögðum peningastefnunefndar við tillögum starfshópsins, sem Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, stýrði, en nefndin fjallaði um tillögurnar á fundi sínum í síðasta mánuði. Starfshópurinn, sem birti niðurstöður sínar í júní í fyrra, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta fjórum sinnum á ári vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá bankans. Slíkt gæti styrkt markaðsvæntingar og aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans. Peningastefnunefndin lýsir sig ósammála afstöðu starfshópsins að þessu leyti og bendir á að vaxtaspá Seðlabankans sé gerð af sérfræðingum bankans og sé því ekki spá peningastefnunefndarinnar. Ósamræmi geti því skapast á milli spár bankans og væntinga þeirra sem ákveða vexti bankans, það er nefndarmanna í peningastefnunefnd, um framtíðarþróun vaxtanna. Auk þess telur nefndin að birting spárinnar geti gefið til kynna meiri vissu en í raun sé fyrir hendi. Peningastefna sé ekki „verkfræðilegt“ úrlausnarefni sem hægt sé að leysa með stærðfræðilíkönum. Til þess sé óvissan of mikil. Nefndin nefnir sem dæmi að innan hennar séu afar ólíkar skoðanir á því hverjir jafnvægisvextir Seðlabankans séu. Því óttist nefndarmenn að birting einnar spár hjálpi ekki til við að upplýsa markaðinn um líklega þróun vaxta bankans. Varast að draga línu í sandinn Peningastefnunefnd Seðlabankans telur enn fremur að hugsa þurfi betur tillögu starfshópsins um að bankinn geri svonefnt „umferðarljósakerfi“ nýsjálenska seðlabankans að inngripastefnu sinni á gjaldeyrismarkaði. Nefndin segir tillöguna þó skoðunarverða og hyggst á næstu mánuðum koma á fót vinnuhópi sem fær það hlutverk að leggja mat á inngripastefnu bankans. Nýsjálenska kerfið lýsir sér í einföldu máli þannig að seðlabankinn beitir einungis inngripum á gjaldeyrismarkaði ef gengi gjaldmiðilsins, nýsjálenska dalsins, er komið umfram það sem samræmst getur grundvallarhagstærðum hagkerfisins. Gjaldeyrisinngrip eru þannig með síðustu viðbrögðum seðlabankans við gengissveiflum og eru því afar fátíð. Skýrar leikreglur gilda einnig um inngripin. Peningastefnunefndin bendir í viðbrögðum sínum á að takmörk séu fyrir því hve fyrirsjáanleg gjaldeyrisinngrip seðlabanka geti verið án þess að hætta skapist á að fjárfestar „krói bankann af og hagnist á einhliða veðmálum. Reynslan hefur sýnt að það getur verið varasamt að seðlabankar dragi línu í sandinn í þessum efnum,“ segir nefndin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur ekki rétt að bankinn birti eigin stýrivaxtaspá líkt og starfshópur um ramma peningastefnunnar lagði til síðasta sumar. Nefndin segir að birting spárinnar geti verið afvegaleiðandi og hjálpi ekki til við að upplýsa fjárfesta og almenning um líklega þróun stýrivaxta bankans. Til viðbótar geti birting spár af hálfu sérfræðinga Seðlabankans, sem er í grundvallaratriðum ólík sýn meirihluta peningastefnunefndar, skapað aukna óvissu á fjármálamörkuðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðbrögðum peningastefnunefndar við tillögum starfshópsins, sem Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, stýrði, en nefndin fjallaði um tillögurnar á fundi sínum í síðasta mánuði. Starfshópurinn, sem birti niðurstöður sínar í júní í fyrra, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta fjórum sinnum á ári vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá bankans. Slíkt gæti styrkt markaðsvæntingar og aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans. Peningastefnunefndin lýsir sig ósammála afstöðu starfshópsins að þessu leyti og bendir á að vaxtaspá Seðlabankans sé gerð af sérfræðingum bankans og sé því ekki spá peningastefnunefndarinnar. Ósamræmi geti því skapast á milli spár bankans og væntinga þeirra sem ákveða vexti bankans, það er nefndarmanna í peningastefnunefnd, um framtíðarþróun vaxtanna. Auk þess telur nefndin að birting spárinnar geti gefið til kynna meiri vissu en í raun sé fyrir hendi. Peningastefna sé ekki „verkfræðilegt“ úrlausnarefni sem hægt sé að leysa með stærðfræðilíkönum. Til þess sé óvissan of mikil. Nefndin nefnir sem dæmi að innan hennar séu afar ólíkar skoðanir á því hverjir jafnvægisvextir Seðlabankans séu. Því óttist nefndarmenn að birting einnar spár hjálpi ekki til við að upplýsa markaðinn um líklega þróun vaxta bankans. Varast að draga línu í sandinn Peningastefnunefnd Seðlabankans telur enn fremur að hugsa þurfi betur tillögu starfshópsins um að bankinn geri svonefnt „umferðarljósakerfi“ nýsjálenska seðlabankans að inngripastefnu sinni á gjaldeyrismarkaði. Nefndin segir tillöguna þó skoðunarverða og hyggst á næstu mánuðum koma á fót vinnuhópi sem fær það hlutverk að leggja mat á inngripastefnu bankans. Nýsjálenska kerfið lýsir sér í einföldu máli þannig að seðlabankinn beitir einungis inngripum á gjaldeyrismarkaði ef gengi gjaldmiðilsins, nýsjálenska dalsins, er komið umfram það sem samræmst getur grundvallarhagstærðum hagkerfisins. Gjaldeyrisinngrip eru þannig með síðustu viðbrögðum seðlabankans við gengissveiflum og eru því afar fátíð. Skýrar leikreglur gilda einnig um inngripin. Peningastefnunefndin bendir í viðbrögðum sínum á að takmörk séu fyrir því hve fyrirsjáanleg gjaldeyrisinngrip seðlabanka geti verið án þess að hætta skapist á að fjárfestar „krói bankann af og hagnist á einhliða veðmálum. Reynslan hefur sýnt að það getur verið varasamt að seðlabankar dragi línu í sandinn í þessum efnum,“ segir nefndin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun