Darius Perkins, sem þekktastur var fyrir að leika Scott Robinson í Nágrönnum er látinn 54 ára að aldri.
Perkins lék hlutverk Scott Robinson í fyrstu þáttaröð Nágranna en vera hans á Ramsay Street var ekki löng. Vegna ósættis við leikstjóra og hegðunar Perkins var honum gert að hætta og Jason Donovan tók við hlutverki Robinson.
Perkins, sem einnig lék í sápuóperunni Home and Away sem sett var til höfuðs Nágrönnum hafði háð baráttu við krabbamein. Perkins lést af völdum krabbameinsins 2. janúar síðastliðinn
Erlent