Dularfulla legsteinahvarfið enn óupplýst Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2019 10:12 Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði er enn ófundinn. Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði úti á Álftanesi er enn ófundinn. Vísir greindi frá þessu furðulega máli skömmu fyrir hátíðarnar en þegar fjölskylda vildi vitja grafar Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar. Þá kom í ljós að steinninn, sem vegur 180 kíló, var horfinn. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ sagði Einar Atli Júlíusson sölumaður, bróðir Lárusar Viðars. Hann og fjölskyldan höfðu þá leitað af sér allan grun, allra eðlilegra hugsanlegra skýringa á hinu dularfulla hvarfi áður en þau kærðu málið til lögreglu og auglýstu eftir steininum. Einar Atli telur ljóst að það þurfi verulega sjúkan huga til að standa í því að nema á brott legsteina úr kirkjugörðum. Einar Atli segir að ekkert hafi komið í ljós varðandi hinn horfna stein en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þetta er dapurlegt mál,“ segir Einar Atli og bendir á að það hafi komið upp skömmu fyrir hátíðar sem gerir rannsókn málsins erfiðari viðureignar. Hann segir jafnframt furðulegt að steinninn skuli enn ófundinn, hann er fyrirferðarmikill og einhvers staðar þurfi að koma honum fyrir. Steinninn var keyptur hjá Granítsteinum, en þeir þar hafa farið á vettvang og skoðað aðstæður. Að sögn Einars Atla telja þeir engum blöðum um það að fletta að það hafi þurft sérstök tæki og bíl til að fjarlægja steininn. Málið vakti mikla athygli og Einari og fjölskyldu hafa borist, af góðum hug, margvísleg skilaboð en engin sem að gagni hafa komið. „Fólk er með ónot vegna þessa, hefur farið fyrr til að vitja leiða ættingja af ótta við að hugsanlega sé búið að nema steina á brott,“ segir Einar Atli. Garðabær Lögreglumál Tengdar fréttir Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði úti á Álftanesi er enn ófundinn. Vísir greindi frá þessu furðulega máli skömmu fyrir hátíðarnar en þegar fjölskylda vildi vitja grafar Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar. Þá kom í ljós að steinninn, sem vegur 180 kíló, var horfinn. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ sagði Einar Atli Júlíusson sölumaður, bróðir Lárusar Viðars. Hann og fjölskyldan höfðu þá leitað af sér allan grun, allra eðlilegra hugsanlegra skýringa á hinu dularfulla hvarfi áður en þau kærðu málið til lögreglu og auglýstu eftir steininum. Einar Atli telur ljóst að það þurfi verulega sjúkan huga til að standa í því að nema á brott legsteina úr kirkjugörðum. Einar Atli segir að ekkert hafi komið í ljós varðandi hinn horfna stein en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þetta er dapurlegt mál,“ segir Einar Atli og bendir á að það hafi komið upp skömmu fyrir hátíðar sem gerir rannsókn málsins erfiðari viðureignar. Hann segir jafnframt furðulegt að steinninn skuli enn ófundinn, hann er fyrirferðarmikill og einhvers staðar þurfi að koma honum fyrir. Steinninn var keyptur hjá Granítsteinum, en þeir þar hafa farið á vettvang og skoðað aðstæður. Að sögn Einars Atla telja þeir engum blöðum um það að fletta að það hafi þurft sérstök tæki og bíl til að fjarlægja steininn. Málið vakti mikla athygli og Einari og fjölskyldu hafa borist, af góðum hug, margvísleg skilaboð en engin sem að gagni hafa komið. „Fólk er með ónot vegna þessa, hefur farið fyrr til að vitja leiða ættingja af ótta við að hugsanlega sé búið að nema steina á brott,“ segir Einar Atli.
Garðabær Lögreglumál Tengdar fréttir Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30