Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2019 15:35 Hörður Guðbrandsson er afar ósáttur við ganginn í samningamálum og nú stefnir í að þetta 12 hundruð manna félag sé að ganga til liðs við hina nýju verkalýðsforystu. Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum. Þetta segir formaður þar, Hörður Guðbrandsson, í samtali við Vísi. Ef ekki dregur til tíðinda á næstu dögum gengur félagið úr Starfsgreinasambandinu og til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness. Samningar eru lausir, það urðu þeir strax í upphafi árs en um er að ræða 12 hundruð manna félag.Frá atvinnurekendum komið minna en ekkert Að sögn Harðar eru þeir í félaginu afar ósáttir við það sem frá samtökum atvinnurekenda komið. Sem sé reyndar lítið og jafnvel minna en ekki neitt. „Ekkert nema vonlaus tillaga um breytingu á vinnutíma. Það er enginn grunnur til að ræða það innan minna vébanda, algjör höfnun á því. Að dagvinna geti hafist klukkan 6 á morgnanna og verið til 7 á daginn. Þetta þýðir í raun að öll yfirvinna myndi detta út. Ekki nein yfirvinna greidd. Því var alfarið hafnað og kröftuglega af mér. Þeir létu það fylgja að það yrði ekkert rætt fyrr en þetta hefði verið rætt og afgreitt, en því var alfarið hafnað af flestum félögunum. Síðan hefur ekkert gerst sem ég veit af,“ segir Hörður.Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Nú stefnir í að Verkalýðsfélag Grindavíkur sláist í þann hóp.En, er verkalýðsforinginn þá óánægður með frammistöðu Starfsgreinasambandsins, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd félagsins? „Jahh, við vorum eitt af þessum sjö félögum sjö félögum sem vildu vísa þessu til sáttasemjara, 11 vildu það ekki. Þetta var fyrir jólin. Sem hafði þær afleiðingar að Efling og Verkalýðsfélag Akraness fóru út. Ef ekkert breytist förum við sömu leið. Við erum með ályktun um það. Skýrist í næstu viku hvort við förum sömu leið. Mikil óþolinmæði með að það fari eitthvað að gerast í þessu. Hjá mínu fólki; í stjórn og trúnaðarmannaráði er þetta var einróma skoðun.“Til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Skagans Hörður segir að ef svo fer að Verkalýðsfélag Grindavíkur dragi sig út úr Starfsgreinasambandinu muni það fara fram á að vera með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness í hópi. „Það er bara það sem liggur fyrir, þangað stefnir,“ segir Hörður og ljóst að það þarf í hans huga eitthvað mikið til að koma svo þeir verði áfram í Starfsgreinasambandinu. Hörður vill ekki taka af allan vafa um hvað verði í þeim efnum en það eru engin teikn á lofti um annað að þangað sigli þetta 12 hundruð manna félag; til liðs við hina nýju verkalýðsforystu sem svo hefur verið nefnd. Og munar um minna. Á hádeginu á morgun verður fundur hjá Starfsgreinasambandinu og þá munu þessi mál væntanlega skýrast í kjölfarið. Grindavík Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19 Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum. Þetta segir formaður þar, Hörður Guðbrandsson, í samtali við Vísi. Ef ekki dregur til tíðinda á næstu dögum gengur félagið úr Starfsgreinasambandinu og til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness. Samningar eru lausir, það urðu þeir strax í upphafi árs en um er að ræða 12 hundruð manna félag.Frá atvinnurekendum komið minna en ekkert Að sögn Harðar eru þeir í félaginu afar ósáttir við það sem frá samtökum atvinnurekenda komið. Sem sé reyndar lítið og jafnvel minna en ekki neitt. „Ekkert nema vonlaus tillaga um breytingu á vinnutíma. Það er enginn grunnur til að ræða það innan minna vébanda, algjör höfnun á því. Að dagvinna geti hafist klukkan 6 á morgnanna og verið til 7 á daginn. Þetta þýðir í raun að öll yfirvinna myndi detta út. Ekki nein yfirvinna greidd. Því var alfarið hafnað og kröftuglega af mér. Þeir létu það fylgja að það yrði ekkert rætt fyrr en þetta hefði verið rætt og afgreitt, en því var alfarið hafnað af flestum félögunum. Síðan hefur ekkert gerst sem ég veit af,“ segir Hörður.Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Nú stefnir í að Verkalýðsfélag Grindavíkur sláist í þann hóp.En, er verkalýðsforinginn þá óánægður með frammistöðu Starfsgreinasambandsins, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd félagsins? „Jahh, við vorum eitt af þessum sjö félögum sjö félögum sem vildu vísa þessu til sáttasemjara, 11 vildu það ekki. Þetta var fyrir jólin. Sem hafði þær afleiðingar að Efling og Verkalýðsfélag Akraness fóru út. Ef ekkert breytist förum við sömu leið. Við erum með ályktun um það. Skýrist í næstu viku hvort við förum sömu leið. Mikil óþolinmæði með að það fari eitthvað að gerast í þessu. Hjá mínu fólki; í stjórn og trúnaðarmannaráði er þetta var einróma skoðun.“Til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Skagans Hörður segir að ef svo fer að Verkalýðsfélag Grindavíkur dragi sig út úr Starfsgreinasambandinu muni það fara fram á að vera með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness í hópi. „Það er bara það sem liggur fyrir, þangað stefnir,“ segir Hörður og ljóst að það þarf í hans huga eitthvað mikið til að koma svo þeir verði áfram í Starfsgreinasambandinu. Hörður vill ekki taka af allan vafa um hvað verði í þeim efnum en það eru engin teikn á lofti um annað að þangað sigli þetta 12 hundruð manna félag; til liðs við hina nýju verkalýðsforystu sem svo hefur verið nefnd. Og munar um minna. Á hádeginu á morgun verður fundur hjá Starfsgreinasambandinu og þá munu þessi mál væntanlega skýrast í kjölfarið.
Grindavík Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19 Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19
Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00