Blaðamenn handteknir og aðgerðasinnar á flótta undan stjórnvöldum í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2019 12:32 Vopnaðir lögreglumenn á skrifstofu fréttamiðilsins La Confidencial sem var lokað 14. desember. AP/Alfredo Zuniga Ógnaröld er sögð ríkja í Níkaragva þar sem ríkisstjórn Daníels Ortega hefur handtekið blaðamenn og mannréttindabaráttufólk flýr í felur. Ríkisstjórnin hefur svipt níu félagasamtök lagalegri stöðu sinni og lagt hald á eigur þeirra að undanförnu.Washington Post segir að fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á Ortega og ríkisstjórn hans hafi verið lokað og sumir ritstjórar þeirra hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal samsæri um að fremja hryðjuverk. Blaðamenn á vefmiðlum eru sagðir skrifa fréttir sínar á leynilegum stöðum. „Ríkisstjórnin er að reyna að loka á allt pólitískt andóf og koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist að andstæðingum hennar,“ segir Paulo Abrão, framkvæmdastjóri mannréttindanefndar Samtaka Ameríkuríkja. Aðgerðir ríkisstjórnar Ortega eru liður í mánaðalöngum tilraunum hennar til að bæla niður mótmælaöldu sem hófst í apríl. Lögreglumenn og vopnaðar sveitir sem styðja ríkisstjórnina hafa skotið á mótmælendur. Opinberar tölur segja að 198 hafi látist í mótmælunum, þar af 21 lögreglumaður. Samtök Ameríkuríkja telja að 324 hafi fallið. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum samtakanna komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við mótmælunum gætu talist glæpur gegn mannkyninu. Merki væri um að lögreglan hefði tekið við skipunum frá „æðstu stöðum“. Níkaragvönsk stjórnvöld svöruðu með því að vísa rannsakendunum úr landi og sökuðu þá um að ganga erinda Bandaríkjanna.Fyrrverandi félagar fengið að kenna á því Ortega var leiðtogi sandínista, marxískra uppreisnarmanna sem steyptu Anastasio Somoza Debayle einræðisherra af stóli árið 1979, og var forseti til ársins 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Í embætti hefur Ortega aukið völd sín og er sakaður um að deila út gæðum ríkisins til fjölskyldu sinnar. Eiginkona hans Rosario Murillo er þannig varaforseti og stýrir mörgum stofnunum þess. Sumir þeirra sem Ortega hefur ráðist gegn að undanförnu eru gamlir bandamenn úr sandínistahreyfingunni. Carlos Fernando Chamorro, stjórnandi Confidencial, stærsta sjálfstæða fréttamiðils landsins, var þannig áður ritstjóri Barricada, dagblaðs sandínista. Ortega lét loka miðlinum um miðjan desember. Viku síðar var sjónvarpsstöðinni 100% Noticias lokað og tveir ritstjórar hennar fangelsaðir. Blaðamenn Confidencial hafa engu síður haldi áfram að uppfæra vefsíðuna í felum. „Allir Níkaragvamenn eiga þann möguleika á hættu að þeir búi til ákærur úr lögunum sem þeir diktuðu upp. Enginn er öruggur hér. Lögin vernda engan vegna þess að réttarríkið er ekki til staðar í Níkaragva,“ sagði Chamorro þegar skrifstofum Confidencial var lokað. Mið-Ameríka Níkaragva Tengdar fréttir Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Sjá meira
Ógnaröld er sögð ríkja í Níkaragva þar sem ríkisstjórn Daníels Ortega hefur handtekið blaðamenn og mannréttindabaráttufólk flýr í felur. Ríkisstjórnin hefur svipt níu félagasamtök lagalegri stöðu sinni og lagt hald á eigur þeirra að undanförnu.Washington Post segir að fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á Ortega og ríkisstjórn hans hafi verið lokað og sumir ritstjórar þeirra hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal samsæri um að fremja hryðjuverk. Blaðamenn á vefmiðlum eru sagðir skrifa fréttir sínar á leynilegum stöðum. „Ríkisstjórnin er að reyna að loka á allt pólitískt andóf og koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist að andstæðingum hennar,“ segir Paulo Abrão, framkvæmdastjóri mannréttindanefndar Samtaka Ameríkuríkja. Aðgerðir ríkisstjórnar Ortega eru liður í mánaðalöngum tilraunum hennar til að bæla niður mótmælaöldu sem hófst í apríl. Lögreglumenn og vopnaðar sveitir sem styðja ríkisstjórnina hafa skotið á mótmælendur. Opinberar tölur segja að 198 hafi látist í mótmælunum, þar af 21 lögreglumaður. Samtök Ameríkuríkja telja að 324 hafi fallið. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum samtakanna komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við mótmælunum gætu talist glæpur gegn mannkyninu. Merki væri um að lögreglan hefði tekið við skipunum frá „æðstu stöðum“. Níkaragvönsk stjórnvöld svöruðu með því að vísa rannsakendunum úr landi og sökuðu þá um að ganga erinda Bandaríkjanna.Fyrrverandi félagar fengið að kenna á því Ortega var leiðtogi sandínista, marxískra uppreisnarmanna sem steyptu Anastasio Somoza Debayle einræðisherra af stóli árið 1979, og var forseti til ársins 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Í embætti hefur Ortega aukið völd sín og er sakaður um að deila út gæðum ríkisins til fjölskyldu sinnar. Eiginkona hans Rosario Murillo er þannig varaforseti og stýrir mörgum stofnunum þess. Sumir þeirra sem Ortega hefur ráðist gegn að undanförnu eru gamlir bandamenn úr sandínistahreyfingunni. Carlos Fernando Chamorro, stjórnandi Confidencial, stærsta sjálfstæða fréttamiðils landsins, var þannig áður ritstjóri Barricada, dagblaðs sandínista. Ortega lét loka miðlinum um miðjan desember. Viku síðar var sjónvarpsstöðinni 100% Noticias lokað og tveir ritstjórar hennar fangelsaðir. Blaðamenn Confidencial hafa engu síður haldi áfram að uppfæra vefsíðuna í felum. „Allir Níkaragvamenn eiga þann möguleika á hættu að þeir búi til ákærur úr lögunum sem þeir diktuðu upp. Enginn er öruggur hér. Lögin vernda engan vegna þess að réttarríkið er ekki til staðar í Níkaragva,“ sagði Chamorro þegar skrifstofum Confidencial var lokað.
Mið-Ameríka Níkaragva Tengdar fréttir Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Sjá meira
Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36
Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12
Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent