Þurfti að upplifa jarðarför andvana dóttur tvisvar vegna mistaka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 19:12 Frá Nuuk. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Mistök heilbrigðisstarfsmanna í Nuuk á Grænlandi urðu þess valdandi að hinn 31 árs gamla Maren Abrahamsen þurfti í tvígang að upplifa jarðarför dóttur hennar sem fæddist andvana. Heilbrigðisstarfsmenn gleymdu að setja lík kornabarnins í líkkistuna áður en hún var grafin í fyrra skiptið.Settur dagur hjá Abrahamsen var 3. desember síðastliðinn og ferðaðist hún til Nuuk til að eignast barnið þar. Daginn fyrir settan dag kom hins vegar í ljós að hjarta barnsins var hætt að slá og fæddi Abrahamsen andvana dóttur þann 4. desember.Abrahamsen á heima í bænum Paamiut, í um 200 kílómetra fjarlægð frá Nuuk. Á meðan á dvölinni í Nuuk stóð gerði hún ráðstafanir til þess að láta grafa barnið í heimabænum þann 14. desember. Eftir að allt var klappað og klárt í Nuuk hélt hún heim á leið með litla líkkistu sem í átt að vera dóttur hennar.Jarðarförin fór fram eins og áætlað var en fimm dögum síðar fékk hún símtal og var hún þá boðið til fundar með prestinum í bænum, lækni og hjúkrunarfræðingi. Þar var henni sagt frá því að gleymst hafði að setja lík dóttur hennar í líkkistinu fyrir jarðarförina. Líkkistan sem var greftruð var tóm.„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég fékk áfall og ég hugsaði með mér af hverju ég þyrfti að ganga í gegnum þetta,“ sagði Abrahamsení samtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq. Mistökin voru leiðrétt og nokkrum dögum síðar hélt Abrahamsen aðra jarðarför, og í þetta sinn var gengið úr skugga um að dóttir hennar væri í líkkistunni sem send var til Paamiut.„Það hefur enginn boðist til þess að ræða þetta við mig en ég reyni að takast á við þetta með því að ræða þetta við vini og fjölskyldu mína. Ég er ekki að reyna að vera sterk, þvert á móti. Ég er orðin þreytt á því að komast að því hvað ég er sterk“. Grænland Norðurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Mistök heilbrigðisstarfsmanna í Nuuk á Grænlandi urðu þess valdandi að hinn 31 árs gamla Maren Abrahamsen þurfti í tvígang að upplifa jarðarför dóttur hennar sem fæddist andvana. Heilbrigðisstarfsmenn gleymdu að setja lík kornabarnins í líkkistuna áður en hún var grafin í fyrra skiptið.Settur dagur hjá Abrahamsen var 3. desember síðastliðinn og ferðaðist hún til Nuuk til að eignast barnið þar. Daginn fyrir settan dag kom hins vegar í ljós að hjarta barnsins var hætt að slá og fæddi Abrahamsen andvana dóttur þann 4. desember.Abrahamsen á heima í bænum Paamiut, í um 200 kílómetra fjarlægð frá Nuuk. Á meðan á dvölinni í Nuuk stóð gerði hún ráðstafanir til þess að láta grafa barnið í heimabænum þann 14. desember. Eftir að allt var klappað og klárt í Nuuk hélt hún heim á leið með litla líkkistu sem í átt að vera dóttur hennar.Jarðarförin fór fram eins og áætlað var en fimm dögum síðar fékk hún símtal og var hún þá boðið til fundar með prestinum í bænum, lækni og hjúkrunarfræðingi. Þar var henni sagt frá því að gleymst hafði að setja lík dóttur hennar í líkkistinu fyrir jarðarförina. Líkkistan sem var greftruð var tóm.„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég fékk áfall og ég hugsaði með mér af hverju ég þyrfti að ganga í gegnum þetta,“ sagði Abrahamsení samtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq. Mistökin voru leiðrétt og nokkrum dögum síðar hélt Abrahamsen aðra jarðarför, og í þetta sinn var gengið úr skugga um að dóttir hennar væri í líkkistunni sem send var til Paamiut.„Það hefur enginn boðist til þess að ræða þetta við mig en ég reyni að takast á við þetta með því að ræða þetta við vini og fjölskyldu mína. Ég er ekki að reyna að vera sterk, þvert á móti. Ég er orðin þreytt á því að komast að því hvað ég er sterk“.
Grænland Norðurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira